21.9.2007 | 15:05
Ísland í dag í kvöld-Legoland
Langaði bara að láta ykkur vita en það kemur frá Legolandsferðinni okkar í Ísland í dag í kvöld, endilega horfið. Aldrei að vita að þar leynast viðtöl við einhvern sem þið kannist við .
Þuríður mín er hrikalega slöpp, farin að fá aukaverkanir af þessum ljótu krabbalyfjum. Byrjaði að kasta upp í morgun, vaknaði við það að allt kom útur öll göt hjá henni. Greyjið litla!! Sem byrjuð á öðrum lyfjum núna til að reyna halda þessari ógleði niðri og vonandi mun það eitthvað virka annars kalla bara sterarnir á hana sem við erum ekkert svakalega spennt fyrir. Stúlkan tók tvo dúra fyrir hádegi í morgun þannig þið getið ímyndað ykkur þreytuna hjá minni.
Endilega horfið á Stöð 2 í kvöld, frábær fréttamaður sem kom með okkur í Legoland frá þeirri stöð.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi Áslaug mín, vona að Þuríði komi til með að líða betur miðað við þessar lýsingar hjá þér. Ég fæ alveg í magann við að lesa hversu þreytt hún er blessunin. Það er rétt sem þú segir, oft langar manni til að taka þessar kvalir frá börnunum þegar maður sér þau þjást, úfffff,,,, hræðilegt alveg. En látið ykkur nú líða vel í bústaðnum um helgina, knús
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 15:14
Ég er að horfa akkúrat núna og skrifa þetta samtímis.
Guð hvað þú stóðst þig vel og Þuríður er algjör dúlla
Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.9.2007 kl. 19:00
Hæ hæ vííí hvað þið voruð flott í sjónvarpinu!! Frábært að koma þessu á öllu á framfæri. Gott hjá ykkur og fallegar myndir af ykkur mæðgum!! Algjörar dúllur báðar tvær!
Langar að hvetja alla sem koma hér inn að kveikja ljós fyrir Þuríði !
Með kærleik 4 barna mamman
4 barna mamma (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 19:15
Þið voruð ekkert smá flott í sjónvarpinu í kvöld. Greinilega mikið fjör.
Knús til ykkar allra.
Bergdís Rósantsdóttir, 21.9.2007 kl. 19:33
Ég sá þáttinn og þetta var flott.
Vil bara fá að segja að mér finnst dóttir þín algjör hetja. Það er erffitt að takast á við veikindi sem fullorðin manneskja, en verra örugglega þegar maður er barn og skilur minna hvað er að gerast. Þið eruð í bænum minum alla daga og vona að allt gangi ykkur í haginn.
Einar Lee, 21.9.2007 kl. 19:41
Sá þáttinn og þetta hreyfði heldur betur við manni.......af hverju gerir ríkið neitt að viti í svona málum......ég er reiður.
Ég þekki ykkur ekki neitt en sendi eins mikla jákvæða orku til ykkar og ég get....
Þú stóðst þig vel í þættinum og dóttir þín einnig......
Ég bara skil stundum ekki hvað lítið er gert til að hjálpa fólki.
Einar Bragi Bragason., 21.9.2007 kl. 19:59
Var að horfa á þáttin þið tókuð ykkur vel út eins og venjulega mæðgurnar og meira segja Jóhanna Sig. vitnaði í þig í sínu viðtali á eftir þar sem hún sagði frá að fram hefði komið hugmynd um 80% greiðslu til foreldra langveikra barna eins og í fæðingrorlofi og hvaðan kom hugmyndin nema frá henni Áslaugu frábæru. ( manni finnst maður orðið þekkja ykkur þó svo maður þekki ykkkur ekki neitt ). knús og kram frá mér og mínum hugsa til ykkar á hverjum degi.
kæk kveðja Boston
Boston (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 20:21
Blessuð stelpan komin með aukaverkanir, bið Guð að þær hætti sem allra fyrst. Sá Ísland í dag og það var frábært. Þú varst mjög góð og svo yndislegt að sjá þessar litlu elskur sem eru svo einlæg og þroskuð. Svo var prinsessan í mynd smá stund, fræbært að sjá hana svona glaða. Gleðst líka yfir að Jóhanna ætli að lagfæra klúðrið frá fyrri ríkisstjórn. Tillagan þín er frábær með að hafa reglur Fæðingarsjóðs sem viðmið. Mér finnst að Jóhanna eigi að leggja til slíkt viðmið. Guð blessi ykkur öll Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 21:14
Sæl Áslaug, Óskar og fjölskylda,
flott hjá þér bara þú ert alveg frábært.Ég var að enda við að skr´fa bók á fyrri færslan þín áðan.Ég er mjög reið að þetta kerfi er svo fáranlegt og hvað fólkið er boðin uppá er hreint út satt tilskammar.Það er vonandi að Jóhanna stendur sig nú og fær þennan fáranleg lög breytt og það sem fyrst.Það er hræðilegt að Þuríður er svo veik.Ég er með ykkur í bænum og ég vona að einhver heyrir þeim og veitir henni Þuríði kraftaverk.Eigðu góðan helgi í bústaðinn ,þið eruð öll algjöra hetjur.Kær kveðja Dee
Dolores Mary (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 08:28
Var ekki að sjá þetta með Ísland í dag fyrr en núna, þ.e. laugardagskvöld. Fór strax inná 365, en þar sé ég ekki að ég sé hægt að skoða áður sýnt efni. Skítt.
Finnst hörmulegt með okkar stúlku hana Þuríði þína, vona að það séu byrjunarörðugleikar af nýrri meðferð og svo hristi hún það af sér eins og henni einni er lagið.
Bið svo Guð og englana að fara í húsið ykkar, stoppa nógu lengi og gera þar kraftaverk.
með kærri kveðju
frá Sólveigu.
Sólveig (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 22:03
Sendi ykkur innilegar kveðjur. Fann bloggið meðal þeirra vinsælustu í dag og fór að lesa. Merkilegt, tók nefnilega sérstaklega eftir þér í þættinum í gær og þú náðir að hreyfa við mér. Einnig litlu bræðurnir sem áttu systur sem hafði verið mikið veik. Ég varð klökk. Ég varð líka hrifin af Jóhönnu, oft hefur hún gagnrýnt að ekki skuli vera meira gert, nú er hún í aðstöðu til áhrifa. Skilingur hennar á aðstæðum fólks í þessari stöðu skein í gegn og ég trúi að nú muni eitthvað gerast...............það er von.
Kristjana Bjarnadóttir, 22.9.2007 kl. 22:06
Sá ekki þáttinn í gær en er búin að horfa á hann á visir.is, hann er þar á vef tv undir dagsetningunni 21 sept (fyrir þá sem eru að leita að þættinum) er búin að kveikja á kerti fyrir litlu hetjuna, mínar baráttukveðjur, Ágústa
Ágústa (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 00:18
Var að sjá þetta á netinu- til hamingju þú stóðst þig frábærlega og ég verð að segja að Jóhanna hljóðaði mjög sannfærandi. Hún talað um að þetta sá jafnvel brot á jafnræðisreglunni og þá segi ég nú að þá hljóta þér að greiða afturvirkt- að öðrum kosti gætuð þið stefnt þeim - eða hvað??? Gangi ykkur sem allra, allra best og guð veri með ykkur
Þórdís tinna (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.