Leita í fréttum mbl.is

Andlega þreytt

Loksins þegar Theodór minn er farinn að sofa á nóttinni þá á ég ofsalega erfitt með að sofa, hef alltof miklar áhyggjur af öllu og það er alveg að fara með mann.  Fékk hræðilega martröð í nótt og gat varla fest svefn eftir það.  Þuríður mín er þreytt og vill að mamma sín liggi sem fastast við sig og haldi í hendina sína.  Mér finnst ofsalega gott að fara með henni inní herbergi á kvöldin og á daginn og kúra með henni, við liggjum nefnilega alveg þétt uppað hvorannarri og það er bara yndislegast.  Vefjum okkur inní fjagra fjaðra sængina mína eheh og sofnum saman, finnst það æði en er samt svo illt í hjartanu að horfa á hana, er alltaf svo illt í höfðinu og grætur svo sárt.  Hrikalega erfitt.

Mér hefur verið boðnar vinnur uppá síðkastið sem mér fannst æði, ekki bara ein og verð hrikalega stollt því önnur tengist náminu mínu og vera komin með vinnu sem ég gæti hugsað mér að gera að mínu framtíðarstarfi og varla byrjuð í náminu mínu.  Meira að segja gamall yfirmaður minn hafði samband við mig og bauð mér starf hjá sér, hvursu betri meðmæli gætiru fengið?Tounge  Mig hefur lengið langað að fara aftur á vinnumarkaðinn ekki bara peninga vegna heldur líka heilsunnar vegna, það er alltof erfitt að vera kippt svona útur öllu bara alltíeinu og umgangast ekki mikið af fólki.  Ég veit að það bjargar heilsunni hjá Skara mínu að geta "gleymt" sér aðeins í vinnunni en því miður hef ég ekki það tækifæri.  Ég mun ekki geta tekið þessum vinnum því ég þarf að vera til staðar fyrir Þuríði mína, hún á erfitt og getur ekki sinnt leikskólanum sínum 100% og ég held líka að ég hefði ekki taugar í það að vera með Þuríði mína heima og vera með það á herðunum að geta ekki mætt í vinnuna og verkefnin hlaðast þar bara upp.  Einsog ein mamma sagði í myndinni "Lion in the house" þá getur vinnan bara beðið, heilsu barns míns met ég meira og ef mér ætlað eitthvað af þessum vinnum sem mér hefur verið boðið þá veit ég að þær munu bíða mín síðar.

Mér gengur svakalega vel í (fjarnáminu)skólanum, loksins þegar ég hef góða ástæðu fyrir því að ganga kanski ekki vel þá gengur mér hrikalega vel ehe!!  Í gamla daga þegar ég var í skóla hafði ég varla á samviskunni að læra ekki heima og hafði ekkert endilega góða ástæðu fyrir því að læra ekki en núna er ég þvílíkt samviskusöm og fæ bara gott fyrir öll verkefnin mín.  Ef ég fæ sjö eða meira þá verð ég sátt og ég er miklu meir en sátt, fékk reyndar "bara" níu fyrir stærðfærðiverkefnið mitt í gær og var eiginlega ekki sátt því ég hélt að ég myndi fá 10.  Hmmm!!  Hvenær hefur það ske?  Aldrei.  Kennarnir eru meira að segja farnir að bjóða mér aukaverkefni því ég er svo dugleg, mhoohoho!!  Aldrei skeð.  Mér finnst nefnilega mjög gott að geta gleymt mér í lærdómnum sérstaklega á kvöldin þegar börnin eru sofnuð því mér finnst svooo leiðinlegt að horfa á sjónvarpið nema uppáhaldið mitt Greys anatomy sem fer alveg að byrjaLoL.  Ég hef líka alltaf verið svo fljót að gefast upp, ef ég sá eitthvað sem ég gat ekki þá bara "damn alltof erfitt og ég get ekki lært þetta" en auðvidað getur maður það ef viljinn er fyrir hendi.  Einsog þegar ég byrjaði í skólanum í bókfærslunni, horfði ég fyrst á hana og hugsaði með mér að þetta væri alltof erfitt og ég gæti þetta ö-a aldrei en neinei ég er svo dugleg að sá kennari er að bjóða mér aukaverkefni ehe!!  Ég get, ég ætla, ég skal!!

Helgin pökkuð af skemmtilegum hlutum, sund, matarboð, morgunkaffi-boð og knúsa öll börnin mín fast og vel og segja þeim einsog ég geri á hverjum degi "ég elska ykkur". 

Þykir vænt um ykkur líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða helgi fallega fjölskylda og allir englar vaki yfir ykkur.

Langar svoooo að biðja alla sem koma hér við að kveikja á kerti fyrir Þuríði....ALLIR

með kærleik 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 09:44

2 identicon

Hæ Áslaug, þetta með svefninn þinn. Ég kannast við þessa svefn óreglu, er rétt ný farin að getað sofið eftir tæp 3ja ára óreglu á svefni út af minni yngri dóttur. En það hefur tekið mig ca 6 mán að ná mínum svefni í lag eftir að hún fór að sofa loks.

Þetta kemur allt með tímanum, en það er auðvitað erfiðara þegar þú ert líka að glíma við áhyggjur af Þuríði líka. Vona svo innilega að Þuríði takist að vinna á þessu, ég dáist að þessu barni sem þið eigið. Gangi ykkur vel og knús á ykkur öll

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 10:14

3 identicon

Elsku Áslaug,nú fer ég bara að þrífa,skúra og gera bara eitthvað,eftir að vera búin að lesa bloggið þitt,þú ert alveg ótrúlegt elemennt af orku og útgeislun rosa dugleg ,ég er svo stollt af að þekkja þig(á blogginu)þú gefur svo mikið af þér,hvergi hægt að finna það að þú sért þreytt góða mín,mundu allir verndarenglar heims sitja á öxlum þínum biddu þá um að sjá um allar áhyggjur fyrir þig, vertu viss þú sefur betur í nótt góða helgi elsku fallega fjölskylda.Kv.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 10:25

4 identicon

Elsku Áslaug mín...þú ert alltaf jafn ótrúlega dugleg og ég dáist af þér í hvert skipti sem ég les bloggið þitt.Vona að þið eigið dásamlega helgi fyrir höndum og ég bið þennan algóða að vera með ykkur og lofa nú Þuríði að vera verkjalaus,þessari litlu hetju sem ég dáist af...baráttukveðjur

Björk töffari (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 10:32

5 identicon

Kæra Áslaug.....það er oft erfitt að lesa bloggið þitt......mikið held ég að þetta sé erfit.....það er ekki hægt að ýminda sér að vera í þessum sporum, mér finnst þú og Skari þinn algerar hetjur og auðvitað þið öll í famelíunni

Góða helgi....kv Katrín.

Katrín (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 11:03

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

hugsa til ykkar og sendi ykkur ljós.

Gaman að heyra hve vel námið titt gengur, stolt af tér :)

Skagakveðja 

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.10.2007 kl. 11:37

7 identicon

Ég dáist að dugnaði ykkar!

Hef ekki kommentað áður hér en fylgst með í töluverðan tíma.

Baráttu og batakveðjur!!!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 12:11

8 identicon

Svo segist þessi vina vera andlega þreytt sem er SANNARLEGA ekki skrýtið því eins og þú segir sjálf þá getur engin imyndað sér hvað þetta er erfitt, ég held þó samt, því mig undrar á hvað þú getur þó gert ég held nefnilega í þessari ungu konu reynist stór ögn af kjarnorku, hún er sko að: no 1. hugsa um hana Þuríði sína, hugsa um hin börnin sín og Skara sinn, hugsa um heimilið sitt sem er mikið verk með 5 manns, farin í nám, reyna að rækta sig og svo heldur hún að hún geti kannski líka farið í vinnu, en finnst ekki öruggt að hún gæti alltaf mætt.

Ég dáist endalaust að þér Áslaug og bið góðan Guð að hugsa um þig og þína og gefa þér áfram einn og einn dropa af kjarnorku svo þú getir haldið áfram á þessari braut.

Með kærri kveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 14:07

9 identicon

knússssssssssssssssss.................

Guðrún ( boston) (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 15:00

10 identicon

Kæra 'Aslaug til hamingju með námsárangurinn þú ert alveg ótrúlega dugleg manneskja ég dáist alveg endalaust af þér svo finnst mér alveg yndislegt og kannski lýsa þér best að þegar þú skrifar um börnin þín og hann Skara þinn að þá skrifar þú alltaf minn og mín ss.hún Þuríður mín hún Oddný mín osfrv. Þú ert bara frábær.

ókunnug frá Eyrarbakka (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 15:33

11 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég les allar færslur sem þú skrifar en hef því miður ekkert að segja.
Ég dáist af dugnaði ykkar.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.10.2007 kl. 15:40

12 identicon

þið eruð alltaf í bænum mínum. Þvílíkar hetjur sem þið eruð. Megi góður Guð vaka yfir ykkur.

kv. Inga Birna

Inga Birna (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 17:16

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Medi Guð og Guðsenglar veita ykkur styrk og von um betri dag.kv.linda l hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.10.2007 kl. 18:28

14 identicon

Þú ert indisleg ,

                        líka skari og börnin .Eigðu frábært helgi og áfram með þessu glæsileg áfangi í skólanum þú ert frábær.Kær kveðja Dee

Dolores Mary (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 20:41

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

megi Englar alheims vera með ykkur og styrkja og hjálpa eftir Guðdómlegum lögum og reglum.

AlheimsLjós til þín og ykkar

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 21:05

16 identicon

Ég skil svo óskaplega vel að þér gangi illa að sofa. Þegar sá gállin er hjá mér, fer ég í huganum út á pall og sest í huglægan stól, vef mig í teppi og slaka vel á. Þetta dugar oftanst og ég skal senda þér svona huglægan stól, ekkert mál. Mikið er frábært að þér sé boðin vinna og ég er svo sem ekki hissa, ef ég væti með fyrirtæki og vantaði dugnaðarfork í vinnu, þá værir þú inn í myndinni. Skólastúlkan bara dugleg, hún bítur líka á voöuna í myndinni sem þýðir, ég skal. Guð blessi ykkur og sendi Þuriði bata, fullt af bataFríða

Fríða (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 23:29

17 Smámynd: Þórunn Eva

Þú ert svooooo dugleg sæta mín...... :)

já jiiii grey´s anatomy vá ég get ekki beðið heldur híhíhíhí.... :)

hafðu það gott í mararboðum og fleira um helgina sæta mín :) koss og knús... sjáumst hressar og kátar sem allra fyrst er þaggi díll.... ???? 

Þórunn Eva , 6.10.2007 kl. 09:45

18 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Var að fikta og þá kost ég að því að með innskráningu get ég sýnt mitt rétta andlit. Hef alltaf viljað sjást og ekki fara "huldu höfði"

Guð veri með ykkur öllumFríða 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.10.2007 kl. 10:17

19 Smámynd: katrín atladóttir

ánægð með attitjúdið gagnvart skólanum!

djö ertu að massa þetta snillinn þinn:)

katrín atladóttir, 6.10.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband