Leita í fréttum mbl.is

Baráttan

Jámm fólki finnst skrýtið að ég geti verið leið og þreytt þó Þuríði minni líði "vel", þetta er frekar "skrýtið" líf og ég fer ekki bara uppá toppinn um leið og Þuríði minni líður "vel" því ég veit líka vel að þetta varir ekki lengi og aldrei fer hún aftur á toppinn sem hún var á.  Þegar henni líður vel og henni fer eitthvað að hraka í einhverjar daga þá fer hún aldrei á þann stað sem hún var á.  Frekar erfitt að útskýra fyrir fólki sem hefur ekki upplifað barnið sitt alvarlega veikt eða með illkynja heilaæxli, shit hvað er erfitt að skrifa þetta orð.

Við erum bráðum búin að lifa í þessari baráttu í þrjú ár eða það eru þrjú ár síðan hún veiktist fyrst en tæpt ár síðan æxlið var skilgreint illkynja, hvernig haldiði að það sé að lifa við það og vita ekkert hvernig framtíð barns míns verður.  Þó henni líði "vel" þá fer mér ekki strax að líða vel þetta er því miður ekki svo einfalt, oft langar mig að gera grín að hinu og þessu þar að segja sem tengjast veikindum hennar en því miður þá get ég það ekki ef ég væri veik þá myndi ég sjálfsagt djóka með hitt og þetta sem tengdist veikindum mínum (ég reyni að gera grínu að flestu í kringum mig) en þegar kemur að barninum mínum þá get ég það því verr og miður ekki, so sorrý!!  Sjálf myndi ég lýsa mér hressri og glaðlyndri manneskju en eftir að Þuríður mín veiktist þá var einsog eitthvað hafði dáið inní mér og hef ekki ennþá komist á það stig og veit ekkert hvort ég muni nokkurn tíman komast þangað og fólki finnst það skrýtið? 

Ég hef alltaf reynt að vera bjartsýn á allt í kringum mig þá sérstaklega þegar viðkemur veikindum Þuríðar minnar og reynt að vera hress við alla í kringum mig þó ég væri ekkert sérstaklega hress en því verr og miður get ég það bara ekki lengur.  Það hafa fimm eintaklingar dáið í kringum mig og það þrjú börn (sem ég þekkti til)á bara þrem mánuðum úr þessari baráttu og það tekur virkilega á, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það tekur á þó maður tengist ekki einstaklingnum persónulega en þá er þetta mitt "samfélag" og það er erfitt að lifa í þessu "samfélagi".  Vera mikið í kringum veika einstaklega er ofsalega erfitt en það gefur manni líka mjög mikið og maður kynnist ofsalega góðu fólki en þá hef ég samt ekkert verið mikið að opna mig fyrir fólkinu í "mínu samfélagi", mér finnst það erfitt og er ekki mikið að opna mig fyrir hina og þessa þar að segja persónulega bara hérna í gegnum netið.  Ég hleypi ekkert hverjum sem er að mér og sé heldur kanski ekkert ástæðu til þess, ég hef alltaf verið vinamörg og átt endalaust marga kunningja en þá er maður farin að loka mikið á allt og alla.  Afhverju?  Ég veit það ekki?

Ég held að það sé mjög erfitt fyrir ykkur að setja ykkur í spor okkar sem eru í þessari baráttu með börnum okkar, vitiði það ég held að það sér meira að segja líka erfitt fyrir foreldra mína að gera það eða systkin.  Þetta tekur á alla taugar og reynir mikið á samband okkar Skara sem hefur reyndar orðið bara sterkara (þó ég sakni stunda með honum ALEIN)en ég myndi samt alveg skiljia fólk sem myndi skilja við svona aðstæður, ég myndi allavega ekki dæma það.

Ég veit eiginlega ekki hvað ég er að reyna segja með þessari færslu kanski bara það að mér fer ekkert að líða vel og skreppi á tjúttið til að fagna þegar Þuríði minni líður sæmilega eða betra en daginn þar áður, þetta er ekki svo auðvelt.  Ég er heldur ekkert að reyna vera leiðinleg með þessari færslu bara segja hvernig mér líður þannig þið vitið það.

Allavega næstu daga eða vikur gæti henni farið að "hraka" þar að segja geislarnir gætu farið að taka sinn toll og stúlkan fer að sofa 20tíma á sólarhring en henni leið ekkert of vel í morgun og fór ekki á leikskólann.  Var vöknuð kl sex í morgun og leið greinilega ekki vel, kanski einhver hausverkur veit það ekki vegna þess hún kvartar aldrei þetta skinn bara grætur.  Hún er samt aðeins hressari núna en í morgun og er að dansa þessa mínútuna við systkin sín og nýbúin í klippingu, komin með þvílíkan lubba en samt hárlaus á hliðinum en hárið kemur samt yfir það sem betur fer eiginlega.

Ætlum að hafa helgina skemmtilega, sundnámskeið eldsnemma í fyrramálið, 35 ára brúðkaupsafmæli hjá mömmu og pabba á sunndaginn þá verður okkur afkvæmunum boðið í kínverkst *slurp slurp* og svo verður bíó fyrir börnin.  Kanski við Skari skreppum útað borða annað kvöld á staðin "okkar" Ruby tuesday áður en við skellum okkur í þrítugs afmæli.  Never know?

Eigið góða helgi og hafiði það sem allra best.
Knús og kossar
Slauga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er orðið langt síðan ég hef commentað hér en langaði núna bara að senda stórt knús á ykkur og segja ykkur frá því að í sumar kveikti ég á litlu kerti fyrir hana Þuríði Örnu í gömlu spænsku fjallaþorpi í fallegri kirkju sem höggvin er inn í bergið ég vona að þetta litla ljós skili henni eitthvað áfram í sinni baráttu.  En ég átti jafnframt hljóða stund þar inni og reyndi að tala við hann sem öllu ræður um að hann myndi halda verndarhendi sinni yfir ykkur öllum.

kærleikskveðja Boston

ps. nei það geta líklega fáir sett sig í ykkar spor nema sem haf reynt þau.  ( kannski sem betur fer )

Boston (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 15:19

2 Smámynd: Valgerður Ólafsdóttir

Ég skil þig bara mjög vel, ég myndi ekki getað farið úr rúminu,ég verð bara að segja það aftur ég dáist af þér og ykkur öllum Áslaug,það finnst mörgum betra að tjá sig við ókunnuga heldur en við sína nánustu,það er einhvernveginn allt öðruvísi,Manneskja sem er mjög nálægt mér og mér þykir mjög vænt um er búin að berjast við krabbamein í mörg ár,og mér finnst hún svo mikil hetja,alveg eins og þuríður arna og allir þeir aðstandendur sem ganga með fjölskyldunni sinni í gegnum svona baráttu,Ég hugsa alltaf til ykkar og ég bið fyrir ykkur á hverju kvöldi,ég get ekki sett mig í sporin þín áslaug en ég skil þig samt,,,njótiði helgarinnar Áslaug mín,ég sendi ykkur orku í hugskeyti

kærleikskveðja

vallý

Valgerður Ólafsdóttir, 24.8.2007 kl. 15:38

3 Smámynd: Þórunn Eva

hæ sæta mín...

það er víst alveg sama hver veikindi barnanna manns eru fólk virðist bara ekki fatta alltaf hvað það tekur á mann.... alveg sama hversu alvarleg þau eru... þetta eru jú börnin manns og einhvern vegin fer manni að líða illa þegar að þeim líður illa.. svo þegar að þau eru hress þá hugsar maður ohhh ég vildi að hann/ hún væri alltaf svona hress.. af hverju er hann/hún það ekki og fram eftir götunum... maður er með alls konar pælingar og hugsanir sem fólk með veikindalaus börn eru laus við...

þegar að JS verður mikið veikur og þá sérstaklega þegar að hann er lagður inn verð ég hálf veik líka, þá meina ég í bókstaflegri merkingu... manni er hálf flökurt og annað og er ekkert skrítið að maður sé þá svolítið down í leiðinni...

hans veikindi eru ekki mjög alvarleg en ég finn samt fyrir þessu sem þú ert að tala um en þá kannski líka í mun minni skömmtum...

langar bara að segja að mér þykir endalaust vænt um þig og þú ert algjör hetja...

það getur enginn sagt neitt við því hvernig þér líður nema þá kannski til að hressa þig við.. manni líður eins og manni líður og fólk verður að virða það...

koss og knús

Þórunn Eva , 24.8.2007 kl. 15:52

4 identicon

Segi nú ekki annað en hver er hissa á líðan þinni og ykkar ? Mesta hræðslan í lífi hvers foreldra er að eitthv. komi fyrir eða barn þess veikist. Álagið hlýtur að vera mikið og skil vel þegar þú segir að eitthv. neysti hafi dáið innra með þér.

Öll hjón þurfa sinn privat tíma, en þekki það vel að það eru ekki auðfundnar stundir. Þið með 3 börn og eitt veikt gerir það erfiðara.

Vona bara að Guð veri með ykkur í þessu öllu og veiti ykkur styrk. Farðu vel með þig því eins og sagt er, þú setur súrefnisgrímuna fyrst á þig svo barnið.

Skil þig svo vel þó ég þekki þig ekki neitt

M

M (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 16:11

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

"eftir að Þuríður mín veiktist þá var einsog eitthvað hafði dáið inní mér og hef ekki ennþá komist á það stig og veit ekkert hvort ég muni nokkurn tíman komast þangað og fólki finnst það skrýtið?"

Ég sem betur fer þekki ekki þessa tilfinningu kæra Áslaug mín, en hvernig getur fólki þott þetta skýtið ?   Yngsta mitt er 20 ára elsta 38, en ég man vel hve stressuð ég var ef þau veiktust, hvað þá að vera í þinni aðstöðu. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur, færa ykkur styrk í þessari baráttu, og auðvitað biður maður um kraftaverk fyrir litla gullið.

Innilega til hamingju með stórafmæli foreldra þinna. Njótið helgarinnar.

Þið hin sem lesið endilega kveikið á kertum á síðunni hennar þuríðar, ekki bara fyrir hana heldur líka fyrir foreldra og systkini.

Guð veri með ykkur öllum. Skagakveðja

Gunna 

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.8.2007 kl. 17:12

6 identicon

Ég hef aldrei kommentað hér áður en ákvað að gera það núna.  Ég reyni ekki að þykjast vita hvað þið skari eruð að ganga í gegnum Áslaug, en mikið vildi ég geta létt á ykkur. Ég get ekki ímyndað mér hvernig tilfinning það er að eitthvað komi fyrir barnið mitt.   Ég bið oft fyrir ykkur öllum, og vona bara að þið reynið að njóta þess tíma sem þið hafið með henni Þuríði ykkar.  Ég kveiki á kerti fyrir hana þegar ég kem heim. kv. Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 17:58

7 identicon

Elsku Áslaug! Ég veit að þetta er erfitt en ég er viss um að þú gerir þér mjög gott með því að skilgreina þína líðan fyrir sjálfri þér. Ég vildi óska að ég hefði einhver ráð fyrir þig til að létta þér lífið. Hugur minn er mikið hjá ykkur og ég vona að það, ásamt þeirri hvatningu og samhug sem þú finnur frá öðrum, gefi þér og þínu fólki einhvern styrk.

Bestu kveðjur, Halla (mamma Lóu)

Halla (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 18:13

8 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Takk fyrir að deila þessu með okkur elsku Áslaug! Guð blessi ykkur. Ég vona svo innilega að helgin ykkar verði eins góð og hugsast getur! Knús að vestan og orkustraumar.

Ylfa Mist Helgadóttir, 24.8.2007 kl. 18:52

9 identicon

sendi ykkur allar mínar góðu hugsanir og stuðning. Kíki hér inn daglega og finn alltaf jafnmikið til með ykkur.

Ég segi bara enn og aftur; Söfnum góðu dögunum !

þeir eru það eina sem við höfum.

þú átt yndislega falleg börn og getur verið stolt af þessum hópi.

ein fjögurra barna sem hugsar til þín 

fjögurra barna móðir (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 19:11

10 Smámynd: SigrúnSveitó

Ljós&kærleikur.

SigrúnSveitó, 24.8.2007 kl. 19:29

11 identicon

Knús elsku Áslaug mín. Ég vona innilega að þú hafir fengið smá útrás með því að hugsa svona upphátt.

Eigðu góða helgi :D

Knús, Súsanna

Súsanna (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 21:13

12 identicon

Sæl kæra Áslaug.

Ég reyni ekki að setja mig í þín spor, því ég veit að ég get það ekki. Það er svo mikil sorg í blogginu þínu að ég finn hana í hjartanu. Svo er kvíðinn, mér finnst ég skynja hann og þú ert greinilega að tala frá hjartanu. Það er gott að þú skulir geta bloggað um þín líðan og tilfinningar. Þú ert ekki að leika núna, þetta er alvaran. Við förum svo oft í einhver hlutverk og þykjumst glöð þó okkur líði illa. Ég bið Guð að senda ykkur styrk í baráttunni. Bið fyrir hjónabandinu ykkar Skara og fyrir litlu börnunum ykkar. Góða nótt Fríða.

Fríða (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 23:28

13 Smámynd: Guðný Linda Óladóttir

Knús á ykkur

Guðný Linda Óladóttir, 25.8.2007 kl. 08:23

14 identicon

Hugsum ávallt til ykkar.  Til hamingju með mömmu þína og pabba og vonandi verður helgin góð hjá ykkur öllum í fjölskyldunni :-)

Kkv. Martha og krúttin.

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 09:53

15 identicon

Þú ert alltaf sama AÐDÁUNARVERÐA manneskjan. Að þið skulið geta gert eitthvað er ótrúlegt og sýnir best að það er ekkert venjulegt fólk á ferð.

Ef ég stæði í svona held ég að ég væri óhæf til að gera nokkurn hlut, en kannski kæmi þá til mín einhver styrkur sem héldi mér á floti, vonandi sá sami og heldur ykkur á floti. Það hlýtur að vera GUÐ ALMÁTTUGUR OG ENGLAHÓPURINN HANS.

Megið þið eiga góða helgi með kærri kveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 09:54

16 identicon

Risa knús til ykkar allra elsku Áslaug, Óskar & börn  Hugsa mikið til ykkar og þið eruð í bænum mínum öll kvöld!

bk úr Hafnafirðinum

Sólveig, Kalli, Elín Helena & Guðmunda Marta

Sólveig Ásta, Kalli & dætur (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 09:55

17 identicon

Ég man vel eftir grínaranum í þér og stríðnispúkanum hahah en það er ekki þar með sagt að hann eigi alltaf að vera þín fremsta gríma. Maður skilur vel að það er langt í hlátur og sprell þegar ekki er allt í lagi í kringum mann. Þá er oft mjög erfitt að framkalla bros á vör. En þú sem manneskja ert samt ekkert breytt, þú ert samt með þeim yndislegustu manneskjum sem ég hef fengið að kynnast. Þú hefur aftur á móti þroskast mikið og fengið annann skilnig á lífið en mörg okkar hafa og ekki fengið þroskan út af góðri reynslu því ver og miður.  Þið eruð öll algjörar hetjur og berjist hetulega. Það er eins og þú segir líka erfitt að horfa upp á fólk og börn fara yfir móðuna mikklu, og þótt að ég hafi ekki hitt börnin í eigin persónu þá ver ég rosa döpur þegar ég heyri af andlátum þeirra. Búin að sjá um lyfjagjöf þeirra í langan tíma og vita samt að það dugar ekki og þessi krabbakúkalabbi vinnur allt of mörg stríð.  En gullið ykkar er sterk og hún verður ein af þessum súper hetjum sem vinna stríðið.

Hafið það gott um helgina og til lukku með gamla settið

baráttu og knússs kveðja  magga

Magga (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 22:10

18 identicon

Takk fyrir þetta elsku Áslaug, mjög góð lesning.

Gott að þú naust helgarinnar.

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband