Leita í fréttum mbl.is

Ekki nema von

Það er hugarstríð,
ást og hatur alla tíð
hér í heimi, ár og síð.
Þegar myrkrið fer
eins og alda yfir sker,
þegar eitthvað út af ber.

Kannski er það von
sem fleytir ykkur yfir úfið haf.
Ekki nema von,
því hver veit nema færist þið á kaf
á morgun.
Voninn´ykkur veitir ekki af.

Það sem bjargar þér,
heldur vöku fyrir mér,
hversu lítil sem hún er,
gefur þjáðum grið,
leggur bjartsýninni lið
þegar mikið liggur við,

Kannski er það von
sem fleytir ykkur yfir úfið haf.
Ekki nema von,
því hver veit nema færist þið á kaf
á morgun.
Voninn´ykkur veitir ekki af.
Ykkur mun víst ekki veita af.

Kannski er það von
sem fleytir ykkur yfir úfið haf.
Er það nema von,
því hver veit nema færist þið á kaf.
Kannski er það von.
Á siglingunni veitir ekki af
hér að eiga von
því hver veit nema færumst við á kaf
á morgun.
Voninn´ykkur veitir ekki af.

Vonandi þið lifið þetta af.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þið eruð í bænum mínum daglega, baráttukveðjur inní morgundaginn :)

ég er viss um að þessi litla dásamlega stúlka þín verður að fallegri og vel gerðri ungri konu þegar fram líða stundir. hún er náttúrulega bara sætust.

knús á línuna. 

auður (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Guð veri með ykkur Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.11.2007 kl. 00:57

3 identicon

Gangi ykkur rosalega vel í dag. Þuríður Arna þú ert svo ofboðslega dugleg stelpa :)

hm (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 07:12

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Stuðningskveðjur

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.11.2007 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband