Leita í fréttum mbl.is

Tilhlökkun og kvíði

Mér kvíður ofsalega fyrir vetrinum en hlakkar líka mikið til.  Ástæðan fyrir tilhlökkuninni er að mín er að fara í skóla reyndar fjarnám því ég get ekki verið í dagnámi og er ótrúlega spennt að fara byrja.  Var að sjá greinarnar sem ég mun taka fyrir áramót, skíííítlétt eheh!!  Mun taka þess önn með trompi og rúlla yfir þetta en ég mun taka fjórar greinar og finnst það eiginlega of lítið núna þegar ég sá greinarnar eheh!!  Well alveg nóg í bili, má ekki vera of gráðug.  En mig hlakkar óendanlega mikið til að takast á við þetta verkefni.

Kvíðinn er jú mjög mikill fyrir vetrinum, ég er ekki hrædd við að mistakast í skólanum og ef ég mun ekki þola álagið við að vera í skóla og sjá um Þuríði mína (og að sjálfsögðu hin líka) þá verður það líka bara alltílagi og ég mun fresta þessu en ég er minnst kvíðin fyrir því, því ég veit að ég mun taka þetta með trompi.  Málið er bara að ég hef ekki hugmynd um hvernig veturinn verður hjá Þuríði minni, hvernig meðferð mun taka næst við?  Hvernig mun þetta allt saman fara í hana?  Margar vangaveltur og mikill kvíði.  Við bara bíðum eftir svörum og munum ö-a þurfa bíða í einn ef ekki tvo mánuði til að fá lokasvar sem er endalaust erfitt, ég ætti að vera orðin heimsmeistari í þessari bið og er það ö-a en get aldrei vanist henni.  Ætti nú að vera góð tilfinning að vera heimsmeistari í einhverju?  Hmmm!!  Hef ekki funndið fyrir henni? 

Helgin var annars ágæt hjá Þuríði minni, að sjálfsögðu er hún fljót að þreytast og var sofnuð rúmlega sex í gærkveldi/dag og vaknaði í morgun til að fara í leikskólann.  Hún finnur það alveg sjálf hvenær hún hefur orku í að gera hlutina og hvenær ekki sem er mjög gott, hún er t.d. farin að leggjast uppí rúm og hvíla sig kanski í hálftíma til einn og hálfan en það er ekki til að sofa bara aðeins að hvíla sig og svo stendur hún upp fersk.  Mér finnst líka æðislegt hvað hún er mikið að leika sér við nágranna-krakkana, krakkarnir hérna í sveitinni labba bara á milli íbúða og leika sér hér og þar og Þuríður mín finnst það æði.  Mér finnst nefnilega æðislegast því krakkarnir eru ekki að leika við hana einsog minnimáttar eða koma fram við hana einsog hún er veik, þau koma fram við hana einsog jafningja sem ég er kanski ekki vön að sjá en mér finnst það æðislegt.  Hún fær að vera með í öllu en þarf ekki að elta og reyna mikið að vera með, hún er bara ein af þeim.   Foreldrar krakkana finnst við Skari ö-a geðveik þegar þau sjá okkur vera stollt að horfa á hana leika við hina krakkana ehe og tala um það, en þetta erum við bara ekki vön að sjá.  Bæði að sjá hana virkilega leika sér í leikjum og sjá hana fá að vera með í leikjunum, yndislegast!!  Að sjálfsögðu missir hún stundum einbeitinguna og snýr sér að allt öðru og fer að forvitnast um heiminn en ég meina maður lærir aldrei ef  maður er ekki forvitin.

8
Dvel ég í draumahöll..............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn Eva

þú ert algjör HETJA..... :)

verðum að fara að hittast skvís... :)

 koss og knús...

Þórunn Eva , 13.8.2007 kl. 15:11

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Yndislegt að Þuríði líði vel núna og að hún sé farin að þekkja sín mörk. Og algerlega frábært að hún sé að leika við krakka sem koma fram við hana sem jafningja.  Það er svo erfitt að upplifa börnin sín utanveltu í hópnum, það sker móður/föður-hjartað.

SigrúnSveitó, 13.8.2007 kl. 17:05

3 identicon

Elsku Slauga mín....ég skil svo vel þessar pælingar í þér,því að við vitum ekkert hvað er framundan og ég held að það væri óraunverulegt ef þú hugsaðir ekki um það.En við höldum áfram að biðja guð okkar um kraftaverk og mér finnst þú algjör snilld elsku Þuríður mín og rosalega sterk og dugleg stelpa.Ég dáist líka alltaf af kraftinum í þér Áslaug mín og það þarf hugrekki til þess að takast á við það sem þið hafið gengið í gegnum,það veit ég sjálf.Og að fara í skóla er ekki lítil ákvörðun á þessum tímapunkti,en ég veit að þér kemur til með að ganga vel.En fullt af knúsum og kossum til ykkar

Björk töffari (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 17:07

4 identicon

Sæl kæra Áslaug.

Kvíðinn getur nagað okkur að innan þar til við erum nærri tóm. Það er til margt auðveldar en að hætta að hugsa um hluti eins og barn með krabbamein og framtíð þess. En það verður samt að reyna og gera eitthvað sem dreifir huganum. Námið þitt er mjög góð leið til að taka sér "frí" frá áhyggjunum. Að sleppa hendinni af áhyggjunum á ekkert skylt við kæruleysi, eins og mér fannst hér á árum áður. Mér hefur gengið æ betur með árunum að forðast neikvæðni og svartsýni.

Við vitum svo lítið hvað næsti dagur ber í skauti sínu og reynslan hefur kennt mér að hversdagslegir hlutir í flugumynd verða mjög auðveldlega að fíl í huganum og gufa svo upp þegar á hólminn er komið. Ég er ALLS EKKI að líkja daglegu amstri við veikindi Þuríðar. En það hefur svo margt jákvætt verið að gerast með hana. Hún virðist komast svo ótrúlega vel í gegnum ýmsa hluti sem okkur hinum fullorðnu væri afar erfitt. Þetta að hún leggur sig um stund og stendur svo upp tvíefld, þvílík aðlögun.

Einu sinni vann ég á elliheimili og þar var aldraður einstaklingur með góða hreyfigetu en minnið var orðið lélegt á líðandi stund. Einstaklingurinn lærbrotnaði og var brotið spengt. Nokkrum dögum seinna var viðkomandi kominn af stað í göngugrindinni sinni og búinn að gleyma brotinu. Ekki varð viðkomandi meint af svo ég viti og það sýnir hvað hugurinn getur verið okkur mikill fjötur um fót.

Reyndu eftir megni að gefa kvíðanum frí en bjóddu tilhlökkunina velkomna hvenær sem hún bankar uppá. Guð blessi ykkur öll, styrki ykkur og styðji, veiti ykkur gleði og frið. Bið Guð að gera Þuríði Örnu heila. Kveðja Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 20:28

5 identicon

Hæ hæ, Áslaug auðvitað rúllarðu þessari önn upp, ekki spurning og mikið er gott að þig skuli hlakka svona mikið til að takast á við þetta nýja verkefni :-)

Það er skiljanlegt að þú sért kvíðin fyrir því sem framundan verður hjá ykkur hvað Þuríði varðar en það er líka alveg ótrúlega krefjandi og lærdómsríkt að takast á við erfið verkefni, vona bara að ykkur gangi allt vel. 

Biðjum kærlega að heilsa mömmu þinni og Önnu og sendum þeim og ykkur öllum knús og kossa

Kkv. Martha, Aníta Björg og Andri Örn

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 14:49

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Knúúúús úr ástarvikunni í Bolungarvík!!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.8.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband