Leita í fréttum mbl.is

Munið þetta

Lærið að meta það sem þið hafið og þakkið fyrir að hafa góða heilsu því það er ekki þar sem sagt að þið hafið hana á morgunn eða eftir 1 ár eða 10 ár.   Við erum ekki ódauðleg og ósnertanleg og tilveran er ekki sjálfsögð.

Við munum öll deyja einhverntímann og þess vegna er meiri ástæða til þess að lifa og nýta hvern dag til hins ýtrasta og vera þakklát fyrir það sem við höfum.....

Ég stal þessum orðum frá einni hetju sem er fallin frá eða henni Ástu Lovísu sem ég leit mikið upp til.

skari.humar
Það væri nú ekki leiðinlegt að fá sér eitt stk svonaW00t

theodor.florida
Eða skelli sér upp sólgleraugun og fari í sólina?  Theodór minn töffari.Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elsa Nielsen

Vá hvað þetta eru sönn orð!! Einmitt það sem við hjónin hugsuðum um helgina þegar við ákváðum að fara út með krakkana í sumar í staðin fyrir að eyða peningunum í dauðan hlut!!... það er ómetanlegt að safna góðum minningum ;) Sjáumst á sunnudaginn... hver veit nema að ég sé með eitthvað fallegt í pokahorninu handa þér :)...öhhh einhverju sem ég var búin að lofa fyrir lööööngu!! KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 13.2.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Ásta var sannarlega hetja Áslaug, en þú ert ekkert minni hetja, það er alveg öruggt að þú ert ekkert í auðveldari sporum en hún var.

Hún sagði margt fallegt og satt í blogginu sínu eins og t..d. þetta sem þú settir hér 

Knús til ykkar vinan

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.2.2008 kl. 15:25

3 identicon

Þetta er svo mikið rétt. Og það er ekki nóg að hugsa um þessi orð maður verður að tileinka sér þau.

Ég veit að hún leit líka upp til þín og ykkar...   Og það geri ég líka.

Þið eruð HETJUR.

Baráttukveðjur

Guðný( frænka Ástu Lovísu)

Guðný (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 17:08

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta eru sönn orð sem maður sjaldnar enn aldrei hugsar út í

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.2.2008 kl. 18:07

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já það er mikilvægt að huga að því góða og nýta hvern dag til hins ítrasta. Við erum öll brothætt og getum farið af jörðinni hvenær sem er. Njótið dagsins og Guð veri með ykkur Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.2.2008 kl. 19:06

6 identicon

Vá þið eigið ótrúlega falleg börn :) yndislegar myndirnar af þeim efst á síðunni. kv ókunnug

ókunnug (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 20:38

7 Smámynd: Linda litla

Þetta er svo satt hjá þér.... við lifum jú ekki nema einu sinni.

Linda litla, 13.2.2008 kl. 21:24

8 identicon

Hafði Skari ekki betur í viðureigninni,sýnist að baráttann sé erfið???? Flottur töffarinn.Ásta var hetja og þið eruð það.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 22:11

9 identicon

Þetta eru sko orð að sönnu Aslaug mín, Tek undir með nokkrum hérna að ofan að þið eruð hetjur alveg eins og Ásta Lovísa var.

Þið standið ykkur svo vel, tek að ofan fyrir ykkur.

Er búin að fá vikuna og lesa viðtalið við þig, þetta var gott viðtal og þú lítur ofsalega vel út Áslaug. Átt alveg heiður skilið fyrir hvað þú ert heilsteypt og yndisleg og falleg kona jafnt að innan sem að utan.

Sendi ykkur feikna knús héðan frá DK

Halla Rós (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 22:37

10 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Það er nú svo að þegar maður stendur í sárri lífsreynslu, tekur maður upp Pollýönnu sem er nauðsyn, jákvæð stelpa sem tileinkaði sér jákvæðni í gegnum þrautir.  Þegar sigrar koma gleymir maður eða öllu heldur leggur þessa frábæru söguperónu aðeins til hliðar, grípur til hennar áfram er þarf.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 14.2.2008 kl. 02:51

11 identicon

 heyr heyr ord ad sønnu og mættum MUN oftar reyna ad tileinka okkur thetta.

baráttukvedja frá DK

Maria-ókunnug (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 07:23

12 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Hárrétt hjá þér!!!

Báráttukveðjur úr Kópavoginum til ykkar allra, þið eru miklar hetjur í mínum huga.

Kjartan Pálmarsson, 14.2.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband