Leita í fréttum mbl.is

Myndatökur á morgun

Þá er komið að þeim degi eða réttara sagt á morgun, Þuríður Arna mín fer í  myndatökur á morgun og þá kemur endalaus magapína.  Ég er orðin hrikalega stressuð og kvíður svakalega fyrir þeim kanski ekki myndatökunum sjálfum og svæfingunni en niðurstöðunum sem við fáum væntanlega á miðvikudaginn.  Æjhi þessar biðir eru svo svakalega erfiðar.

Þuríður mín er frekar þreytt þessa dagana en ég vil trúa því að það eru lyfin sem eru að gera hana svona því krabbaskammturinn var stækkaður í síðustu viku og þreytan farin að segja til sín.  Kvartaði undan hausverk í gærkveldi sofnaði mjög snemma þó hún hafi fengið svefninn sinn og það í seinna laginu, en hausverkur getur fylgt þessum lyfjum.  Alltof miklir fylgikvillar það er ekki einsog hún "kveljist" nógu mikið.  Aaaarghhh!!  Fórum í afmæli og hún var farin að biðja um að fá að fara heim eftir ekki svo langan tíma, þolir ekki mikin hávaða greyjið.

Ég fór með hana í sjúkraþjálfun áðan og þó að þreytan sagði mikið til sín og hún var ekki að nenna miklu þá stóð hún sig svakalega vel.  Hetjan mín!!  Hjólaði einsog brjálæðingur sem hún hefur aldrei gert og fór meir að segja að fara útá plan og hjólað að bílnum sem henni fannst mergjað og það skríkti alveg í henni.  Ekki alveg sú duglegasta að stjórna hjólinu, hjólar bara eheh! Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það var gaman að sjá hana svona duglega að hjóla og hvað henni fannst gaman, hún hefur nefnilega aldrei hjólað svona á sínu hjóli þó hún hafi sín "hjálpartæki" á hjólinu.

Helgin hjá okkur Skara var æðisleg, fórum í leikhús á "viltu finna milljón" sem var ótrúlega finndin en samt svo vitlaus ehe!!  Hlógum mikið.  Vorum í smá dekri á laugardeginum, lovely.  Í fyrsta sinn fórum við á okkar draumaveitingastað "Humarhúsið" og það var alveg æðislegt, hef aldrei smakkað eins góðan humar.  Slurp slurp. Sváfum út og svo bara slappað af, vávh hvað ég fann að við þurftum á þessu að halda og sérstaklega fyrir stóra daginn á morgun.  Aðeins að gleyma sér og hugsa um eitthvað annað en niðurstöðurnar úr myndatökunum.  Við Skari höfum síðustu þrjú eða fjögur skipti alltaf gert helgina fyrir myndatökur sem við reyndar áttuðum okkur ekki á fyrr en um helgina ehe og þurfum greinilega að gera það alltaf.  Gleyma sér aðeins og njóta þess að vera saman.  Ég er strax farin að hlakka til 8.des en þá munum við fara á jólahlaðborð með fjölskyldunni minni og svo daginn eftir ætlum við að reyna næla okkur í miða á Bjögga Halldórs tónleikana sem yrði nú ekki verra. 

Fyrst að það er rólegt í lærdómnum þá er kanski best að taka smá til í höllinni, var í prófi í gær og kæmi nú mér á óvart ef ég fengi eitthvað lægra en tíunaJoyful.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já myndatakan er á morgun og fréttir á miðvikudaginn. Sendi góða strauma fulla af bjartsýni. Gott að helgin tókst vel hjá ykkur og þið gátuð notið ykkar saman, ekki amalegt og það er bara frábært að þið hafið gert þetta áður fyrir erfiða daga með Þuríði. Það er svo gott að hlæja, njóta og elska.Guð blessi ykkurFríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.11.2007 kl. 11:27

2 Smámynd: Þórunn Eva

sendi ykkur súper góða strauma sæta mín... kom heim í gærkvöldi og vá hvað það var gaman....

á eftir að hugsa til ykkar með súper góðum straumum þangað til á miðvikurdag og auðvitað lengur :) koss og knús á línuna sæta mín.... gaman að heyra að þið höfðuð það svona gott um helgina... 

love þín vinkona 

Þórunn Eva , 12.11.2007 kl. 12:23

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég vona að allt fari vel á morgunn elsku fjölskylda

Katrín Ósk Adamsdóttir, 12.11.2007 kl. 13:13

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Frábært að helgin var góð :) 

Bið fyrir skottinu hugrakka henni þuríði Örnu, hún er engum lík og þið ekki heldur.

Knús af skaganum

Gunna 

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.11.2007 kl. 16:35

5 identicon

Sæl og blessuð,

                            mig langaði að óska ykkur góðs gengis á morgun er með ykkur alltaf í bænum.Kær kveðja dee

Dolores (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 18:21

6 identicon

Gangi ykkur vel a morgun.Eg veit hvernig er ad ver i þessari barattu med barnid sitt.Þid eru bara svo rosalega dugleg

Rakel (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 18:40

7 identicon

vona að það gangi vel á morgun! bið fyrir góðum fréttum á miðvikudag!

þið eruð alveg hreint ótrúlega dugleg, lít upp til ykkar þó ég þekki ykkur lítið sem ekkert :)

vona að þið hafið það gott og hugsið jákvætt :)

kv. anna ókunnug

Anna ókunnug (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 18:41

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæra Áslaug það er orðið langt síðan ég hef kvittað á þessa síðu, hef samt beðið fyrir ykkur.

Guð gefi ykkur ljós og orku duglegust.

Kveðja.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.11.2007 kl. 20:47

9 identicon

Er að safna góðum straumum til ykkar.Góð helgi súper að heyra.Kv

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 21:11

10 identicon

Elsku Áslaug og family....ég bið fyrir því að allt fari vel og sendi ykkur endalaust orkuknús og batakveðjur til Þuríðar hetju..knús og kram

Björk töffari (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband