11.1.2008 | 10:51
Ekki var það á bætandi
Einsog þið vitið þarf Þuríður mín að taka inn tonn af lyfjum morgna og kvölds, fjórar tegundir af flogalyfjum (og það er sko ekkert eitt stk fyrir hvert lyf), ógleðislyf og krabbalyfin hennar. En einsog ástandið hennar hefur verið síðustu rúman mánuð hefur þurft að bæta á lyfjaskammtinn hennar, pensilín, einhver lyf til að auka matarlystina og svo bættist níunda lyfið við í gærdag en það er fyrir magan, einhver sýrulyf. Finnst ykkur skrýtið að barnið fái í magan að þurfa taka þennan haug ekkert borða með því, niiiiiihh ekki alveg. Ein lyfin gera hana líka þreyttari og það var á bætandi, ekki það að hún sé eitthvað hress fyrir eða þannig. Hún er ekkert að rífa sig uppúr þessu, jú hún er kanski hress í klukkutíma eftir að hún vaknar og svo vill hún bara fara í náttfötin og fara sofa einsog hún orðar það sjálf.
Við hittum magalæknir í gær, frábær læknir, gott að spjalla við hann. En við munum sjá framyfir helgi hvernig hún mun bregðast við öllum þessum lyfjum og ath hvort hún fái lystina aftur en ef ekki þarf hún að fá sonduna sem er slanga í gegnum nefið og límd við kinnina og leiðir eitthvað aftur. Skemmtilegt? Ég get ekki séð Þuríði mína í anda vera með einhverja slöngu hangandi á sér, hún þolir ekki slöngur sem ég skil mjög vel og yrði ö-a fljót að rífa hana af sér. En hann vill líka ath statusinn á maganum á henni því hún kvartar mikið undan verkjum sem eru kanski bara hungurverki en gæti verið eitthvað annað sem við vonum að sjálfsögðu ekki.
Hetjan mín sefur ennþá mjög mikið enda full af einhverjum lyfjum og það er frekar erfitt að skilja hvað hún er að reyna segja sem er ofsalega erfitt og sárt. Hún kvartar samt ekki jafn mikið í höfðinu sem er bara best, kanski er pensilínið farið að virka á kinnholsbólgurnar? Við erum nú farin að sjá hana brosa smá sem er ennþá betra og talar mikið um það hvað henni langar að fara til Lindu sinnar og strákana (uppáhaldin sín sem er systir mömmu og strákarnir hennar) og þá vitum við að það er farið að rofa aðeins til hjá henni allavega þegar hún tjáir sig aðeins meira en venjulega og segir hvað henni langi að gera. Frábært! Hún orkar samt ekkert að leika við nágranna vini sína sem eru mjög dugleg að koma hingað í heimsókn og bjóða þeim systrum yfir til sín og fer að sjálfsögðu ekkert í leikskólann enda vill stúlkan bara rólegheitin með mömmu sinni.
Skólinn hjá mér byrjar eftir viku og ég er orðin frekar spennt að reyna gleyma mér í lærdómnum og það get ég alveg þó Þuríður mín er heima því hún sefur líka svo mikið greyjið og það fer líka ofsalega lítið fyrir henni þó ég vildi að ég þyrfti að hafa meira fyrir henni því þá vissi ég líka að henni liði betur. Bið spennt eftir ofvirkninni. Ég ætlaði mér að bæta við tveimur fögum í skólanum og þá vera í sex en svo er ég hætt við, en eftir langa umhugsun held ég að ég sleppi því mun ö-a ekki höndla það allavega ekki fá níur og tíur í sex fögum eheh.
Svo er afmæli á morgun hjá litla íþróttaálfinu mínum honum Theodóri Inga, hann á reyndar ekki afmæli fyrr en 23.jan en það er engin tími en morgundagurinn. Það verður Bubba byggir þema, búin að panta kökuna og drengurinn himinlifandi yfir því þó hann segist ekki vilja eiga afmæli eheh. Veit ekki alveg hvort hann sé orðinn strax hræddur við aldurinn, hmmm!! Hann er bara fynndinn, ef ég spyr hann hvort hann eigi bráðum afmæli tryllist hann alveg og segist ekkert eiga afmæli. Skrýtinn!
Er á leiðinni til mömmu með hetjuna mína og íþróttaálfinn sem var með gubbuna í gær en er orðinn góður í dag en hér er regla á heimilinu að þú verður alltaf degi lengur heima en veikindi segja svo þú verðir ekki aftur veikur þannig það var engin leikskóli hjá honum sem honum leiddist ekkert. Finnst svo gott að vera hjá mömmu sinni litli mömmupungurinn. Já ég ætla alltaf að reyna fara til mömmu í hádeginu en hún er dagmamma og alltaf heitt í hádeginu handa börnunum og reyna láta hana mata/pína Þuríði mína svo hún fái krafta sína aftur.
Eigið góða helgi kæru lesendur, verið góð við hvort annað.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
snilldar hugmynd að fara til mömmu þinnar í hádeiginu.. þegar að þau vilja ekki borða er oft betra að fara með þau eitthvað annað og þá oft narta þau aðeins.. belive me, i know... gangi ykkur vel og vonandi borðar hún eitthvað.... koss og knús á ykkur....
Þórunn Eva , 11.1.2008 kl. 11:16
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 11:20
Sendi ykkur mínar bestu stuðningskveðjur.
Og vona að afmælisveislan vekji nú lukku hjá töffaranum Er Bubbi byggir ekki málið hjá þessum gaurum?
Bryndís R (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 11:49
Gott hjá þér að fara til mömmu þinnar í mat með Litlu hetjuna , því það gæti örvað hana til að smakka á einhverju innanum krakkana. Gangi ykkur vel með afmælisveisluna og góða helgi
Kristín (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 12:13
Þið eruð frábær.Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 13:05
Góða helgi elsku Þuríður mín og megi guð gefa þér orku og styrk.Ég bið fyrir þér og kveiki á kertum og hugsa til þín.Vona að þér fari að líða betur elsku stelpa..kærleiksknús
Björk töffari (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 13:51
Kíki til ykkar daglega að fylgjast með litlu dömunni ykkar. Kærleiks og baráttukveðja
Þóra og co.
Þóra Pálsd (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 14:00
Góða helgi, kæra hetjufjölskylda.
Sólveig Jónsd (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 14:47
Knúsar handa ykkur....
Eigið góða helgi og mikið innilega hvað við vonum að Þuríður Arna borði nú í það minnsta smá ;)
Knúsar og kram til ykkar, fallega fjölskylda
Halla Rós og Sturla Símon (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 16:25
Góða helgiog vonandi fer matarlystin að verða meiri hjá dömunnikveðja úr vesturberginu
Brynja í vesturberginu (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 17:27
Knús til ykkar allra.
Eigið þið yndislega helgi og vonandi fær hetjan sér smá Bubba byggir köku.
Knús og kram.
Bergdís Rósantsdóttir, 11.1.2008 kl. 17:39
Knús knús og kossar og góða helgi elsku fjölskylda
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.1.2008 kl. 18:58
Elsku litla stelpan, kannski er hún komin með magabólgur af öllum veikindunum og lyfjunum. Nærist illa í þokkabót sem eykur enn á magavesenið, ógleðina og lystarleysið. Vítahringur sem stundum þarf að rjúfa. Kannski er það ekki það versta að hún fái sondu í stuttan tíma til að rjúfa þennan vítahring, næra hana og koma henni af stað. Sonda er auðvitað ekki fyrsta úrræðið en stundum það eina sem gagnar.
Vona að þetta hljómi ekki kalt, tala af reynslu mín kæra og meina vel. Óþægindin eru oftast ekki mikil, börnin ótrúlega fljótt að aðlagast eins og þú þekki manna best. En um leið og hún fer að fá næringu og magalyfin, kemur hitt smátt og smátt.
Til hamingju með prinsinn á morgun, vona að þið eigið góða helgi. Skólinn mun gera þér gott, þú keppir að eigin markmiðum enda metnaðarfull fyrir sjálfa þig og þína fjölskyldu.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 19:28
Það er ekki nema von að Þuríður sé með verki í maganum af öllum lyfjunum, en vonandi fer hún að hressast. Sondan er ekki það versta því þá verður hægt að næra hana svo hún fari að braggast. Kanski er hún með ruglað bragðskyn af öllum lyfjunum og á erfitt með að borða vegna þess.
Rosa afmæliskveðjur til hans Theodór Inga töffara og íþróttaálfs. Gangi þér vel í skólanum. Guð veri með ykkur Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.1.2008 kl. 19:58
Góða helgi Áslaug og fjölskylda Ég vona að hún Þuríður fari að braggast
Katrín Ósk Adamsdóttir, 11.1.2008 kl. 22:23
Þið mægðurnar eru báðar ótrúlegar hetjur en það er sárt að horfa upp þá sem maður þykir vænt um svona veika. Ég veit þó að með óbilandi trú ykkar og krafti þá birtir fljótt. Það er aðdáunarvert að sjá hve margir bloggarar hugsa til ykkar dag og nótt og ég veit að Guð vakir yfir ykkur og leiðir.
Calvín, 12.1.2008 kl. 00:39
Baráttukveðjur til Þuríðar og knús til ykkar allra. Eigið góðan afmælisdag
Kær kveðja, Heiða
Heiða (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 09:28
Einhverja hluta vegna þá var mér hugsað til ykkar Þuríðar litlu þegar ég hlustaði á Lara Fabian syngja Je t'aime á tónleikum. Ég tileinka lagið ykkar baráttu.
Calvín, 12.1.2008 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.