12.1.2008 | 21:12
Góður dagur á enda
Búið að vera æðislegur dagur í dag, stór afmæli hjá drengnum en hann varð alveg snar þegar það var sungið afmælissönginn fyrir hann ehe. Fyndnastur!
Hér koma nokkrar myndir handa ykkur:
Theodór Ingi fékk trommusett í afmælisgjöf og var að fíla það í botn.
Ég veit samt ekki alveg hvor var að fíla trommusettið betur? Húsbóndinn á heimilinu eða litli íþróttaálfurinn ehe?
Það var Bubba byggir þema í afmælinu og hérna er sjálf afmæliskakan og að sjálfsögðu í þeim stíl og drengurinn himin lifandi með það.
Þuríður mín Arna var í sæmilegu stuði í afmælinu, hefur ekki vakið svona lengi síðan í lok nóv sem er bara gott. Líkaminn er ennþá mjög slappur og hún á dáltið langt í land en þetta kemur allt, ég veit það. Hún er frekar erfitt með gang enda líkaminn mjög slappur og orkulaus en hún hefur borðað aðeins meira en venjulega í dag.
Eitthvað svo létt yfir henni, ómetanlega fallegt barn einsog systkinin hennar.
Oddný mín Erla gat ekki stillt sig þannig það tókst ekki að taka einhverja venjulega mynd af stúlkunni enda stundum mikill ormur í rassinum á henni ehe. En núna er stúlkan í næturgistingu hjá Oddnýju systir minni, hún og Eva músin hennar systir minnar eru í dekri og lofað partýi. Þetta finnst henni ekki leiðinlegt og stúlkan þurfti virkilega á þessu að halda enda hefur hún átt mjög erfitt síðustu daga. Þarf aðeins að komast af heimilinu og njóta þess að vera "bara" þriggja ára gömul en ekki "gömul" kona og hugsa um systir sína. Þarf að fá að njóta sín líka.
Afmælisbarnið var ánægt með daginn enda ekki annað hægt, fékk fullt af fallegum gjöfum. Dót og föt en móðirin á heimilinu elskar það þegar drengurinn fær föt eheh finnst ekki leiðinlegt að dressa drenginn upp.
Læt þetta duga í bili, ætla að leggjast uppí rúm og hafa það notanlegt enda alveg búin á því eftir daginn. Þuríður mín er löngu sofnuð en þeir feðgar eru inní herbergi að syngja.
Góða nótt, stórt knús til ykkar.
Slaugan
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.1.2008 kl. 21:18
Til hamingju með drenginn, mikið flýgur tíminn, bara korter síðan hann var bara í bumbunni hehehe eða svona nokkurnveginn
Mér finnst þið svo dugleg með að muna eftir og leyfa yngri krökknunum að njóta sín, hjálpa þeim að gleyma og eiga "eðlilegann dag" Knús til ykkar frá mér fyrir það en munið að reyna að taka þannig tíma fyrir ykkur sjálf líka
Auðvitað er Þuríður að ná sér, en ekki hvað, hún er ekki með viðnefnið Hetja fyrir ekki neitt.
sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 21:22
Kristín (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 21:32
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.1.2008 kl. 21:36
Frábært að fá svona myndir að fjölskyldunni það sem gleðin ríkir. Afmælisbarnið og pabbinn greinilega á réttri hillu við trommurnar. Gott má og Oddný komin í dekur sem er æði. Það besta er auðvitað að Þuríður er að hressast þó langt sé enn í land. Góða nótt og góðan sunnudag. Guð blessi ykkur öll Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2008 kl. 22:30
æðislegt að dagurinn hafi verið svona endalaust frábær... verðum að fara að kíkja í heimsókn... koss og knús á ykkur...
Þórunn Eva , 12.1.2008 kl. 22:36
frábær dagur fyrir frábæra fjölskyldu
Knús á ykkur öll
Guðrún Jóhannesdóttir, 12.1.2008 kl. 23:39
Til hamingju með afmælisálfinn, aldeilis flottur á trommunum........og pabbi gamli líka. Spurning hvor eigi eftir að nota settið meira!!
Kveðja frá Lindargötunni
Sóley (skb) (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 00:09
Hæ hæ,
fyrirfram til hamingju með snúllann hann Theodór Inga. Mikið flottur strákur. Börnin ykkar eru sérlega falleg, myndarleg og bara æði
Mér finnst alveg einstakt hvað Þuríður Arna nær að ná fullum krafti og frábærum degi á afmæli bróður síns. Æðislegt að Oddný Erla fær að njóta sín með Evu Natalíu frænku sinni. Þær eru algjörar krúttu-bínur þessar tvær. : ) Afsakaðu orðfarið, en mér finnst barnabörnin hennar mömmu þinnar alveg einstaklega fallegur og vel heppnaður hópur; hlakka alltaf til að fá jólakortið frá henni : ) Knús í þitt hús (þetta segir ein vinkona mín - mér finnst það voða sætt) Þín Stella A. (sem einu sinni fékk þig til að passa börnin sín =þú ert sú besta passipía sem ég hef haft elsku Áslaug ****)
Stella A. (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 01:32
Æðislegar myndir. Greinilega verið mikið fjör í afmælinu.
Bryndís R (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 09:31
Til hamingju með íþróttaálfinn ykkar Gagni ykkur vel duglega fjölskylda!!
Ásdís (ókunnug) (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 10:12
Þetta hefur greinilega verið frábær dagur. Yndislegt að sjá myndirnar af börnunum þínum fjórum .
Bergdís Rósantsdóttir, 13.1.2008 kl. 11:20
Til hamingju með drenginn og takk fyrir fallegu myndirnar. Greinilegt að trommararnir voru í góðum gír
Gangi ykkur öllum vel,
Ragna
Ragna (ókunn) (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 11:46
Til hamingju með afmælisbarnið. Hlakka til að heyra hvernig frúnni mun ganga í skólanum. Þú hlýtur að vera spennt yfir því?!
Ég óska Þuríði alls góðs og vona að litla stúlkan fái einn daginn að lifi því lífi sem okkur er ætlað, heil glöð og hraust. Ég kíki stundum til ykkar, sérstaklega út af mömmu þinni þar sem hún er nú héðan af ströndinni. Það er erfitt líf að hafa svona veikt barn og þekki ég það af eigin raun, þrátt fyrir að veikindi Þuríðar eru talsvert alvarlegri en hjá mínu barni.
Ég hef trú á ykkur! Bið að heilsa mömmu þinni. (Oddnýju)
Rúna Guðfinnsdóttir, 13.1.2008 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.