Leita í fréttum mbl.is

Einn dagur í einu

Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja en ég er algjörlega búin á því en er samt ekki jafn slæm og hetjan mín sem liggur hálfmeðvitundarlaus uppí rúmi og ekkert að rofa til hjá henni, vonandi breytist það næstu daga eða vikurnar en við tökum einn dag í einu.

Jú dagurinn í gær byrjaði þannig að við vorum mætt uppá spítala rétt fyrir hálfellevu því það átti að byrja vigta hetjuna mína hana Þuríði og þar kom í ljós að hún var búin að léttast um hálft kg síðan á fimmtudag og ekki eru það margir dagar og alltof mörg grömm fyrir þennan litla kropp.  Eftir það hittum við einn af krabbameinslæknunum og honum leist ekkert svakalega vel á hana, mikið slím í henni og hún hálfmeðvitundarlaus.  Þannig stúlkan var send í röngen til að ath lungun og kinnholin.  Eftir það beið löööööng bið uppá dagdeild eftir köllun frá svæfingalæknunum.  Kl eitt fengum við loksins grænt að allt væri orðið reddí fyrir hana í svæfingu og myndatökurnar, við orðin frekar þreytt og pirruð á þessari bið.  Þuríður mín orðin glorsoltin og mjög þreytt en hún var nývöknuð eftir sinn bjútíblund þegar það átti að svæfa hana.  Þegar við vorum á leiðinni til þeirra í svæfingu hittum við krabbalækninn hennar og hann sagði okkur þær „góðu“ eða okkur fannst það góðar fréttir ehe að hún væri mjög bólgin í kinnholunum, mikill gröftur og það gæti hafa orsakað allan þennan hausverk sem hún hefur kvalist af síðustu vikur og mikið slím hjá henni.  Það er ekki oft sem manni finnst góðar fréttir vitandi það að barnið manns hefur þjáðst af kinnholsbólgum og fleira en okkur fannst það meiriháttar því þá fórum við glaðari og bjartsýnari en áður með hetjuna okkar í myndatökur og vonuðumst að við fengjum góðar fréttir seinni partinn eða deginum eftir.

Þessi rannsókn stóð yfir í einn og hálfan tíma sem er ansi langur tími fyrir þetta en vanalega stendur þetta yfir í um klukkutíma þannig við vorum orðin ansi óþolinmóð að vera kölluð uppá vöknun.  Óþolandi að þurfa bíða svona.  Loksins þegar við fengum að hitta Þuríði okkar uppá vöknun var þar svæfingalæknirinn og tvær hjúkkur yfir henni sem maður kippti sér kanski lítið við en fengum svo ekki góðar fréttir eða þurftum smá að velta þær og föttuðum svo alvarleikan á ferð.  Málið er þegar það var búið að svæfa hetjuna mína féll súrefnismettunin hennar alveg niður eða niður í 84 þó hún hafi verið með súrefni í svæfingunni og myndatökunum þannig það varð dáltið panik uppá deild hjá henni en þetta orsakaði af miklu slími hjá henni.  Hún hefði að sjálfsögðu ekki átt að fara í svæfingu vegna þess en eitthvað vantar uppá samskiptin milli læknanna þarna en sem betur fer fór betur en leit út.  Meðan hún svaf var hún bara að mettast í 90 í súrefni sem er heldur ekki gott en fór hækkandi þegar hún vaknaði eða í 95 en vegna þessara alls þurfti hún að sofa uppá spítala í nótt og fylgst vel með henni.

Seinni partinn í gær fengum við annan krabbameinslækninn í heimsókn til okkar og var að ræða framhaldið hjá henni, því hetjan mín er sú slappasta á svæðinu og nærist sama sem ekkert.  Alltíeinu heyrist í henni í miðju samtali „úbbs ég gleymi aðal málinu“ jújú þá gleymdi hún að tilkynna okkur niðurstöðurnar úr myndatökunum.  Viti menn þessi þreyta, matarleysi, hausverkur og allar þessar kvalir sem hún hefur verið að fara í gegnum síðustu vikur orsaka ekki af stækkun æxlisins því það hefur minnkað um 1mm.  Hibbhibbhúrrey!!  Hey 1mm er nú svakalega mikið, ef það er minnkun er okkur alveg sama þó það sé bara þessi mm.  Það var minnkun engin stækkun í gangi.  Þvílík hamingja hér á bæ.

En hetjan mín er samt mjög slöpp og er algjörlega útur heiminum, núna þurfum við að taka einn dag í einu með því að reyna næra hana sem hefur reynst mjög erfiðlega síðustu vikur.  Erum búin að hitta næringafræðinginn uppá spítala og fórum beint útí búð eftir útskrift í dag og keyptum okkur blandara og reynum að blanda einhverja orku drykki sem henni finnst reyndar ógeð en hér verður reynt ALLT til að vinna upp kraftana hennar aftur.  Það mun taka tíma en okkur mun takast það, hún getur, hún ætlar og hún skal.  Við viljum engar sondur eða tappa í maga svo hún þurfi að fá sína næringu þangað en að sjálfsögðu mun það þurfa ef hún getur þetta ekki sjálf. 

Hún er komin á fleiri lyf, sýklalyf til að koma henni úr þessum veikindum sem hafa verið að hrjá hana síðasta mánuðinn og lyf til að auka matarlystina en það verður séð til í viku - tvær hvort hún geti þetta sjálf annars verður spítalinn að gera eitthvað fyrir hana.

Já við fengum góðar fréttir í gær en líka slæmar þó okkur hafi fundist þær góðar en það eru ekki margir foreldrar sem fagna því að barnið sitt sér kvalið vegna slím og graftar í kinnholum en þá voru það okkar bestu fréttir.

Þuríður mín er aftur á móti mjög slöpp og hefur enga orku í neitt nema kúra hjá mömmu sinni næstu daga/vikur/mánuð, hún lítur ekkert svakalega vel út greyjið og maður finnur ofsalega til með henni.

Það var mikill léttir eftir fréttirnar í gær og ég er gjörsamlega búin á því eftir allt þetta stress, ég sit uppí sófa máttlaus í líkamanum og dreymir um sól, hita, sand, sólarolíu,  ein með Skara mínum, hey það er ekki bannað að láta sig dreyma sem ég ætla mér að láta að veruleika þó það verði ekki næstu vikur eða mánuði en þá verður af því.

Shit þessar vikur eru búnar að vera endalaust erfiðar og þær verða ekkert auðveldari því núna hefst næsta barátta að byggja Þuríði mína upp, reyna eftir minni bestu getu að næra hana og hjálpa Oddnýju minni Erlu að hressast en þið getið ekki ímyndað ykkur hvað hún á erfitt þessa dagana.  Það er hrikalega erfitt að horfa á hana í þessu ástandi sem hún hefur verið í síðustu daga þetta tekur svakalega á hana litla skinnið.  Hún er sjálf farin að biðja um að fara í leikskólann á kvöldin því þar finnur hún að hún getur notið sín og leikið sér með félögunum og ekki þurfa horfa uppá Þuríði sína í þessu ástandi sem tekur MJÖG á.  Gærkvöldið tók mjög á hana þegar hún var að fara sofa „mamma mig langar að fá stóru systir heim“ og augun að fyllast af tárum og svo áðan þegar við komum heim af spítalanum sat hún yfir Þuríði sinni og klappaði henni,knúsaði og augun fylltust af tárum en Þuríður mín lá hálfmeðvitundarlaus í sófanum.  Mjög erfitt. Já þetta tekur virkilega á alla á heimilinu því verr og miður.

Orðin alltof löng færsla og ég sem var ekki að meika skrifa hérna enda mjög þreytt og búin á því eftir þetta allt saman. 

Takk fyrir allar fallegu hugsanir til okkar, kveðjur, ljósin og bara allt saman.

Slaugan sem er að undirbúa tveggja ára afmæli litla íþróttaálfsins á heimilinu nk laugardag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mér fannst þetta ekki vera löng færsla, þú skrifar vel. Ég las þessa færslu með kökkinn í hálsinum... meira er ómögurlegt fyrir mig að segja án þess að segja of mikið.

Ef það er einhver sannleikur í þessari "rugl" bók -Secret- þá ætla ég að hugsa hlýjar og bata hugsanir til Þuríðar.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.1.2008 kl. 20:13

2 identicon

Elsku fjölskylda

Til hamingju með þessar niðurstöður, sem mér finnast alveg frábærar. Að vísu er þetta auðvitað ekki gott mál með "hin" veikindin hjá hetjunni ykkar, en yndislegt samt að vita að æxlið fer minnkandi. 

Nú takið þið bara einn dag fyrir í einu og reynið að byggja hetjuna upp, svo hún nái upp fyrri þrótti. 

Þetta er verkefni sem tekur á, og passið upp á hvort annað, það er svo mikilvægt

Gangi ykkur vel og guð veri með ykkur

kv. Anna

Anna (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 20:18

3 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ sæta.... æðislegt að æxlið sé að minka og ekki svo gott að vera búinn að missa hálft kíló og vera með sýkingar.... hafið það gott koss og knús og vonandi vinnur hún sjálf á matarveseninu....trúum ekki öðru hún er soddan HETJA og þið öll :)

kv Þórunn Eva og Jón Sverrir

Þórunn Eva , 9.1.2008 kl. 20:21

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

ástarkveðjur til ykkar og ósk um betri bata hjá litlu hetjunni ykkar,knús knús og kossar.linda og co.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.1.2008 kl. 20:30

5 identicon

Með tárin í augunum, held ég áfram að hugsa hlýlega til ykkar, kæra fjölskylda, og vona að uppáhalds hetjan mín fari öll að hressast.

Sólveig Jónsd (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 20:41

6 identicon

Elsku vínkona. Vildi senda ykkur baráttukveðjur frá okkur öllum hérna hugsum alltaf til ykkar. Áfram Þuríður nú er að takast á við þessa næringu og eins og þú segir einn dagur í einu það er málið.

Knús og enn stærra knús Brynja og co.

Brynja DK (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 20:58

7 identicon

Frábærar fréttir :)

 Björguðu deginum/kvöldinu

Þóra (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 21:14

8 identicon

Hæ elskurnar mínar.

Mikið var erfitt að lesa þessar síðustu færslur, en fynnst góðs viti að æxlið er byrjað að minka og ég segi alveg hiklaust að það sé batamerki og  er það sem koma skal engin vafi í mínum huga. Vona að henni Þuríði fari að líða betur eftir þessa rannsókn. Sendi ykkur mínar bestu kveðjur þið eruð alveg dásamleg að lofa okkur að fylgjast með ykkur takk takk.Kveiki alltaf á kertum fyrir ykkur, kv Birgitta

Birgitta (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 21:17

9 identicon

Hef ekkert náð að kíkja hingað inn síðan bara rétt fyrir jól, þar sem ég var erlendis, en einmitt rétt áður en ég fór erlendis var ég í myndatöku með mína stelpu og hún reyndist líka vera með kinnholsbólgu, er einmitt lítið sem ekkert búin að borða í mánuð eða í allan desember og enginn vissi hvað amaði að henni! hún var búin að vera mjög aum og þreytt og máttlaus. Hún fékk sýklalyf og ég er ennþá að flissa yfir því hvað barnið borðar mikið núna, hún er greinilega að bæta þetta upp og borðar meira en foreldrarnir :)

það tekur nokkra daga að ná upp krafti en vonandi fer litla kraftaverkið að verða hressari!

Mikið er ég glöð að heyra að ljóti krabbi hafi minnkað! það eru æðislegar fréttir!!! :)

vona að þið hvílið ykkur núna vel og safnið kröftum!

knús og kveðjur

Anna ókunnug (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 21:24

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er gott að heyra að nú er komin viðráðanleg ástæða fyrir þessum gríðarlega slappleika sem hetjan okkar hefur verið með og er með. Æxlið að minnka, enn sá léttir. Ég er búin að gá mjög oft í dag á síðuna og var orðin hrædd um að þið hefðuð fengið slæmar fréttir. Auðvitað er slæmt að vera með kinnholubólgur og gröft þar inni, en það er barnaleikur að ná því burt miðað við krabbameinið. Ég þakka Guði fyrir þá hjálp sem hún hefur fengið og á eftir að fá. Svona álag reynir ofsalega á ykkur fjölskylduna og ég bið Guð um að veita ykkur tækifæri til að ná hvíld sem allra allra fyrst.  Góðar kveðjur Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2008 kl. 21:29

11 identicon

Elsku fjölskilda,þetta eru frábærar fréttir með minkun á æxlinu,en vonandi fer nú BROSbarnið að borða,þó það væri ekki nema drekka,en megi  allir verndarenglar heims hjálpa henni að takast á við þetta, hún er ekki kraftaverkadúlla fyrir ekki neitt.Baráttukv.Hrönn

Hrönn (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 21:35

12 identicon

Dúdda mía þvílíkur léttir, auðvitað hafði æxlið ekkert stækkað enda er það ekkert leyndarmál að þessi dama verður orðin alheilbrygð og verður fallegasta fermingarbarnið í sinni kirkju já eða sinni sveitasókn

Já það er ógeðsleg flensa að ganga og hún fer auðvitað illa í svona kropp sem er ekki með ofnæmiskerfið í fullum gír. Láttu þig dreyma elsku Áslaug, draumar eru til að gera lífið fallegra og láta rætast Gangi ykkur vel og ég sendi hér með matarlyst til litlu frænku. 

Broskveðjur  Sigga 

sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 21:37

13 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég geri mér grein fyrir því að bæði litla snúllan og þið öll eruð að niðurlotum komin enda búið að vera gríðalega langt og strangt ferli. Að horfa upp á barnið sitt svona veikt og slappt er ólýsanlega erfið reynsla og öll fjölskyldan undirlögð. Þið standið ykkur eins og hetjur í þessari baráttu. Mörg fjölskyldan hefur gliðnað við svona álag þannig að þið eruð heppin.

Ég er ekki hissa þó litla snúllan skyldi falla í súrefnismettuninni, með stútfullar og sýktar kinn- og ennisholur, er eiginlega hálf hissa að hún skyldi vera svæfð undir þessum kringumstæðum. Læknarnir hljóta að hafa metið ávinninginn meiri við að drífa þetta af heldur en að bíða eftir að sýkingin yrði meðhöndluð.

Fréttirnar ótrúlega góðar þó ástandið sé slæmt á litlunni, 1mm er marktæk minnkun. Innilegar hamingjuóskir með þann árangur. Það hlýtur að gefa ykkur auka kraft að vita að allt það sem lagt er á litluna er að skila einhverjum árangri.  Aukaverkanirnar engu að síður erfiður tollur.

Gangi ykkur sem best á næstu dögum.

Baráttukveðjur

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.1.2008 kl. 21:45

14 identicon

Ég verð að segja það að mér finnst það eiginlega frábærar fréttir að það voru "bara" kinnholubólgur sem hafa verið að gera litlu hetjunni lífið svona leitt undanfarið. Gott að heyra að æxlið er að minnka.  Bara frábærar fréttir það og um að gera að einblína á það jákvæða. Vonandi verður hún fljót að jafna sig og ná kröftum (og finna matarlystina).

Knús og albestustu kveðjur

Óla Maja (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 21:46

15 identicon

snökkt ......snökkt .nílarflóð. Búin að hugsa til ykkar í allan dag. Gott að heyra frá ykkur. Guð gefi að litla snúlla fari nú að dafna. Til lukku með allar góðu fréttirnar ( líka kinnholurnar) Þið náið tökum á því !!!!!!

Til lukku með lillann á laugardaginn og vonandi líður Oddnýju litlu betur núna.

Knús á hópinn

gunna (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 22:01

16 identicon

Takk fyrir fréttirnar ég veit ekki hvað ég er búin að kíkja oft í tölvuna í dag , var farin að hafa miklar áhyggjur. Frábært að æxlið hefur minnkað , nú bið ég þess heitt og innilega að litla dúllan fari að borða eitthvað.  Guð blessi ykkur öll.

Kristín (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 22:19

17 identicon

Sæl,

Við þennan lestur leka tárin eins og svo oft áður. 

Ég hugsa með hlýhug til ykkar allra.

Til hamingju með snúllan á laugardaginn, sá verður flottur afmælisdrengur.

 Kveðja,

Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 22:26

18 identicon

Til hamingju, hamingju, hamingju og TIL HAMINGJU

Mikið óskaplega eru þetta góðar fréttir. Það er alveg öruggt að það gleðjast allir sem af ykkur vita og hafa verið að fylgjast með.

Nú hefst uppbyggingin og ekki bara á hetjunni, heldur ykkur öllum trúi ég.

Sendi kærleik og bænir í húsið

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 22:30

19 identicon

Kæra fjölskylda ! 

Það er skrítið að segja það - en þetta voru góðar fréttir.

Sendi baráttu og orkukveðjur til Þuríðar og ykkar. Þið eruð áfram í bænum mínum.

Sigrún (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 22:31

20 identicon

Eitt trix sem hefur virkað á mínu heimili þegar listin er ekki upp á marga fiska, ís, bild-up jarðaberja eða súkkulaði og jafnvel smá ís sósa með og mjólk. Og að sjálfsögðu í blandarann, hann er ómissandi. Á einn sem ég hef verið að glíma við að halda í kjörþyngd í öll hans ár og skil því vel hvað það er erfitt að koma engu niður í barnið. Gangi ykkur vel og enn og aftur takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með ykkur og við höfum ykkur með í bænum okkar.

Kveðja Rós og fjölsk.

Rós (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 22:38

21 Smámynd: Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

Elsku Áslaug

Til hamingju með millimetrinn - JIBBÝ!!!!!  Leitt með kvefið, ennisholurnar, næringarleysið og annað sem þessi ofurstúlka ykkar er að glýma við núna.

Takk fyrir commentið á síðunni okkar. Ég sé það hvað þú vandar þig hér og ég dáist raun af því hvernig þér tekst að segja frá börnunum þínum í þessu öllu saman. Þó Þuríður sé svona mikið veik hugsa ég alltaf fyrst og fremst um barnið hana þegar ég les bloggið ykkar. Einfaldlega vegna þess að þú lýsir hennar karakter svo vel.

Við Alma erum ánægðar að heyra að þér hafi líkað bókin og ég efast ekki um að þú kannist við margt sem mamma og pabbi fóru í gegnum, á einhvern hátt.

Ég held áfram að hugsa til ykkar og trúa á kraftaverkafjölskylduna sem þið eruð.

Knús á ykkur öll

Kv. Freyja

Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 9.1.2008 kl. 22:39

22 Smámynd: Elsa Nielsen

Vá hvað þið hljótið að vera búin á því elsku fjölskylda!! Til hammara með millimeterinn - Þuríður Arna er svo sannarlega mikil hetja (eins og þið öll í kringum hana) :) Vonandi nær hún fljótt upp orkunni aftur - efast ekki um það!

En Áslaug - láttu mig vita ef ég get bakað eða hjálpað þér eitthvað fyrir afmælið (hann vill samt örugglega ekki Kitty köku ;) ... þú mannst að ég er "bara" heima ;)

BaráttuKNÚÚÚÚS til ykkar

Elsa Nielsen, 9.1.2008 kl. 23:31

23 identicon

Sé varla á tölvuna fyrir tárum Guði sé lof að æxlið hefur minnkað, maður hugsaði ekki einu sinni út í það að "eðlilegar" ástæður gætu verið fyrir höfuðverknum hjá elsku stelpunni. Ég vona að þið hafið góða hjálp næstu daga því spennufallið verður örugglega mikið. Þið eruð svo ótrúlega ótrúlega dugleg og bara veit ekki hvað, ég bara er svo ánægð fyrir ykkar allra hönd.  Guð blessi ykkur

hm (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 23:34

24 identicon

Sæl, hef fylgst með ykkur síðustu vikur, þið eruð algjörar hetjur.  Datt bara í hug að nefna að gefa litlu stelpunni þinni herbalife drykk, td. súkkulaðisjeik, eða vörur frá þeim.  En kannski ertu búin að prófa allt.  Vildi allavega nefna þetta við þig.  Gangi ykkur sem best og Guð veri með ykkur.

Kv, Ásdís

Ásdís Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 00:27

25 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

dásamlegt að heyra með minnkunina, þökk sé Guði, og sýking og bólgur í kinnholunum geta gert manni lífið ansi leitt, mikill höfuðverkur sem fylgir því og einhvernvegin er maður þakklátur fyrir að það var það sem var að hrella.

Elsku krakkar mínir, sendi ykkur öllum mínar bestu óskir um áframhaldandi minnkun á æxli og snöggan og góðan bata í kinnholum.

Sendi alla mína orku sem ég má og get sent til ykkar, færi Guði mínum þakkir og bænir um framhald minnkunar.

ótal knús til ykkar

Gunna á Akranesi 

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.1.2008 kl. 00:31

26 Smámynd: Calvín

Ótrúleg hetjusaga sem endar vel. Ég varð að kvitta fyrir mig með bloggi á blogginu mínu. Guð verði með ykkur og styrki.

Calvín, 10.1.2008 kl. 01:35

27 Smámynd: Linda

Það eru góðar fréttir með mm og sýkinguna, furðuleg en satt, við skulum vera jákvæði áfram saman ég held upp á þennan sigur með þér og hlakka til að heyra um næsta sigur því annað væri óásættanlegt. 

Knús

Linda, 10.1.2008 kl. 01:50

28 identicon

ánægjutár!!

Katrín (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 05:13

29 identicon

 Innilega til hamingju med millimetrann Frábært ad fá minnkun. Gangi ykkur vel med uppbygginguna, hún getur thad litla skottid med hjálp frá ykkur frábæra fjølskylda.Dugnadarforkar sem thid erud,en skiljan lega verdur fólk útbrunnid,en mér finnst thid standa ykkur ROSALEGA vel.

baráttukvedjur frá Danmørku.

Maria-ókunnug (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 07:02

30 identicon

Gangi ykkur vel að koma næringu í litla veika kroppinn, mikið er gaman að heyra að æxlið hefur minnkað um 1 mm, það er byrjunin og svo í næstu skoðun verður það búið að minnka meira er það díll?  En eigiði góða daga, hamingju og frið og vonandi fer að sjá fyrir endann á þessum slappleika í dömunni af völdum sýkinga í kinnholunum.  Ég kveiki á kertum fyrir ykkur og þið eruð öll í mínum bænum.

Ásta (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 07:20

31 identicon

Þetta voru aldeilis góðar fréttir (þessar með æxlið).  Vonandi verka lyfin fljótt og örugglega á bólgurnar í kinnholunum og að Þuríði takist að næra sig uppá eigin spýtur.  Hlýjar kveðjur Mæja

Maria Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 09:02

32 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda.

Ég kíki hérna inn á hverjum degi, eins og svo margir aðrir en hef aldrei kvittað áður.  Þið eruð ótrúlegar hetjur og ég vona svo innilega að litla fallega Þuríður Arna fari að fá meiri krafta til að borða svo hún geti byrjað að byggja sig upp fyrir stríðið á móti þessum ljóta krabba.

Guð veri með ykkur.

Ragnhildur-ókunnug (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 09:04

33 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Húrra fyrir æxlisminnkuninni!!! Mér finnst það dásamlegt! Eitthvað hlaut að þjaka litlu telpuna, ennis og kinnholusýkingar geta verið ferlegar. Lenti sjálf í því í haust að standa ekki í lappirnar vegna svima og vanlíðunnar í viku og það reyndust vera skútabólgur, eins og þessar bólgur heita víst á læknamáli! Hefði aldrei grunað að það gæti gert mann svona lasinn. Hvað má þá litla angastýrið segja sem er kannski búið að vera með þetta í einhverjar vikur? Vonandi lagast hún nú af sýklalyfjunum og fer að braggast. Sendi henni græðgisstrauma héðan að vestan og vona að litli kroppurinn fari nú að fitna örlítið.

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.1.2008 kl. 10:27

34 Smámynd: Guðrún Erla Sumarliðadóttir

Kæra fjölskylda.

Hef fylgst með ykkar sögu, og maður veit hreinlega ekki hvað maður á að segja. Það er mikið lagt á ykkur öll og mikið dáist ég af dugnaði ykkar. Þið eruð í bænum mínum og ég bið guð almáttugan að styrkja ykkur öll. 

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 10.1.2008 kl. 12:21

35 Smámynd: Auður Kristín Matthíasdóttir

MIkið er ég ánægð fyrir ykkar hönd. Mikið skelfingar reynsla er lögð á ykkur. Það er meira en að segja það hvað það hlýtur að taka á að ganga í gegnum svona lagað. Það rísa öll hár og tárin leka niður kinnarnar þegar maður les svona. Vona að hún fari að braggast fljótlega, og nái sér á strik. Það er alveg með ólíkindum hvað þið eruð dugleg öll sömul. Og litla systir, kissandi og klappandi stóru systur og hlýlegu orðin, yndislegt. Sendi mínar sterkustu baráttukveðjur um góðan bata.

Auður Kristín Matthíasdóttir, 10.1.2008 kl. 12:26

36 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er góðar fréttir, Verst að þið fenguð þær ekki fyrr.  Þá hefði kannski verið hægt að lina þjáningar hennar aðeins fyrr með sýklameðferð.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 10.1.2008 kl. 15:59

37 identicon

Sæl Áslaug,en yndislegt að heyra að æxlið sé að minnka,þetta fer vonandi allt að koma :)  Vil líka segja þér hvað mér finnst þú skrifa af mikilli ást og umhyggju um fjölskyldu þína,vil taka undir það sem Freyja skrifaði til þín.Batakveðjur,María

María (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 17:36

38 identicon

Mikið er gott að heyra að æxlið hafi minnkaðVona að litla hetjan hristi þessar kinnholsbólgur af sér sem fyrst og fari að fá listina.  Ég mæli einnig með buld up eins og einhver hér að ofan.  Er að troða því í móður mína sem hefur verið veik og það er að virka þó hægt sé.

kærleiksknús Guðrún

Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 18:37

39 identicon

Hæ Áslaug! Þetta voru góðar fréttir í sambandi við hina löngu baráttu. Nú bíður maður bara og vonar að fljótlega komi færsla hér sem segir frá meiri minnkun á æxlinu.  Hvað varðar build up þá þótti Lóu best að drekka það sem heitt kakó - þú getur prófað það líka. Ég segi bara til hamingju með þennan áfanga og óska ykkur alls hins besta. Kveðjur héðan úr Dýrafirðinum.

Halla (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 19:18

40 identicon

Stórt orkuknús á ykkur öll

sigrún (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 19:57

41 identicon

Bryndís R (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 20:26

42 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Kíkti inn svona fyrir nóttina. Góða nótt og Guð veri með ykkur.  Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2008 kl. 22:21

43 identicon

Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 23:03

44 Smámynd: Halla Rut

Mínar bestu kveðjur.

Halla Rut , 11.1.2008 kl. 01:13

45 identicon

Bestu kærleikskveðjur.

vallý (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband