24.9.2007 | 10:25
Sefur einsog ungabarn
Þuríður mín sefur í orðsins fyllstu merkingu einsog ungabarn þessa dagana, hún tekur sér 2-3 dúra yfir daginn og þeir eru minnst tvo tíma í einu. Hún er einmitt núna að taka morgundúrinn sinn en var sofnuð um níu en var vöknuð rúmlega sjö en orkan hennar endist mest í þrjá tíma. Hún fór í sjúkraþjálfun í morgun en hafði nú enga orku í það en var pínd í 20 mín en tíminn hennar á að vera í klukkutíma en það var ekki hægt að pína hana lengur þar sem hún var að sofna standandi. Hún er sko ekki í leikskóla-standi þessa dagana enda finnst mér líka betra að hún hvíli sig í mömmukoti þó það fari ekkert illa um hana á leikskólanum en þá er óþarfi að láta hana sofa þar þegar hún getur verið heima hjá mér. Þetta eru sem sagt mjöööög erfiðar dagar hjá henni, þreytan er svoooo mikil að hálfa væri miklu meir en nóg en hún veit samt alltaf þegar líkaminn getur ekki meir því þá biður hún mig um að koma með sér uppí rúm og vill láta mig halda í hendina sína eða utan um sig sem maður að sjálfsögðu gerir enda er það besta í heimi að hjúfra sig að börnunum sínum og sofna með þeim.
Við áttum æðislega helgi í hvíldarbústaðnum hjá Styrktarfélaginu, fórum ekki úr náttgallanum eheh!! Kíktum nú aðeins í pottinn, þeim fannst skemmtilegast að fara á föstudagskvöldið í pottinn þegar það var orðið dimmt og við vorum að horfa á stjörnurnar. Þau eiga nefnilega öll eina stjörnu og finnst svo gaman að leita að henni og tala um ömmu Jó sem er að passa englana hjá guði einsog þau orða það.
Á sunnudaginn fórum við svo á Stokkseyri á svo kallaða kartöflukeppni fjölskyldunnar, nú eru ö-a allir "hmm kartöflukeppni?" eheh. Jamm hún fellst í því að allir fjölskyldumeðlimir frá ömmu og afa og niðurúr eða þeir sem skrá sig í keppnina koma í garðinn að vori og allir setja niður eina kartöflu og svo að hausti taka allir upp sína uppskeru sem við gerðum í gær. Svo er keppni hver fær stærstu uppskeruna og stærstu kartöfluna, allt er vigtað vel og vandlega og stórglæsileg verðlaun fyrir þetta. Það er alltaf mikil stemmning fyrir þetta og okkur finnst þetta æðislega gaman, hvað þá börnunum. Við vorum svo heppin með hana Þuríði mína en hún hafði að leggja sig fyrir keppnina og var hress og kát yfir það allt saman, naut sín í botn en um leið og við settumst uppí bíl rotaðist stelpan. Hún var líka svo heppin einsog þið sáum á færslunni á undan en þá fékk hún medalíu en hún var í öðru sæti með næst þyngstu kartöfluna ehe, svaka stuð!! Reyndar fá öll börnin verðlaun en ekki hvað.
Hérna er mynd af krökkunum mínum með kartöfluafraksturinn sinn, svakalega stollt af honum:
Meira af henni Þuríði minni en það sló algjörlega á ógleðina þegar hún fékk ógleðislyfin sín, sem betur fer. Þannig núna sýnir hún ekki fleiri aukaverkanir af nýju krabbalyfjunum sínum en við förum með hana í blóðprufur á fimmtudaginn og vonandi stendur bara allt í stað þar, þar að segja engar lækkarnir á blóðinu og þess háttar. Við eigum líka að fá svör frá Boston í þessari viku eða doktorinn okkar vonaðist eftir svörum frá þeim í lok vikunnar, reyndar erum við ekkert bjartsýn á að þeir vilja eða þora gera eitthvað meira fyrir hana útaf síðustu myndatökum. Erum líka að bíða eftir svörum frá Svíþjóð og Washington en myndirnar af höfði hennar voru sendar útum allt enda erum við heldur ekki fólk að gefast upp hvað þá læknarnir okkar.
Mér gengur svakalega vel í fjarnáminu mínum, vissi eiginlega ekki að ég væri svona klár ehe!! Ætla mér að fara reyna mæta almennilega í ræktina ef líkaminn bíður uppá það en grindin er hrikalega erfið að kljást við, aaaaaaaaaaaarghh!! En ég veit hvað það gefur manni mikið að hreyfa sig, þá líður mér líka aðeins betur en venjulega en það tekur ofsalega á að horfa uppá hana Þuríði mína svona og líka bara hugsa um framtíðina.
Þuríður mín sefur enn vært þannig ég ætla að reyna læra smá áður en hún kemur fram og biður um mat ehe litla matargatið mitt.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hef ekki verið dugleg að kommenta hjá ykkur en fylgst með samt, vona sannarlega að allt gangi eins og best verður á kosið, já og til hamingju með 2 sætið í kartöflukeppninni, skemmtilegur siður
Guðrún Jóhannesdóttir, 24.9.2007 kl. 10:36
Ég les síðuna þína allavega einu sinni á dag stundum oftar. þið eruð svo frábær og einlæg að það er stundum alveg ótrúlegt. Gangi ykkur vel í baráttunni þið eruð svo frábær. ég knúsa börnin mín helmingi meira eftir að ég fór að lesa þessa síðu. Því að lífið er svo óútreiknanlegt.
kosssssar og knús kv Birna
Birna (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 11:23
Góðan daginn kartöfluhetjur
Þuríði líður vel nema að hún sefur og sefur. Er ógleðilyfin kannski að svæfa hana svona, það er það fyrsta sem kemur í kollinn minn. Ég er svosem ekki læknir, en einhvernvegin finnst mér að það sé verðið að láta hana sofa svo batinn gangi betur. Þið fyrirgefið framhleypnina, en ég fæ stundum svona hugmyndir og þetta er ein af þeim
Ef ég væri Þuríður þá vildi ég miklu frekar sofa í mömmukoti, en í leikskólanum. Getur verið að hávaði þeyti hana. Þegar kollurinn er annarsvegar þá er svo margt sem fer úr lagi. Ég hef smá reynslu af "rugluðum" kolli eftir heilablæðinguna mína 1997. Hávaðinn var eitt af því sem gerði mig þreytta fyrstu mánuðina á eftir.
Nóg af veikindatali. Til hamingju með kartöfluverðlaunin og takk fyrir myndirnar, þær eru fallegar og sýna svo vel þessi bráfallegu börn. Mikið er Theodór stoltur með sína uppskeru og Oddný ekki er hún minna montin. Það er eins og alltaf, maður sér þau varla en horfir þeim mun meira á Þuríði. Guð blessi ykkur öll. Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 11:24
Hæ elsku Slauga mín...það er svo erfitt að vita til þess að litlu hetjunni okkar líður ekki nógu vel og að þreytan er ríkjandi hjá henni.Vanmátturinn sem maður upplifir er mikill.Eina sem ég get gert er að biðja þann algóða að leiða hana áfram og ykkur öll.Gott að þið áttuð góða helgi og náðuð að næra sálina aðeins fyrir komandi viku.Cool kartöflukeppni...aldrei heyrt um svona,en þetta er frábært og öðruvísi.En eigið þið góðan dag..knús
Björk töffari (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 11:25
Leit bara við, ekki nógu gott ástandið en þú eins og alltaf "ÓTRÚLEG" með mjög jákvæðum formerkjum.
kær kveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 15:06
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.9.2007 kl. 18:48
OOO manni langar nú bara í svona nýjar kartöflur sem maður hefur tekið sjálfur upp. Knús til ykkar allra
Bergdís Rósantsdóttir, 24.9.2007 kl. 21:39
Halló kæra fjölskylda;o)
Ég kíkka reglulega á ykkur (er ókunnug) og dáist af þrekinu ykkar í þessu erfiða ástandi....það er ekki hægt að ímynda sér hversu erfitt þetta er, ég á sjálf 2 frískar dætur og þakka fyrir það.
Ég vona að Þuríði þinni fari að líða betur litla skinninu....þú ert alger súper-mamma....með svona lasið barn, tvö önnur lítil og í skóla úfff....ég bara svitna ;o)
Gangi ykkur vel ég held áfram að kíkka á ykkur.
Kveðja Katrín.
Katrín (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.