Leita í fréttum mbl.is

Þykjumst vera eðlileg,

en samt er það svo fjarri lagi.

Lyfin farin að virka á mig þar að segja á nóttinni, vakna ekki jafn oft og ég gerði en er bara í staðin endalaust yfir daginn og ég veit eiginlega ekki hvort er betra?  Börnin öll alltaf uppí hjá okkur, þó mér finnist ofsalega gott að kúra með þau hjá mér en þá finnst mér líka alltílagi að sleppa því og fá mitt pláss í rúminu eheh!!  Við erum með 193cm rúm og ég hélt að það myndi duga fyrir okkur en  það gerir það víst ekki þegar maður fær þrjú stk í viðbót.  Svo verður maður alveg lurkulaminn eftir nóttinni því þessi börn taka helmgina meira pláss en maður sjálfur og sérstaklega þegar dætur mínar þurfa að liggja sem fastast við mig.  Oh mæ!!  Alltaf að reyna ýta þeim nær Skara en alltaf koma þær aftur og kúra sem fastast eheh.  Yndislegar samt!!

Tvær vikur í næstu myndatökur hjá hetjunni minni eða 13.nóv og kvíðin er alveg að gera mig brjálaða.  Hnúturinn er svo stór að hálfa væri miklu meir en nóg.  Máttleysi er farið að bætast við með öllu hinu, aaaaaaaaargghhh!!  Svimar ekki jafn mikið og ég gerði en fæ bara kvíða, máttleysi og lystarleysi á móti.  Ekkert mikið betra skal ég segja ykkur.

Ég var líka að fatta (dáltið sein) að ég held að það sé best að gera eitthvað fyrir okkur Skara þegar það kemur svona rólegheitatími hjá hetjunni minni því þá kemur mesta þreytan, kvíðin og allt þetta sem ég hef sagt ykkur frá og svo skammast maður sín fyrir að líða svona illa útaf þessu öllu.  Oft þegar það hafa komið erfiða tímar hjá henni höfum við skroppið í burtu frá öllu og kúplað okkur aðeins út sem hefur gefið okkur endalaust mikið en þá held að það sé miklu betra þegar það koma svona rólegheitatímar.  Hitt er alls ekki slæmt, held bara að það sé meiri þörf fyrir það einsog núna.  Þannig núna læt ég mig dreyma um Mexíco á einhverri fallegri strönd með sólarolíuna í annarri og bjórinn í hinni (þó mér finnist hann ekkert lengur góður en þá yrði hann ö-a góður þarna ehe). Hmmm ekki slæmt.  Verst að mamma og pabbi eru ekki að fara neitt því þá hefðum við fengið að fljóta með thíhí því ekki geta þau ferðast ein.  Leiðinlegt eða þannig.

Þuríður mín er ágætlega hress, reyndar finnst mér hún vera eitthvað þreyttari en vanalega og þá fer maður strax að hafa áhyggjur.  Aaaargghhh!! 

Æjhi ég hef varla orku í meira í dag, hrikalega máttlaus eitthvað en ætla samt að drífa mig í ræktina í kvöld og ath hvort ég hressist ekki eitthvað við.  Þarf líka að huga að síðasta verkefninu mínu þessa vikuna sem ég er eftir að skila og pakka inn jólakortum fyrirGrin.  Endilega pantið þessi fallegu jólakort sem þið getið séð hérna www.skb.is og það er heimsendingarþjónsta fyrir þá á höfuðborgarsvæðinu,

Knús til ykkar.
Slauga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús á þig og þína sömuleiðis,þekki þig ekkert einsog svo margir aðrir sem hér lesa en fylgist með á hverjum degi. Svo ég bara þakka þér fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.

Gangi ykkur endalaust vel.

kv Jóhanna 

Jóhanna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 13:00

2 identicon

Langaði bara að hvetja þig í að gefast ekki upp, veit það er auðveldara sagt en gert en ég trúi svo óendanlega á ykkur öll. Hefur þú spáð í hvort þig vanti járn?? Það er mjög þekkt vandamál hjá konum sem fara að æfa eins mikið og þú virðist vera að gera að járnið gjörsamlega hrinur og þá er svimi,máttleysi,þreyta og sjóntruflanir og flr. sem koma fram, ættir að ath það því nóg að hafa kvíðan ef hitt gæti lagast eh :-) Gangi ykkur vel.

kv ia

iris Eiriksdottir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 14:25

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

það er fyrsta skrefið að sofa aðeins betur. Róm var nú ekki byggð á einni þú mannst.. Gott að láta sig dreyma um frí með Skara og enn betra að láta það gerast. Þið eru svo sannarlega í MIKILLI þörf fyrir hvíld og frí frá veikindavaktinni. Nú eru allir fingur krossaðir fyrir þann  13. og myndatökuna. Guð blessi ykkur öllog sendi Þuríði fullt fullt fullt af bata.Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.10.2007 kl. 16:10

4 Smámynd: Elsa Nielsen

take care :)

KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 31.10.2007 kl. 16:15

5 identicon

Elsku Áslaug...vildi bara senda þér og þínum baráttuknús og guð veri með ykkur elskurnar...

Björk töffari (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 16:32

6 identicon

Kæra Áslaug, við þekkjumst ekki en ég hef verið að lesa bloggið þitt að undanförnu og fannst nú bara kominn tími til að kvitta fyrir. Það er ekki hægt annað en að dást að dugnaði þínum og endalausri jákvæðni þrátt fyrir ykkar erfiðu aðstæður og ekki er auðvelt að setja sig í ykkar spor en ég hugsa daglega til ykkar og sendi ykkur góða strauma með von um betri líðan hjá Þuríður Örnu og ykkur öllum. Kær kveðja,

Elísabet (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 17:34

7 Smámynd: Þórunn Eva

hæ sæta :)

jamm kannast við þetta plássleysi hehhehehe sama hvað rúmið er stórt :)

 takk fyrir kvittið í gær sæta :) ætlarðu á jólahlaðorð TBR ????

koss og knús sæta mín og vonandi getur þú aðeins slakað á áður en hún fer í myndatökurnar... :)

þín vinkona....

Þórunn Eva , 31.10.2007 kl. 18:24

8 identicon

Knús tilbaka elskan.

Maríanna (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 19:15

9 identicon

Sæl Áslaug. Ég les bloggið hjá þér nánast daglega og þú hefur kennt mér mjög mikið um æðruleysi og ég dáist mjög mikið að hugrekki ykkar. Smá kvatning frá mér að halda áfram að vera svona dugleg:) Kær kveðja Þórunn

Þórunn(ókunnug) (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 20:16

10 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ sæta :) jamm það er 8 des...

já ég ætla sko að versla jólagjafirnar og á mig og js díses.... :) takk fyrir sæta kveðju sæta mín og vonandi hittumst við svo sem allra fyrst :) miss ya.. :) 

Þórunn Eva , 31.10.2007 kl. 20:40

11 identicon

Eins yndislegt og það er þá getur það verið svolítið lýjandi til lengdar að vera alltaf með þessar elskur uppí Vonandi fer eitthvað að virka fyrir þig svo að þú getir farið að slappa af....

Þið eruð öll ótrúlega dugleg og eigið allan heimsinns heiður skilið

kv. Steinunn

Strunsa (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 20:41

12 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Sendi fullan stóran poka af knúsi og góðum óskum til ykkar héðan úr snjónum. Það er sko ALVÖRU jólasnjór!! Trjágreinarnar þungar af mjöll og allt! Fallegt er það en kalt! brrrrr

Guð blessi ykkur.

Ylfa Mist Helgadóttir, 31.10.2007 kl. 21:59

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

knús og enn meira knús af skaganum.

Sendi ykkur ljós og orkustrauma. 

Guðrún Jóhannesdóttir, 1.11.2007 kl. 00:19

14 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

KNÚS KNÚS KNÚS KNSÚS of aftur Meira KNÚS

Einar Bragi Bragason., 1.11.2007 kl. 00:44

15 identicon

Kæra Áslaug, Takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með þér og þinni fjölskyldu, sem mér finnst aðdáunarverð í alla staði. Þið eruð ótrúlega sterk og yndislega góð og heilbrigð í alla staði. Ég hef fylgst með ykkur lengi þó ég hafi aldrei kvittað fyrir mig áður  og óska ykkur og ekki síst Hetjunni ykkar sem alls hins besta. Knús Helena

Helena (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 00:49

16 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Það er alltaf svo gott þegar krílin koma upp í.  Samt betra þegar þau sofa í sínu rúmi.

knús og kram

Bergdís Rósantsdóttir, 1.11.2007 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband