Leita í fréttum mbl.is

Myndir

PA297438


PA297437
Þessar tvær myndir eru af henni Oddnýju Erlu minni sem var alveg búin eftir daginn, hún neitaði samt að vera þreytt og vildi sko ekki fara uppí rúm að sofa eheh!!  Hún var alveg ólm í að teikna áfram því hún var sko ekki þreytt.  Dúlla!!

PA317451
Hérna eru svo fallegustu systurnar.  Algjörar snúllur. Þuríður Arna mín er komin með svooo mikin lubba að hálfa væri miklu meir en nóg og hún er líka svo glöð með það því núna getur farið að vera með teygju einsog Oddný (segir það sjálf).  Svo hárið líka farið að koma á hliðunum sem við vorum farin að halda að kæmi ekki aftur þannig um jólin verður hægt að setja almennilega teygju í hana þannig að maður sé ekki að reyna fela einhverja skallabeltti á hliðunum eftir geislana.  En einsog einsog við höfum alltaf sagt þá er það nú ekki það versta ef þetta hár hefði ekki komið, alltaf hægt að fela það með síðu háriSmile.

Langaði nú bara að láta vita af mér, hef lítinn áhuga að setjast niður við tölvuna og skrifa en hafði samviskubit að skrifa ekkert.  Manni líður hálfömurlega og finnst allt hundleiðinlegt og erfitt, allt svo ósanngjarnt.  Er að reyna vera glöð og hress en það gengur hálf erfiðlega.  Við fjölskyldan fórum í bíó í dag og þar skemmtu sér allir geggjaðslega gaman, stelpurnar elska bíó.  Ætluðum reyndar líka að fara í keilu og ath hvernig þau myndu fíla það en sumir voru orðnir of þreyttir í það þannig kanski við kíkjum þangað á morgun fyrir badmintonæfingu krakkana, aldrei að vita?

Viti menn, mín kíkti líka í kringluna og keypti sér einhverjar tuskur og skó fyrir afganginn af afmælisgjöfunum sem ég fékk síðan í júní.  Hmmm held að það sé ö-a met hjá manneskju að vera svona lengi að eyða gjafabréfum, var aðeins að reyna lyfta mér upp enda allt orðið frekar tussulegt sem ég á.  Ótrúlegt hvað það gefur manni að kaupa sér eitthvað nýtt.Happy Enda tími til komin, kaupi mér nefnilega aldrei neitt.  Ótrúlegt en satt!!

Jæja við fjölskyldan vorum að taka okkur video þannig ég ætla að leggjast uppí sófa með tærnar útí loftið og horfa á eitthvað skemmtilegt.  Oddný mín Erla er líka að segja mér að drífa mig úr tölvunni því henni langar að gera stafina.

Takk kærlega fyrir öll fallegu e-mailin sem þið hafið verið að senda mér, sorry að ég hef ekki svarað þeim öllum en ég hef bara ekki haft orku í það en mér þykir samt ofsalega vænt um þau.  Gott að vita að svona margir ókunnugir hugsi svona fallega til manns.  Þið eruð yndisleg.

Knús til ykkar allra.
Slaugan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Megi guð og guðsenglar veita ykkur styrk von og  trú  alla daga og nætur elsku fjölskylda og megi helgin vera ykkur góð.kv Linda og co.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.11.2007 kl. 20:40

2 identicon

Sendi ykkur alla mína verndarengla, ykkur til stuðnings.

Jóhanna Hallbergsd (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 21:50

3 identicon

Ég var að horfa á augun og andlitið á systrunum og ef eitthvað er að marka þessar myndir eru þær ekki bara fallegar, heldur eru augun í þeim ofboðslega og óvenjulega falleg líka.

Sendi ykkur öllum heilan her af englum og bið svo Guð sjálfan að vera með ykkur öllum og kveiki á kærleiksljósi fyrir alla fjölskylduna.

með kærri kveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 22:02

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Elsku Slauga mín. Þú þarft ekkert að vera hress okkar vegna sem lesum þig. Hér er einmitt staðurinn fyrir þig að blása svo að þér gangi sem best að vera hress og kát með krílunum þínum frekar! Við þolum það og þeir sem gera það ekki geta bara lesið eitthvað annað!!!!

Húrra fyrir ykkur og Húrra fyrir hárinu á sætu stelpunum :o)

Ylfa Mist Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 22:02

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

rosalega er þetta falleg mynd af systrunum, maður fær bara svona smá sting innan um sig :)  vonandi var kvöldið gott og morgundagurinn færi ykkur gleði. Guð gæti ykkar og verndi

Ykkar Gunna á Skaganum 

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.11.2007 kl. 23:59

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Auðvitað er daman ekkert þreytt,  bara þurft að loka augunum smá. Mikið eru þetta fallegar myndir af dömunum, þær eru ekkert smá flottar þessar stelpur. Gott að heyra að hárið ennar Þuríðar er að vaxa, það eru jákvæð merki og auka vonirnar. Vertu ekki að fela það neitt fyrir okkur á blogginu hvernig þér líður. Það eru engar kröfur um glansmynd, heldur þykir okkur vænt um að þú getur fengið útrás og tjáð þig. Auðvitað vildum við helst að þú værir glöð og kát kæra Áslaug, en við skiljum hitt svo mæta vel. Bið Guð að þú sofir vel og njótir sem allra mestrar hvíldar. Bið Guð að senda Þuríði bata og fullt af honum Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.11.2007 kl. 01:53

7 identicon

 Leyfi mér að taka undir með Ylfu Mist.Kærar kveðjur

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 05:18

8 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ sæta :) jiiii þessir gríslingar hehehehe :) já það verður sko ekki leiðinlegt að setja teygju um jólin hehehe :) 

þú stendur þig eins og hetja sæta mín... hlakka til að sjá þig :)

knús og koss og ps.ssss  takk fyrir sætu kveðjurnar :)  

Þórunn Eva , 4.11.2007 kl. 12:14

9 Smámynd: katrín atladóttir

hlakka til að sjá þig í kvöld gæra;)

katrín atladóttir, 4.11.2007 kl. 12:22

10 identicon

Myndar stelpur sem þið eigið. Guð veri með ykkur og sendi ykkur styrk.

Kristín (ókunnug) (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 13:34

11 identicon

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:24

12 identicon

Hey bara að kvitta og senda þér bæði knús og extra þakkir fyrir þessar sætu myndir :)

Marianna (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 14:20

13 identicon

sætar dömur sem þið eigið kærleiksknús Guðrún

Guðrún ( Boston ) (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 14:29

14 identicon

Flottar myndir af flottum prinsessum

Dagrún (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 16:58

15 identicon

Kvittikvitt - þær eru náttúrlega guðdómlega fallegar og ýkt sætar systur - OMG :D

Súsanna (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband