7.8.2007 | 09:30
Ágætar fréttir en þið vitið að ágætt er best
Vitiði það ég hef ekki nennt að skrifa hérna fyrr, ég hef opnað tölvuna og fengið bara nett ógeð af heimasíðunni minni og hafði enga löngun til að skrifa. Ég hef reyndar kanski ekki mikla löngun núna en fólk heldur alltaf ef ég skrifa ekki í einhverntíma að það sé eitthvað að þannig mér fannst ég eiginlega bara þurfa og kanski langaði mig líka að segja ykkur ágætar fréttir en ekki bara einhver leiðindi og væl einsog síðustu vikur hafa verið og eru kanski enn. Aaaaarghhh!!
Við áttum góða helgi, á fimmtudagskvöldið fékk ég e-mail að sumarbústaðurinn sem ég var á biðlista eftir losnaði þannig við gátum skellt okkur í sumarbústað um helgina á Minni Borgir, ekki leiðinlegt!! Mamma og pabbi voru með okkur alla helgina og svo komu tengdó seinni nóttina þannig það var mikið stuð, það var ofsalega notaleg og róleg helgi. Tengdó tóku svo Þuríði mína með sér uppá Skaga þannig við hin ákváðum að skella okkur í fjölskyldugarðinn á Stuðmenn og það var stuð. Svo var það Simpson í bíó í gær, Theodór fór á sína fyrstu bíómynd en entist bara í korter eheh þannig við mæðgurnar urðum á endanum einar en feðgarnir fóru heim. Oh mæ hvað þeim fannst gaman að þessari mynd og skelltu uppúr nokkru sinnum og Þuríður var eitt bros alla myndina enda er Simpson mikið uppáhald hjá minni.
Annars kláraði Þuríður mín geislameðferðina sína á föstudaginn og mikill fögnuður í gangi eða aðallega hjá mér, ekki það skemmtilegasta að fara þangað hvað þá að horfa á alla hina sem eru að ganga í gegnum þetta líka. Hún er strax farin að missa hárið á hliðunum en hún missir það "bara" á hliðunum við þetta, æjhi hún er komin með svo fallega þykkt hár. Jú ég veit að það á að koma aftur en það er ekki víst (mikil hætta á því) og já ég veit að það er nú ekki það versta en samt leiðinlegt.
Svo fengum við þær ágætu fréttir og þið vitið að ágætt er best en Þuríður mín mun væntanlega fara í aðra meðferð eftir sirka mánuð well það kemur í ljós vonandi í þessari viku. En það er ein ný krabbameinshjúkka byrjuð á barnadeildinni og hún er að koma frá NY og hún er í mailsambandi við þá úti með eina meðferð fyrir hana í huga sem er æðislegt. Það verður þá töflumeðferð og það eru ekki innlagnir við þá meðferð sem er æðislegt og við getum séð um þessa meðferð "sjálf" þannig séð. Jeij ég var líka hriklega glöð þegar mér var sagt þetta en þetta er nú ekki 100% komið á hreint en svona 90%, þessi meðferð gerir annaðhvort kraftaverk eða ekki neitt þannig það eru ekki neinu að tapa. Núna er bara að krossa fingur, vona að hún fái að fara í þessa meðferð og hún muni gera kraftaverk.
Það eru engir dagar eins hjá Þuríði, einn daginn hefur hún varla orku í að labba en svo hinn daginn er einsog henni hefði verið gefið eitthvað spítt í rassgatið ehehe. T.d. í morgun þurftum við ekki að vekja hana, var vöknuð kl sjö og farin í leikskólan kl átta en svo bara spurning hvort hún muni hafa orku í að vera mikið á leikskólanum en það munum við bara meta með þeim á leikskólanum.
Í lokin mun ég láta fylgja myndir af okkur Skara með Oddnýju og theodóri frá fjölskyldugarðinum í fyrrakvöld og þriðja myndin er af Þuríði í berjamó við Minni Borgir.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með þetta allt. Vonum svo sannarlega að lyfið góða virki, treystum alveg á það. Þið eruð hryllilega falleg fjölskyldan á myndunum.
Það er alveg rétt að ef þú skrifar ekki þá hef ég áhyggjur og örugglega allir sem eru að fylgjast með ykkur.
Þá er alveg nóg fyrir okkar stúlku að setja inn smá komment, td "allt óbreytt" eða "ekkert slæmt í gangi nema leti eða óstuð" og þá eru allir ánægðir og ekki með óþarfa áhyggjur.
Kærleikskveðja til ykkar allra.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 09:49
Mikið eru þær líkar, Þuríður Arna og Oddný!! Þær gætu verið tvíburar! Og makalaust hvað þú lítur alltaf vel út, svona frískleg og sæt. Þú hlýtur að hafa svona innbyggt bjútíeliment. Sumar konur hafa það. Alveg sama hvað á gengur eða í hverju þær eru, alltaf líta þær jafn vel út! Ég þarf að fá mér svona eliment. Já og strákarnir þínir eru voðalega myndarlegir, Skari og litli karlinn.
Mikið er það gleðilegt að reyna eigi þessa meðferð Áslaug mín. Ég samgleðst þér innilega! Þetta gefur svona ínnspýtingu í vonina hlýtur að vera. Bestu kveðjur af Vestfjörðum.
Ylfa Mist Helgadóttir, 7.8.2007 kl. 10:21
knús og koss.... :)
vonandi að fréttirnar verði góðar í vikunni... :)
Þórunn Eva , 7.8.2007 kl. 10:43
Ja ja elsku fjölskylda,
þetta er nú aldeilis góða fréttir og innilega til hamingju með þetta og til lukku, kraftaverk getur gerst svo við skulum bara halda áfram að biðja og biðja og kveikja á kerti fyrir gullmólanna og eins og staðinn er í dag þetta er allt á uppleið og bara æðislegt að það er til meðferð eftir geislumeðferðinna.
Það er frábært að þið áttu góðan frí það er alveg nauðsynlegt.
Gangið ykkar bara allt í haginn og eigðu góðan dag í dag og alltaf
Guð blessuð ykkar og megi hann veita ykkar stóran kraftaverk sem fyrst,
Kveðja Dee
Dee (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 13:54
Til lukku með GÓÐU fréttirnar. Er bara að láta vita af mér fylgist alltaf með ykkur og þið eruð alltaf í bænum mínum.
Kveðja Elsie
Elsie (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 17:25
Hæ þið fallega og bjartsýna fjölskylda. Mikið er gaman að þið fenguð loks góðar fréttir : ) til hamingju með það. Yndislegt líka að heyra af notalegri og skemmtilegri helgi að baki. Sendi ykkur góðar hugsanir og ljós á kertasíðunni. Bestu kveðjur, Stella A.
Stella A. (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 21:49
Sæl frábæra fjölskylda.
Mikið er stórkostlegt að heyra þessi tíðindi og við bíðum öll spennt að heyra af þessu undralyfi. Það sést á myndunum að þið hafið átt góða helgi. Hún Þuríður er stórkostleg stelpa og að hafa gerst dvo mörg kraftavek fram að þessu og því skyldi þeim linna. Ég bið Guð um góða verkun af lyfinu og að blessa ykkur öll. Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 00:15
Æi hvað ég skil að þú þurfir stundum tölvu-bloggpásu...það er líka leyfilegt og ég er að átta mig á því að þetta er ekki skylda,en samt alltaf svo gott að heyra frá ykkur og fá fréttir af fallegustu hetjunni.Og gott að það eru góðar fréttir í gangi og ég krossa putta og tær að hún fái þessa meðferð og færi henni kraftaverkið sem við erum öll að biðja um og ég er sannfærð um að það tekst elskurnar..þið eruð æðisleg.Baráttukveðjur
Björk Andersen (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 01:17
Mikið er ég glöð að sjá þessar fréttir - nú er bara að trúa því besta og skapa enn meiri jákvæðni í kringum sig. Þið eigið svo óendanlega mikið skilið að framundan verði jákvætt og að litla stelpan ykkar fái að vinna þessa baráttu með ykkur foreldrum sínum. Ég sendi ykkur alla mína jákvæðu strauma
Berglind Elva (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 01:38
En gott að frétta ég bið fyrir kraftaverki og sendi ykkur kærleiksljósið.
Eva , 9.8.2007 kl. 01:53
Mig undrar ekki þó þér finnist þú ekki geta sest niður við tölvuna, mig undrar frekar hversu dugleg þú ert við að láta þig hafa að skrá þetta allt niður. Góður guð gefi ykkur styrk til að ganga í gegnum næstu þolraun, við biðjum fyrir ykkur.
Helga Auðunsdóttir, 9.8.2007 kl. 05:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.