Leita í fréttum mbl.is

Misskilin?

Æjhi ég fékk alveg sjokk þegar ég las kommentin mín, ætlaði reyndar ekkert að blogga í dag þar sem orkan er ekki alveg til staðar en fannst þurfa þess eftir að ég las kommentin frá ykkur.  Til að byrja með langar mig að senda ykkur endalaus knús og þúsund þakkir fyrir fallegar hugsanir, maður verður oft orðlaus yfir því hvað maður býr á góðu landi. 

Enn það er eitt sem ég held að þið hafið misskilið, sko kúkalabbinn hjá Þuríði minni er ekkert að dreifa sér ef þið hélduð það (allavega ekki svo við vitum).  Mig langaði bara ekkert að tala um það hvað væri að hrjá hana þessa dagana fyrr en það væri komið 100% á hreint, stundum kanski segir maður of mikið, allt sem maður hugsar og talar aðeins í kringum hlutina. 

Hún er í smá rannsóknum þessa dagana vegna þess hún var farin að hegða sér öðruvísi en hún hefur gert og mín var farin að hafa áhyggjur af henni útaf því og að sjálfsögðu kanna læknarnir allt sem hrjáir hana.  Ég hélt kanski að hún væri með blöðrubólgu sem væri kanski bara besta lausnin en það er víst ekki en það fannst eitthvað í þvaginu hjá henni sem átti ekki að finnast þannig hún þarf meiri rannsóknir.  Blóðprufur? Hitta sérfræðing?  Þetta munum við vita allt eftir helgi þegar við erum búin að vinna rannsóknavinnuna okkar fyrir læknanna en við þurfum að "rannsaka" smávegis fyrir þá. Vonandi kemur það í ljós eftir helgi hvað er að hrjá hana sem er reyndar ekki alveg nógu gott.

Annars voru myndirnar frá síðustu myndatökum hjá henni að fara til læknis okkar í Boston (skurðlækninn) en hann er búinn að vera bíða eftir þeim frá síðustu myndatökum.  Ekkert viljað vinna í þessu fyrr en hann fær þessar í hendurnar.  Það er nefnilega ekki hægt að gera aðra aðgerð nema æxlið minnki X mikið, við erum reyndar ekkert bjartsýn á að það sé búið að minnka það mikið að það verði hægt en aldrei að segja aldrei.  Hún er alltaf að koma á óvart.  Læknirinn hefur líka alltaf talað um það að það væri best að gera þá aðgerð fyrir sex ára aldurinn og það eru nú bara sirka hálft ár í það.  Við vitum líka að við getum treyst þessum lækni 100%, ef hann segist ekki geta gert aðgerð þá trúum við honum og ef hann segist geta það þá vitum við að það yrði áhættunnar virði því hann gerir ekkert sem gæti skaðað hana.  Hann er ekkert einsog sumir læknar í Ameríkunni sem gera aðgerð BARA til að gera aðgerð og hugsa ekkert um hvort það geti skaða einstaklinginn eðurei.  En þessar fréttir fáum við væntanlega í næstu viku.

Er ekki í miklu bloggstuði þessa dagana en langaði bara að koma þessu frá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Áslaug´

Þú ert ekkert misskilin, okkur langar bara til að gleðja ykkur þið eruð flottust, duglegust, algjörar hetjur, eigið allt gott skilið og við lítum upp til ykkar dag hvern með virðingu og vinsemd

Vona að allir séu duglegir að leggja þessari fallegu fjölskyldu lið við getum allt ef við ætlum okkur það !

kærleikskveðja 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 13:58

2 identicon

 Elsku fjölskylda .  Sendi mínar bestu kærleikskveðjur til ykkar. Þið eruð svo sterk og dugleg.

Kristín (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 14:07

3 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ sæta mín koss og knús :)

Þórunn Eva , 22.11.2007 kl. 14:49

4 identicon

Nei enginn misskilningur á ferðinni. Alltaf gott að geta lagt hönd á bagga.

Það er ekki svo mikið sem hægt er gera varðandi  langanir fólks  sem stendur í erfiðum  aðstæðum, svo sem langvarandi veikindi barns.

O hvað væri gaman ef þið gætum komist í vetur.

Gangi ykkur svo vel í rannsóknum, og vonandi finnst fljótt hvað er að hrjá litlu snúlluna ykkar núna svo hægt sé að kippa því í lag.

eigið góðan dag í frosthörkunni.

Gunna (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 15:27

5 identicon

Elskurnar, auðvitað er þetta ekki neitt. Kannski smá viðkvæmni út af lyfjunum, trúi ekki öðru. Trúi engu öðru en henni batni og það að fullu

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 15:44

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er gott að heyra að þetta er ekki nýr angi af krabbalabba sem er að angra hana Þuríði. Vonandi gengur vel að finna lausn á málinu og laga það. Það verður óneitanlega spennandi að heyra frá Boston. Æxlið hefur minnkað og svo er bara að krossa puttana. Mikið skil ég vel að bloggstuðið sé ekki alltaf heima. Þið eruð frábær og Guð blessi ykkur Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.11.2007 kl. 15:47

7 identicon

Sæl kæra fjölskylda.

Gangi ykkur vel í þessum rannsóknum.

Guð blessi ykkur

Kær Kveðja

Silla Karen 

Silla Karen (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:23

8 identicon

Enginn misskilningur á ferðinni :) Bara gert til að létta aðeins undir með ykkur líka, get alveg ímyndað mér að þetta sé mjög erfitt allt saman, svo það þurfi ekki að vera að hafa alltaf peninga áhyggjur líka. Ég vona svo heitt að fólk sjái sér fært að leggja smávegis inn á elsku Þuríði Örnu, og Áslaug þó það væri ekki annað en að létta undir fyrir jólunum :) kærleiks kveðjur

Sigga (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 17:53

9 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda.   Ég vona að allir hjálpist að við að leggja inn á ykkur, það er ótrúlega fljótt að safnast saman.  Sendi þér og ykkur mín bestu knús og góðar hugsanir og kveðjur.  

Bestu kveðjur,   Stella A.  (búin að leggja inn og vona að   tívolíferð verði að raunveruleika).

Stella A. (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband