10.8.2007 | 09:36
Washington calling.....
Jæja þá erum við búin að fá fyrstu hringinguna frá Washington en það var víst ekki New York sem er nú aukaatriði, allavega þetta var góð hringing sem ég ætla kanski ekki að fara nánar útí fyrr en þetta er allt komið á hreint. Allar myndir af höfði Þuríðar voru sendar út í gær þannig við bíðum eftir næstu hringingu (verður vonandi strax í næstu viku) og vonandi verður hún ennþá betri en einsog ég sagði þá vill ég ekki segja of mikið fyrr en þetta er allt saman komið á hreint, mig langar ekki að gefa neinum of miklar vonir eða sjálfri og vera kanski að skrifa eitthvað hérna sem verður svo kanski ekki. En ég lofa samt að þetta var gott símtal allavega í áttina og vona að þau verði ennþá betri og við fáum bara góðar fréttir, well reyndar get ég ekki fengið þær fréttir að æxlið er orðið góðkynja og allt á bataleið það yrði ekki svo gott en við tökum eitt skref í einu og vonumst alltaf eftir kraftaverkinu "lækning". Einsog hjúkkan okkar sagði við okkur í gær að sjálfsögðu væri bara best ef það væri hægt að hrista Þuríði mína þannig þetta myndi bara poppa út en svo auðvelt er þetta ekki þó glöð við vildum en við vitum samt að læknavísindin eru alltaf að fara frammá við sem er best í heimi þó þeir eru ekki farnir að finna lækningu eða kraftalyf við þessum krabba labba en það verður einhverntíman. Vildi samt óska þess að það yrði í dag en ekki eftir 20 ár, bwaaaahhh!!
En eitt er víst að læknarnir okkar hérna heima eru að reyna gera sitt allra besta til að reyna láta Þuríði okkar líða sem best og annað er ekki hægt að biðja um. Við erum ofsalega heppin með læknateimið okkar þó svo að maður verður stundum pirruð og fúl útí þá og vildi óska þess að þeir hefðu svör við öllu en svo fullkomin erum við ekki og ekki einu sinni læknarnir sem við viljum að séu með svör við öllu.
Það er svo skrýtið með þetta orkuleysi hjá mér, ok kanski ekkert skrýtið en mér finnst svona smátt og smátt að það er verið að sjúga hana úr mér sko orkuna. Ég vaknaði í morgun reyndar svaf ég mjög illa í nótt sem ég veit ekki afhverju og ég hafði mig varla frammúr því ég fann varla fyrir líkamanum, ég sit núna við tölvuna og finn varla fyrir puttunum þeir eru orðnir svo dofnir af orkuleysi. Theodór minn situr reyndar hérna hjá mér (og horfir á Skoppu og Skrítlu sína eða gítlu einsog hann segir sjálfur eheh) og það er ofsalega gott að finna allavega fyrir honum en litli pungsi minn er lasinn í dag sem er væntanlega vegna 18 mánaða sprautunnar sem hann fékk fyrir viku. Ég sit eiginlega stjörf hérna við tölvuna og sé varla hvað ég er að skrifa, damn hvað mig langar að sofa í sólarhring kanski ég leggi mig bara með Theodóri mínum á eftir og þá hef ég líka krafta í að fíflast í stelpunum þegar þær koma úr leikskólanum. Jeij góð hugmynd!!
Þessir dagar hjá Þuríði minni eru svo skrýtnir en suma dagana hefur hún enga orku og labbar um íbúðina einsog einhver vofa en aðra daga er hún súper hress og lítur ekki út einsog hún sé eitthvað veik. Ofsalega skrýtið!! Gærdagurinn var góður hjá henni, Ása vinkona mömmu kom í gærkveldi og gaf okkur smá orku þar að segja mér og henni sem var ofsalega nice. Knús til þín Ása mín. Þuríður var ofsalega hress allan daginn og sofnaði ekki fyrr en hálftíu í gærkveldi sem er mjööööög seint á hennar mælikvarða. Very nice!!
Svona í lokin langar mig að senda knús til Brynju og Elsu en þær voru að eignast stelpu og strák eða Elsa eignaðist litla mús fyrir þrem dögum og Brynja eignaðist lítinn pung í gær, bara gaman!! En það eru endalausar óléttur í kringum mig næstu mánuði ég man ekki eftir öðru eins og ég ekki ólétt ehehe!! Nokkrar í nóvember, ein í desember og tvær í janúar hvað er málið með ykkur stelpur ehe?
Eigið góða helgi kæru lesendur og verið góð við hvort annað.
Slauga
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
252 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra að þið fengu hringingu frá Washington.Bið Guð að gefa litla gullmólan ykkar krafta verk.
Góða Helgi og guð vernda og geyma ykkar og gefa að þú fáir smá orku tilbaka.
Kær kveðja Dee
Dolores Mary (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 14:08
Frábært að fá svona góða hringingu - vonandi gengur allt upp varðandi hana!!
Takk fyrir knúsið - músin er yndisleg ;) MEGA ORKUKNÚÚÚS tilbaka
Elsa Nielsen, 10.8.2007 kl. 15:28
hæ elskurnar ætlaði bara að kassta kverðju
Lára (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 15:40
hæ sæta stelpa
Ég dáist að ykkur öllum þið eruð mestu hetjur sem til eru.....þú þekkir mig örugglega ekki mikið en ég er að vinna með Oddnýju systir þinni hún er svo mikil dúlla og þú ert rík að eiga hana..... knús og kremja til ykkar.............
rakel (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 15:49
VÁ ! yndislegt ef það verða áfram góð símtöl og góðar fréttir elsku krakkar mínir.
Nú verðum við öll sem eitt að leggjast á bæn, senda ósk um að góðir hlutir gerist hjá Þuríði litlu okkar, kveikjum á kertum á síðunni hennar og heima. Þegar við sameinumst í bæn, getur allt gerst. Hvað segið þið kl 22.00 í kvöld ?!
Guðrún Jóhannesdóttir, 10.8.2007 kl. 17:10
Úff... nú fékk ég heldur betur spark í rassinn!! Ég er búin að vera í sjálfsvorkunarkasti í dag, þreytt og hef peningaáhyggjur og velti mér uppúr því sem ég get sjálf lagað ef ég bara druslast til þess!
Svo las ég bloggið þitt elsku Slauga mín og BÚMM!!! Fann bara hvernig sparkað var í rassgatið á mér!! Ég dauðskammast mín fyrir vesaldóminn og LOFA sjálfri mér því nú að hætta að velta mér uppúr smámunum!!!
Guð blessi þig og gefi þér orku.
Ylfa Mist Helgadóttir, 10.8.2007 kl. 21:03
Elsku Áslaug og þið öll...það er yndislegt ef þið eruð að fá einhverjar jákvæðar fréttir og ég vona það af öllu hjarta,ég bið guð á hverjum degi að gefa litlu hetjunni minni kraftaverk og takk elsku Áslaug fyrir hlýjar kveðjur og að hugsa til mín.*Vona að þið hafið átt dásamlega helgi í þessu fallega veðri og að krúttstelpunni líði vel..knús og kram
Björk töffari (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.