26.12.2007 | 09:59
Kastljós annað kvöld
Held að ég fari rétt með en þá verðum við Skari í Kastljósi annað kvöld, eitthvað pínu viðtal við okkur svona ári liðnu viðtal en fyrir ári síðan fórum við í viðtal útaf Þuríði minni þegar hún var að byrja í fyrri geislameðferð sinni og ekki búið að gefa okkur mikla von með hana en hér erum við öll í dag. Ef þið hafið áhuga þá endilega fylgist með annað kvöld.
Við áttum yndislegan aðfangadag, Oddný Erla að tapa sér úr spenning alltaf að segja "oh ég er svo spennt" ehe bara fynndnust. Við sátum ekki lengi við jólamatinn enda þrír litlir grislíngar sem voru farnir að pota aðeins í pakkana en svo sátu þau stillt og prúð og biðu eftir að þeim voru réttir pakkar og svo hjálpuðust þau öll að, opnuðu öll saman alla pakka sem var bara gaman að sjá. Eftir opnun fórum við í heimsókn til Oddnýjar systir og fjölskyldu en þar var mamma, pabbi og Garðar bróðir og hámuðum í okkar besta ís í heimi"mömmu-ís".
Krakkarnir svakalega ánægðir með alla gjafirnar sem voru óteljandi, nenni nú ekki að telja það allt hérna upp en íbúðin er búin að vera í rúst af öllu dótinu sem þau fengu. Bara gaman! En ég skelli nú kanski einhverjum myndum handa ykkur af stemmaranum þetta kvöld. Bara ef þið verðið þæg og góð.
Það hefur verið ofsalega erfitt að pakka niður öllum þessum tilfinningum síðustu daga í pakkann og hafa hann lokaðan, Þuríður mín hefur nefnilega ekki verið einsog hún á að vera því verr og miður. Hún er svakalega þreytt, litla orku í að gera hina og þessa hluti, þegar við höfum farið eitthvað t.d í jólaboð, afmælisveislur þá orkar hún mesta lagi í klukkutíma og þá er hún alveg búin á því vill fara sofa eða fara heim í rólegheit. Hún þolir illa að vera innan um mikið af fólki og þá er það ö-a hávaðinn og svo finnur hún ö-a að hún hefur ekki eins mikla orku og frændssystkin sín sem hún nýtur ekkert svakalega mikið að leika við. Vill helst bara liggja hjá manni og vera í rólegheitum. Við erum núna t.d mæðgurnar bara einar á fótum og klukkan er nú að ganga tíu ehe en það er hún að fíla, liggja bara þéttins fast að mömmu sinni og vera í rólegheitunum að horfa á barnaefnið. Ótrúlega nice hjá okkur tveimur. Reyndar búin að sofa í 12 tíma í nótt og er nývöknuð en gæti farið að sofa aftur. Ekki alveg nógu gott ástandið hjá henni. Mér finnst hún líka farin að sýna meiri lömun sem er ennþá verra og stundum erfiðara að skilja hvað hún segir sem er heldur ekki gott. Mikið svakalega er þetta erfitt, allar tilfinningar fara á fullt og maginn hringsnýst af verkjum. Svona án gríns þá verkjar mig um allan líkamann núna, ég hef aldrei verið jafn hrædd og núna. Vildi óska þess að einhver gæti sagt við mig að þetta er bara ímyndun í mér og þetta verður alltílagi. Æjhi þetta er svo erfitt.
Við fjölskyldan ætlum að fara í sumarbústað í kvöld eða fyrramálið og vera þar milli jól og nýárs, þar fær Þuríður mín að hvíla sig, hún fær að sofa einsog hún vill, engin jólaboð bara við fjölskyldan og svo ætla foreldrar okkar að skipta dögunum á milli sín og njóta þessara daga með okkur. Vávh hvað ég hlakka til, náttbuxurnar verður það allan tíman fyrirutan kuldagallan og sundfötin þegar við förum að leika í snjónu og kíkjum í pottinn bara sem krökkunum finnst skemmtilegast að gera.
Annars er ég að reyna vera spennt fyrir gamlárs en það er með uppáhalds kvöldum hennar Þuríðar minnar, hún elskar þessi ljós og stærstu bomburnar ehe. Ef ég gæti þá væri ég með stóra flugeldasýningu í garðinu hjá mömmu og pabba (en þar verðum við á gamlárs) well ég verð með litla flugeldasýningu eða réttara sagt Skari sem elskar að sprengja thíhí. Að sjálfsögðu kaupum við nokkrar bombur fyrir hetjuna okkar en ég veit ekki hvernig hin munu fíla þetta en Oddný mín var skíthrædd í fyrra og litli íþróttaálfurinn minn hafði lítið vit þannig maður veit ekkert hvernig þau munu taka þessu en vonandi vel annars mun ég líka birgða mig upp af stjörnuljósum handa þeim.
Jámm þetta eru erfiðir dagar, ég á erfitt með að höndla þessa daga en vonandi verða þeir betri. Eigum að hringja í doktorana á morgun, átti kanski að stækka aftur krabbasktammtinn hennar en ég hef litlar líkur á að það verði gert því hún er of slöpp fyrir það, en ég mun ö-a heimta að myndatökur verði gerða fyrr en ákveðið var þar að segja ennþá fyrr því ég hef miklar áhyggjur af hetjunni minni einsog ég sagði hef aldrei verið jafn hrædd einsog ég er núna. Langar að fá myndatökur svo ég gæti bara andað léttar og það væri hægt að segja við mig að þetta væri alltílagi og hætt að hafa þessar áhyggjur? Ohh god hvað mig langar að fá þær fréttir, ég þrái svo að allt verði í lagi. Mér er alveg sama þó Þuríður mín verði aldrei fullkomnlega heilbrigð bara að ég hafi hana hjá mér og æxlið hætt að bögga hana. Bara þessi eina ósk.
Jæja korter liðið síðan ég byrjaði að skrifa og allir komnir á fætur þannig ég ætla að hætta þessu rugli hérna og sinna liðinu mínu.
Knús til ykkar allra.
Slaugan
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af öllu hjarta bið ég Guð um kraftaverk handa Þuríði Örnu. Hún er greinilega dugleg og sterk. Það er vel skiljanlegt að þið foreldrarnir séuð farin að sýna líkamleg viðbrögð við kvíðanum sem hefur byggst upp síðan veikindin byrjuðu. Svo þegar Þuríði Örnu fer að líða betur þá geta einkennin versnað því þá slakarðu kannski örlítið á og kvíðinn kemst betur út í taugakerfið. Liggðu vel í bleyti í pottinum þannig þú lítur út eins og sveskja Guð blessi ykkur.
hm (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 10:52
gleðileg jól öll, guð veri með ykkur og allt gangi vel, fylgist með ykkur, ekki dugleg að kvitta, sendi ykkur hlýja strauma og allt það, jólaknús, þið eruð æðislega duglegég tárast bara.
Didda ókunn (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 11:09
Kæra Áslaug og fjöskylda.
Ég bið til Guðs um kraftaverk fyrir "litlu hetjuna ykkar ".
Hafið það gott í bústaðnum
Bestu kveðjur
Silla Karen
Silla Karen (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 11:36
Ég bið til guðs um kraftaverk til handa litlu snúllunni ykkar. En gott að aðfangadagskvöldið var yndælt hjá ykkur. maður getur næstum séð þau vera að opna pakkana saman
Svo væri fínt þetta ráð sem þú fékkst hérna að ofan að sveskjast ´´i heita pottinum. Það linar aðeins spennuna í líkamanum sem er ekki óeðlilegt að þú sért með.
Eigið góðar stundir saman og með fjölskyldunum, og reynið að skilja kviðann og áhyggjur eftir og helst ofan í ruslafötunni !!!!!!!!
Og að lokum passið ykkur á áramótasprengjunum
Guð veri með ykkur
Gunna (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 12:06
Sæl Áslaug mín!
Æi hvað það hefur verið gaman hjá þeim krúttunum þín á aðfangadagskvöld, ég sakna oft þessarar spennu, hér er bara fullorðið fólk sem þarf ekki að hemja í stólunum við matarborðið
Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að allt yrði í lagi og þið þyrftuð ekki að hafa áhyggjur, auðvitað get ég sagt það, en ég veit ekki hvort það rætist, en það veit Guð að af öllu hjarta óska ég ykkur þess að líkaminn hennar taki bara alla þessa orku frá henni til að berja á krabbafj...
Vona bara að þið öll, og ekki síst hún litla ungfrú hetja Þuríður Arna njótið sumarbústaðarferðarinnar fram í fingurgóma, sullið mikið í heita pottinum og böðlist í snjónum.
Svo tek ég undir með henni nöfnu minni hér að ofan, passið ykkur á áramótasprengjunum. Dettur í hug atriði úr gömlu áramótaskaupi, þegar húsbóndinn var svo sprengjuglaður að hann fór upp með einni, barnið spurði hvenær pabbi kæmi aftur og mamman svaraði "hann kemur niður með prikinu elskan mín" gáðu að Skara, hann á ekki að halda sér fast í raketturnar hehehehehe
Guð veri með ykkur, nú og ætið, styrki ykkur öll og gefi Kjarnorkukraftakonunni okkar henni Þuríði kraft til að berjast við veikindin sín
Ykkar Gunna á Akranesi
Guðrún Jóhannesdóttir, 26.12.2007 kl. 12:19
æi leiðinlegt að heyra að hetjan sé ekki nógu hress en frábært að þið skuluð ætla að skella ykkur í sumarbústað og slaka á. Gott að þið áttuð yndislegt aðfangadagskvöld hér var allt frekar rólegt þó svo unglingarnir væru nú svolítið spenntir yfir pökkunum meðan við gamla settið vorum bara ánægð með að við vorum öll saman og mamma( amma) komst heim af spítalanum fyrir jól. knús , kram og kærleikskveðjur Guðrún
Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 12:51
Knús og kærleikskveðjur.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 13:13
Sendi ykkur gleðilegar jólakveðjur, kærleik og umhyggju og vona svo innilega að Guð sjái um ykkur og uppfylli óskir ykkar fyrir Þuríði Örnu.
Njótið þess að vera í bústaðnum og sullast og vera á náttfötunum og gera bara nákvæmlega eins lítið og hægt er, það er yndislegt. Jólaknús til ykkar allra og ég kveiki á kerti fyrir Þuríði. Stella A.
Stella A. (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 13:43
Elsku Áslaug,allar þínar tilfinningar eru ósköp eðlilegar,en kraftaverkin gerast en,ég bið og óska þess að BROSBARNIÐ hafi það gott í bússtaðnum eins þið öll og Þuríður fari að hressast,hafið það sem allra best í bústaðnum og njótið þess,ég bið um kraft og orku ykkur til handa,megi allir alheimsenglar fylgja ykkur.Kv.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 13:44
Yndislegt ad thid áttud gódar stundir um jólin,megi gud gefa ad thær verdi miklu miklu fleiri og litla hetjan verdi eins og hún á ad sér. Eigid gódar stundir bara í bústad,alltaf yndislegt ad skreppa í sveitina.Baráttukvedjur frá Danmørku.
Maria-ókunnug (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 15:30
Það verður horft á Kastljósið á mínum bæ, það er öruggt. Ó hvað það er erfitt að skynja allan þennan ótta sem heltekur þig / ykkur núna. Mér finnst rétt að flýta myndatökunni svo hægt sé að fá svör og þá meina ég góð svör. Jólin eru svo tilfinningaríkur tími að það er von að þú sveiflist og hver gerir það ekki. Njótið hvíldar í bústaðnum og eigið þar góða daga. Guð blessi ykkur öll og sendi Þuríði bata og orku. Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.12.2007 kl. 18:01
Ætla sko alveg örugglega að sjá ykkur annað kvöld í sjónvarpinu þó ekki væri nema 10 sek. því mér finnst að gagnvart ykkur sé ég ákveðið blind, finnst ég þekkja ykkur svo vel en samt hafi ég ekki séð ykkur.
Finnst svo endalaust sárt að ykkar stúlka sé svona slöpp, það er allt svo extra erfitt á jólum sem er ekki eins og það á að vera.
Styð óskina þína af heilum hug og bið um kraftaverk fyrir ykkur fjölskylduna.
með kærleikskveðju frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 22:56
Góða ferð í sumarbústaðinn. Bið fyrir ykkur og sendi ykkur allann þann styrk og orku sem ég hef. Guð blessi ykkur.
Kristín (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 23:14
Elsku fjölskylda
Hafið það sem allra best í bústað. Bið fyrir ykkur og hugsa mikið til ykkar yfir hátíðarnar... hef ekki kvittað áður. Þú lýsir tilfinningum þínum svo rosalega vel Áslaug, mikið svakalega eruð þið dugleg. Áfram þið.
Íris - ókunnug (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 01:27
Var að lesa bloggið þitt aftur og þá sérstaklega kaflann um það hvernig Þuríður hefur það. ég er að hugsa aftur til þess tíma þegar ég var að jafna mið eftir heilablæðinguna 1997. Mér finnst ég hafa þurft að sofa mikið af og til þennan tíma sem liðinn er. Meðan bólgurnar í höfðinu eftir aðgerðina voru að hjaðna, voru ýmsar truflanir á skynjunum og þreki sem ég man eftir. Getur verið að þegar stækkun í heila gangi til baka að þá komi fram einkenni sem geta líkst þeim einkennum sem koma þegar stækkun verður. Svo er Þuríður að vaxa og getur það ekki spilað inn í. Stækka beinin jafnt og annað, já svona er hægt að velta málum fyrir sér á marga vegu. Hafið þið tengt verki í höfði hjá henni við það að hún sé úti í hulda með lítið á höfðinu. Ég var mjög kulvís á höfðinu í nokkur ár eftir blæðinguna. Það er svo margt að gerast í kollinum okkar sem enginn getur skýrt þrátt fyrir alla tæknina. Smá vangaveltur Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.12.2007 kl. 16:25
Kraftaverkabænir héðan að vestan! Knús til ykkar allra! Kraftaverkið hlýtur að vera að fara að gerast!!! Ef við leggjumst öll á eitt þá hlýtur eitthvað að gerast!
Ylfa Mist Helgadóttir, 27.12.2007 kl. 20:08
Vá þið vorðuð æði í Katljósinu, þið lítið ljómandi vel út, ekkert píp um annað Áslaug Og ofboðslega er Þuríður sæt, svo flottn á henni árið. Smart viðtal og frábært að sá hvað þið eruð bjartsýn og kát, vona að það endist og endist og endist, gleðilegt ár og engin spurning með það Þetta verður bjart og smart ár !
sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 20:20
Alveg yndislegt að sjá ykkur í Kastljósinu áðan Hún er þvílíkur gullmoli þessi stelpa .. svo falleg og yndisleg Óska ykkur öllum alls hins besta og trúi því að kraftaverkið haldi áfram
Óla Maja (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 20:24
Kastljósið með ykkur var mjög gott og afar uppörvandi fyrir þá sem eru að slást við krabbamein í dag. Það að sjá Þuríði fyrir ári og svo nú segir manni að henni hafur farið mikið fram. Þið virkið jákvæð og afar umhyggjusöm sem er það yndislegasta í heimi. Kraftaverkastelpan okkar allra er flottust, áfram Þuríður Arna!!! kveðja Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.12.2007 kl. 20:26
Mikið voruð þið flott í Kastljósinu í kvöld og gaman að sjá Þuríði skemmta sér vel á jólaballinu. Njótið vel í bústaðinum.
Jóna Björg (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 20:55
Vá hvað þið voruð æðisleg í Kastljósinu í kvöld. Sat hérna með tárin í augunum. Höldum áfram að biðja fyrir áframhaldandi bata. Hafið þið það gott í bústaðnum
Bergdís Rósantsdóttir, 27.12.2007 kl. 21:41
það var gaman að sjá ykkur í kastljósinu manni fannst að maður eigi aðeins í henni prinssesuni ykkar falleg vel að Guði gerð stelpa vona að þið eigi góðar stundir í sumarbústaðanum kv Ólöf
lady, 27.12.2007 kl. 23:01
Halldór Egill Guðnason, 28.12.2007 kl. 03:29
Það var frábært að sjá gleðina ykkar GEGNUM TÁRIN í þættinum. Mikið gott að sjá ykkur, var í svipuðum sporum fyrir nokk árum...á snilling sem ekki átti að lifa en....lifir, áfram elsku fólk.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 28.12.2007 kl. 04:17
Þið voruð alveg frábær í Kastljósinu. Ég veit að það þurfti kjark og þor að koma svona fram.
Mínar bestu kveðjur til ykkar allra.
Halla Rut , 28.12.2007 kl. 10:20
það var gaman að sjá ykkur í kastljósinu í gær með hetjuna ykkar . Þið eruð alveg yndislega góðar manneskjur með bjartsýnina og kjarkin að vopni í baráttuni og guð gefi að óskir ykkar rætist.Vonandi er notalegt hjá ykkur í bústaðnum.Sendi ykkur baráttu kveðjur með bjartsýnina að leiðarljósi með ósk um góða daga frábæra fjöldskylda.Kv Birgitta
Birgitta (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 12:49
Kjósum Áslaugu mann ársins á rás 2. Kosninga kveðja.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 19:44
Sá ykkur í Kastljósinu í gærkvöldi, þið voruð falleg, hógvær, bjartsýn og bara YNDISLEG.
Guð og englarnir veri með ykkur.
kærleikskveðja frá SÓlveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 22:49
Elsku fjölskylda ég mun biðja fyrir litlu hetjunni ykkar :*
Ókunn (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 23:36
Sæl og blessuð kæra fjölskylda.
Þið voruð heldur glæsileg í kastljósinu í gær, verst að missa af jólaballinu. Óskar, verður það ekki örugglega haldið á Þórshöfn á næsta ári??...mannstu, af því Reykjavík er svo útúr.
Hittumst vonandi eftir áramótin, við komum í bæinn á þrettándanum og verðum á spítalanum einhverja daga. Örvar og Ingvar töluðu saman í síma í dag og þeir segjast halda að þeir þurfi að komast í bæinn til að eiga þar einhvern dekurdag!!!
Aldrei hef ég nú heyrt aðra eins vitleysu, er ekki verið að dekra við þessa karla alla daga?.....það höldum við Heiður allavega.
Kveðja Sóley
Sóley (skb) (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 23:36
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.