27.8.2007 | 14:50
Fréttir dagsins!!
Vorum að heyra í doktorunum og það verður enginn fundur í vikunni en í staðin munu þeir funda um stöðu mála og við mætum á fund með þeim í næstu viku væntanlega. Þuríður mín mun fara í myndatökur og svæfingu á þriðjudaginn en við búumst ekki við neinum niðurstöðum þar eða helst vill ég ekki fá neinar niðurstöður því þá veit ég allavega að það er ekki neitt slæmt að ske. Æxlið er væntanlega mjög bólgið eftir geislana þannig það ætti að vera erfitt að sjá hvort væri eitthvað í gangi nema það væri búið að stækka mega mikið þannig það er ósk um ENGAR niðurstöður, takk fyrir!! Væntanlega eftir myndatökurnar og fund með læknum (í næstu viku) er búist við að töflumeðferð mun hefjast, ég veit eiginlega ekkert hvernig hún virkar þannig ég get ekkert meira sagt um það. Æjhi ég er orðin frekar rugluð í þessu meðferðartali, kanski að gera þetta, kanski hitt og kanski ekkert þannig ég bíð bara eftir fundinum og bíð eftir að heyra um þetta en þetta er allavega næst á dagsskrá.
Theodór minn er alveg byrjaður á leikskóla, litli mömmupungsi minn og gengur betur en ég hélt ehe. Þykist alltaf eiga svakalega bágt þegar mín er að kveðja hann en þetta er allt að koma hjá drengnum, hefur svooooo gott af þessu. Held að mamman eigi meira bágt við þessa breytingu en hann, dóóhh!!
Farin að hlakka mega mikið til næstu helgar, oh mæ god!! Við Skari í aflsöppun og skemmtun alla helgina. Segi frá því síðar........
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mömmuhjartað á alltaf erfitt þegar börnin eiga í hlut. Var í fyrra með yngi prinsinn í aðlögun og hann var bara hissa á því að mamma þyrfti að vera með honum. Þið fjölskyldan eruð öll hetjur í mínum augum.
Bergdís Rósantsdóttir, 27.8.2007 kl. 17:54
Hetjur hversdagsins... Ég ætla biðja fyrir ykkur.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.8.2007 kl. 21:01
Sæl kæra Áslaug
Það er mikið í gangi eins og vant er og ekki gott að henda reiður á hvað er næst. Eru þetta töflurnar sem þú talaðir um nýlega sem gætu gert kaftaverk eða ekkert. Þetta tekur svaka lega á að hafa þennan sjúkdóm á heimilinu og vera stöðugt að upplifa óvissu.
Það besta sem ég hef heyrt lengi er að þið Skari ætlið að eyða helginni saman bara tvö. Guð veri með ykkur öllum. Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 21:15
Hæ elsku Slauga mín..oh hvað ég skil þig,að bíða eftir niðurstöðum er einhver erfiðasti tíminn sem ég hef upplifað,þannig að mikið skil ég ykkur.En þið eruð hetjur í mínum augum og takk fyrir að vera alltaf svona einlæg og heiðarleg,þetta virkar nefnilega fínt ef maður segir bara sína meiningu.En takk fyrir kveðjurnar og ég fylgist vel með ykkur og bið hinn háa herra að gefa ykkur kraftaverk.Þetta er töff og ég held að þetta hljóti að vera það erfiðasta sem nokkur getur tekist á við,það er að horfa upp á börnin sín veik og geta lítið sem ekkert gert,en þið eruð svo dugleg að það er aðdáunarvert..hugsa til ykkar með galopið hjarta og full af kærleika..knús,knús töffarinn
Björk töffari (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 00:50
Góðar fréttir í dag sem er FRÁBÆRT, þó skuggi sé yfir. Ég var pínu hissa að litli kallinn væri að byrja núna í leikskólanum, fannst einhvern veginn hann hefði verið byrjaður fyrr, en aðvitað er hann svo ungur. Skil vel að mamman eigi pínu bágt í þessu. En þessi mamma er sko engin venjuleg mamma og hefur reynt það sem, sem betur fer fáir þurfa að reyna. Þannig að ég spái vel fyrir þessu.
Megi sólin skína á ykkur öll í dag og ALLA daga.
Með kærri kveðju frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.