23.11.2007 | 14:10
"mamma viltu knúsa mig"
Þetta sagði Þuríður mín Arna við mig í morgun þegar við vorum að gera okkur reddí og að sjálfsögðu fékk hún fast og gott knús enda er ég ekki vön að spara þau við börnin mín eða Skara minn og segi við þau á hverjum degi hvað ég elska þau mikið. Theodór minn er líka farinn að segja á móti "elkaði ika", bara yndislegastur. Stelpurnar mínar eru nú farnar að segja þetta þó ég segi þetta ekki við þær, sérstaklega þegar ég knúsa þær bless þegar ég er að fara eitthvað og þegar þær eru að fara sofa. Mestu krútt!
Í dag er mömmudagur hjá okkur Þuríði minni. Byrjuðum daginn á því að fara í hjálpartækjastöðina hjá tryggingastofnun og mátuðum kerru fyrir hetjuna mína. Fáum þessa fínu og flottu kerru sem hún getur hvílt lúinn líkama, hjólastóllinn er ekki alveg nógu góður fyrir hana því hún þarf að geta lagst útaf og sofnað. Reyndar fáum við ekki þessa kerru fyrr en eftir sirka fimm vikur því það er svo mikið að gera þarna, hún er samt alveg reddí þannig séð nema það er eftir að þrífa hana. Hrikalega langur tími að þrífa einn hlut?
Kíktum í Toys'rus og skoðuðum allt dótið sem henni finnst æði, hún átti líka að velja jólagjöf handa Oddnýju systir sinni Erlu. Reyndar var ég búin að velja það eða reyndi að benda henni á einn ákveðin hlut en það kom sko ekkert annað til greina en playmo eheh!! Það var ekki það sem ég var búin að velja en hún stóð hörð við það og að sjálfsögðu fékk hún að ráða. Hún veit að systir sín elskar playmo og vill greinilega bara gefa henni það sem hún veit að hún verður ánægð með, well ég veit þær báðar yrðu ánægðar með sokkapar. Ótrúlega gaman að sjá hvað hún var samt hörð við það sem henni langaði að gefa henni.
Við erum farin að sá miklar þroskaframfarir hjá Þuríði minni, hún er farin að sýna meiri tilfinningar en áður. Vanalega hefur hún ekki verið að sýna miklar tilfinningar enda ö-a erfitt ef maður er uppdópaður hálfan sólarhringinn. En í dag eru miklar framfarir. Æðislegt að horfa á.
Hún er reyndar dáltið þreytt þessa dagana, meira en venjulega. Þó hún taki sinn dýr yfir daginn er einsog hún nái ekki að ná þeirri þreytu úr sér og er alveg þreytt frammað kvöldmat eða þanga til hún fer aftur að sofa fyrir nóttina. Hún er einmitt núna nýkomin frammúr en við mæðgur ákváðum að vefja okkur inní sængina saman og kúrðum þar í klukkutíma, best í heimi að kúra sem fastast við börnin sín og alltaf þarf hún líka að leiða mig. Ótrúlega notanlegt.
Núna er hetjan mín að horfa á Shrek en hún fékk að velja sér einn cd tilefni dagsins og ætli hún horfi ekki á það þanga til við förum í leikskólann og náum í hin og mín mun kanski reyna læra oggupínu en það eru nú ekki nema tvær vikur þanga til ég er komin í rúman mánaðar jólafrí. Víííí!! Hef einmitt mikið verið að pæla í því hvort ég eigi að taka fleiri fög eftir áramótin en í þessu fjarnámi sem ég er í á ég að taka fjögur fög einsog ég er í núna, æjhi þegar manni gengur svona vel langar manni alltaf í meira en kanski yrði það of mikið? Veit ekki?
Eigið góða helgi kæru lesendur og takk kærlega fyrir fallegar hugsanir, verst að maður þarf að komast að því að eiga veikt barn til að vita hvað það býr gott fólk á þessum klaka. Þið eruð yndislegust.
Enda þessa færslu á Heilræðavísum eftir Hallgrím Pétursson.
Ungum er það allra best að óttast Guð, sinn herra, þeim mun viskan veitast mest og virðing aldrei þverra. Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mína, elska Guð og gerðu gott, geym vel æru þína. Foreldrum þínum þéna af dyggð, það má gæfu veita, varast þeim að veita styggð, viljirðu gott barn heita. Hugsa um það helst og fremst, sem heiðurinn má næra; aldrei sá til æru kemst. sem ekkert gott vill læra. Lærður er í lyndi glaður, lof ber hann hjá þjóðum, hinn er ei nema hálfur maður, sem hafnar siðum góðum. Oft er sá í orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra, en þursinn heimskur þegja hlýtur, sem þrjóskast við að læra. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geymdu þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. Lítillátur, ljúfur og kátur , leik þér ei úr máta; varast spjátur, hæðni, hlátur, heimskir menn sig státa. Víst ávallt þeim vana halt: Vinna, lesa, iðja; umfram allt þó ætíð skalt elska Guð og biðja. |
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ooh. Þetta er svo yndislegt og margskilar sér segji ég ,bara í betri börnum að vera ófeimin að sýna þeim allann þann kærleik og ástúð sem maður á til. Ég á eina 4 ára og við eigum reglulega saman mömmudag . Hafið þið góða helgi og Guð veri með ykkur.
Kristín (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 14:19
Falleg færsla frá fallegri konu!
Eigið góða helgi fallega fjölskylda
knús 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 16:15
yndisleg færslan hjá þér Áslaug min. Knús inn í kvöldið
Guðrún Jóhannesdóttir, 23.11.2007 kl. 16:17
Halló yndislega fjölskylda.
Vildi bara segja góða helgi og viljið þið knúsa litlu vinina mína frá mér. Er farin að sakna þess að sjá ekki fallegu brosin þeirra og fá gott knús. Njótið ykkar vel. Knús og kossar. Kristín Amelía.
Kristín Amelía (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 16:22
Góða helgi kæra fjölskylda
Dagrún (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 19:46
Góða helgi elsku fjölskylda og knús til ykkar
Katrín Ósk Adamsdóttir, 23.11.2007 kl. 20:33
Það sést vel á skrifum þínum hvað þú átt góð börn með stór hjörtu og þið greinilega góðir foreldrar. Að lesa þetta blogg beytir algjörlega hugsunarhætti manns.
Þessi lífsreynsla gerir þig/ykkur svo sterk og að manneskjum með aðrar og betri lífsskoðanir.
Gangi ykkur allt í haginn.
Kristín - ókunnug (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 20:43
Æðislegt að þið hafið haft svona góðan dag. Sammála þér um að það er ótrúlegt hvað það tekur langan tíma að fá hlutina frá hjálpartækjamiðstöðinni. Beið einu sinni í tæpa 3 mán eftir hjólastól unglingsins úr viðgerð. Eigið frábæra helgi.
knús og kram
Bergdís Rósantsdóttir, 23.11.2007 kl. 22:26
Þið eruð bara snilld öll,bestu helgarkveðjur frá Akureyri
Hlynur Birgisson, 24.11.2007 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.