14.8.2007 | 15:34
Skrýtnir dagar/vikur
Mikið ofsalega eru þetta skrýtnir dagar eða síðustu vikur,suma daga er maður svo langt niðri og finnst allt svo hrikalega ómöglegt og þetta líf svo ofsalega ósanngjarnt. Hvað hefur barnið mitt gert til að verðskulda allt þetta sem hún hefur gengið í gegnum, afhverju hún? Ekki það að ég vilji að það sé einhver annar en samt spyr maður afhverju öll þessi litlu kríli sem maður veit um sem eru að berjast við þennan ljóta vibba og ekki bara litlu kríli heldur bara allir en þegar maður er í svona félagi sem enginn vill fara í eru minnstu krílin næst manni og það er hrikalega erfitt. Reyndar segi ég aldrei að Þuríður sé með karbbamein en það er eitt af þeim orðum sem ég reyni að forðast sem mest, jújú hún er með þennan fjanda bara aðeins ljótari og erfiðari þannig ég segi frekar þegar fólk spyr mig hvað hún sé með þá segi ég frekar "heilaæxli" (samt er það ekkert fallegra orð en það væri það ef æxlið væri góðkynja) og bíð bara eftir því hvort ég sé spurð tilbaka "er það illkynja eða góðkynja?".
Já síðustu vikur hef ég verið ofsalega langt niðri, kanski ekkert endilega bara vegna Þuríðar minnar æjhi jú þetta fylgir allt að þannig þetta tengist allt saman. Maður er bara með áhyggjur af öllu í kringum sig, æjhi erfitt að útskýra.
En núna síðustu daga hef ég verið að fara uppá við, er að bíða eftir svörum með Þuríði mína sem verða vonandi góð svör well ég er allavega bjartsýn á það. Þýðir ekkert annað! Ég er að vinna við svo skemmtilegt góðverk þessa dagana sem ég er alveg að farast úr stollti af, oh mæ god!! Þið fáið að vita eitthvað meira um það seinna, leyfa ykkur bara að vera forvitin allavega að sinni. Það er allavega margt skemmtilegt að gerast á næstu dögum/vikum sem mig hlakkar ofsalega mikið til og ég er að reyna hugsa bara um það þó það sé erfitt en þá finn ég alveg hvað ég er að komast upp aftur.
Ég var líka að panta sundnámskeið fyrir þær systur, sund þrjá daga í viku og þær byrja á þriðjudaginn. Jiiih ég er hrikalega spennt fyrir það, Þuríður mín elskar nefnilega að vera í vatni og líður svo vel þar og svo er Oddný orðin svo hrikalega klár farin að stinga sér einsog einhver keppnismanneskja og það er sko engin ýking. Ohh það er svo erfitt að eiga svona klár og efnileg börn ehe.
Ætli ég verði ekki að láta þetta duga í bili, öll börnin alveg orðin trítilóð ehe vilja smá athygli þannig við erum farin útá pall að leika.
Tjaó bella
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þegar stórt er spurt er fátt um svör.Ég hef einmitt verið að spurja mig að þessu sama,hver er tilgangurinn að lítil börn þurfi að þjást?Ég held að við munum aldrei vita tilganginn.En ég spyr líka af hverju þarf að taka æruna af sumu fólki?Ég reyni að láta kærleika minn og samúð ná til allra og ég sendi Þuríði minni ljós og kraft á hverjum degi og vona að guð verði henni hliðhollur.Mér finnst orðið eins og ég þekki ykkur mjög vel,takk fyrir að leyfa mér að vera þáttakandi í ykkar lífi,það gefur mér kjark á hverjum degi.Ég opna fyrir hjartað og leyfi flæðinu að komast í gegn og hugsa mjög sterkt til ykkar og dáist alltaf af hugrekkinu sem einkennir ykkur.Knús og kram
Björk töffari (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 16:34
Hæ.Upp upp mín kæra.Alltaf í góðverkunum.Megi sunddrottningunum þínum ganga vel sem og ykkur.Kær Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 22:15
Guð verið með ykkur kæra fjölskylda,
og styrkja og veita ykkar stórt kraftaverk.
Kær kveðja Dee
dee (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 22:37
baráttuknús skvís.... :)
og haltu áfram uppávið skvís.... gott að hafa eitthvað svona til að dunda við.... :)
koss og knús
Þórunn Eva , 15.8.2007 kl. 09:16
Sæl Áslaug
Það að viðurkenna líðan sína er oft erfiðast hjallinn. Þú gefur okkur hinum mikið og gott fordæmi þegar þú skrifar um tilfinningarnar á bloggið. Ég hugsa þá um mig sjálfa og get í framhaldinu sagt sett frá hvernig mér líður. Þetta hljómar kannski undarlega en í mínum uppvexti var það að tala um tilfinningar kallað "væl" og þeir sem vældu voru væluskjóður og ekki duglegt fólk.
Þetta var þá, en þú ert á uppleið og það er gott að heyra. Góðverk eru afskaplega heilsusamleg og gott að þú ert í svona góðverkaheilsurækt þessa dagana. Bið spennt eftir að heyra hvað þú ert að bralla. Góðar kveðjur til allra með Guðsblessun. Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 11:19
Alttaf von, er buin með 4 lyfjameðferir og er krabbalaus i dag. Var með krabba i baðum lungum of lifrinni. Eg finn svo með ther og littlu dottir thinni, thetta er ervit fyrir fullorna hvað tha fyrir litið barn. Thegar thu segir að hun havi enga orku, thessi lyf draga allt ur ther.
Loa T. Gerstacker (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.