1.11.2007 | 19:52
Leiðrétting af grein úr Ísafold
Þegar við fórum með styrktarfélaginu í Legoland komu ágætis blaðamenn frá Ísafold með í för og þeir gerðu smá grein um þessa ferð sem er í nýjasta tölublaðinu. Þar birtist ein mynd af mér og hetjunni minni sem er kanski ekki frásögufærandi en svo kemur smá texti með myndunum. Mig langar að taka það fram að þetta er ekki viðtal við mig, þessu ágætis blaðamenn tóku ekki viðtal við mig í ferðinni þó það sé birt einsog það hefði verið viðtal við mig. Þannig þetta er ekki rétt sagt sem er í textanum finnst það dáltið leiðinlegt því það var aldrei rætt við mig um þessi mál. Þetta er nú ekki mikið mál en finnst bara leiðinlegt þegar einhver frétt birtist og er ekki alveg rétt sögð og ekki einu sinni viðtal við einsog það væri hægt að lesa úr greininni.
Engar sérstakar fréttir í dag, bara þreytt og langar uppí rúm að sofa.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
30 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kveðja með von um að þú getir farið í þitt ástkæra rúm að sofa.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 20:00
Já það er því miður oft sem þarf að leiðrétta fréttir og tekst ekki alltaf. Sofðu velGuð blessi ykkur öll og sendi Þuríði bata Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.11.2007 kl. 23:02
Ég er ein af þeim sem fylgist með baráttu ykkar og vil bara segja varðandi bloggið þitt, þið eruð alveg einstök fjölskylda og eruð öll að upplifa það sem við hin getum ekki einu sinni ímyndað okkur. Allt sem þú tjáir þig um finnst mér svo sanngjarnt og satt og það sem þú skrifar frá degi til dags er svo einlægt að stundum finnst mér að ég hreinlega þekki ykkur.
Upplifun þín sem móður og mannsins þíns sem föður er auðvitað ein allsherjar martröð. Yngri systkinin eiga einnig bágt því sannarlega vilja þau eiga sína stór systur í friði fyrir sjúkdómum og sorg ásamt því að þurfa sína óskiptu athygli bara fyrir það að vera það sem þau eru, án tillits til einhvers sem þau engan vegin geta skilið. Fjölskyldur ykkar og vinir þjást með ykkur og biðja fyrir litlu hetjunni og þó að ég sé ókunnug, geri ég það líka.
Allar mínar bænir eru til ykkar og litlu hetjunnar og ég dáist að því hvernig þig hafið komist í gegn um þessa tíma án þess að bugast.
kær kveðja, U. Ókunnug.
Ókunnug (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 23:21
Sæl elsku stelpa,
Mikið ofboðslega finn ég til með þér þessa dagana. Þetta er alveg hrikaleg barátta sem þið eruð stödd í , og það er ekkert skrýtið að heilsan þín sé farin að finna á því. Ég dáist samt að þér og hreinskilninni þinni... ég veit nefnilega alltof vel hversu erfitt það er að tala um akkúrat þessa hluti. Það að þú sért að bera þetta upp á yfirborðið er hetjuverk í sjálfu sér. Það er rosa klisjukennt að ætla að fara gefa þér ráð... enda finnur maður best út sjálfur hvað það er sem manni vantar. Ég fæ tár í augun við tilhugsunina að það eina sem þig vantar fyrir þig er lækning fyrir Þuríði. Það er þyngra en tárum taki. En í guðanna bænum reyndu eins og þú getur að njóta litlu augnablikana, leyfðu þér að finna fyrir sálarró á góðu stundunum í stað þess að kvíða verri tíma. Það breytir ekki framtíðinni að lifa ekki í nútiðinni, og ég er alls ekki að segja að þú verður bara að taka "kæruleysið" á þetta.... heldur bara að leyfa þér að brosa og anda léttar þegar vel gengur:) Ég vona að ég sé að hjálpa, frekar en að gera þér lífið erfiðara. Ég heyri á blogginu þínu að þú gætir ekki verið heppnari með maka, og mikið er ég ánægð fyrir þína hönd. Það er ekki hægt að segja annað en að þið séuð alveg hrikalega óheppin.... en fyrst þetta varð að gerast hefði Þuríður ekki geta fengið betri foreldra. Ég hreinlega dáist að ykkur öllum, litlu hetjunum ykkar þremur líka.
Vertu sterk, og líttu aldrei á líðan þína sem veikleika... tilfinningar þínar eru réttmætar, og enginn hefur rétt til að dæma þig fyrir þær. Reyndu bara að leyfa þeim ekki að eignast þig, ef þú skilur hvað ég á við. Skildu þær eftir einhversstaðar annarsstaðar þegar þú ert að slaka á og njóta fjölskyldunnar, svo getur þú tekið þær upp aftur þegar á við.
Nú er ég hætt að predika. Gerðu það sem þú vilt við þessum ráðleggingum:) Þær eru sko ekki heilagar:) En ég vil vel...
Þið eruð í bænum mínum
odda
Odda (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 00:20
Kæra Áslaug.....
Það er greinilegt að þú ert sprungin núna, þreytt og undin eftir mikið álag....úfffff ef maður gæti bara ráðlagt þér og hjálpað til :/
Farðu bara upp í rúm og reyndu að hvíla þig.....gott ef þú ert farin að geta sofið. Ég hugsa til ykkar og sendi góða strauma;o)
Knús á ykkur, kv Katrín.
Katrín (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 06:53
Vil bara senda ykkur STÓRT KNÚS.Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.