Leita í fréttum mbl.is

Flottasta hetjan mín

Það var leikhúsferð í leikskólanum hjá krökkunum í morgun og að sjálfsögðu skráði ég mig í þá ferð og var ákveðin að fara með Oddnýju minni og Theodóri mínum þar sem Þuríður mín er alltaf lasin átti ég ekkert von á því að hún færi og ég ætlaði heldur ekkert að leyfa henni að fara enda barnið alltaf með yfir 40 stiga hita.  Well stúlkan var hitalaus í gær og Skari minn ætlaði að vera heima hjá henni á meðan ég færi með hinum en svo fór ég að hugsa sem gerist nú ekki oft ehe.  Það er búið að taka svo ofsalega mikið af henni í þessu veikindastríði að ég hafði ekki stærra hjarta í þetta sinn að taka þessa leikhúsferð líka af henni, hún fær hvorteðer hita aftur á föstudaginn (allavega einsog þetta hefur verið síðustu þrjá mánuði) og afhverju þá ekki að leyfa henni á þessum "eina" hitalausa degi sínum að fá að njóta sín aðeins og skemmta sér?  Vitiði það hún var svo glöð að fá að fara, hún skemmti sér svo hrikalega vel, hún brosti allan hringinn á meðan leiksýningunni stóð og það var líka svo gaman að horfa hana svona glaða.  Ég var gjörsamlega að springa því ég var svo glöð að sjá hana svona, glampinn í augum hennar, æjhi þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það var gaman að sjá hana skemmta sér svona vel.  Hlæja og bara fá að skemmta sér einsog öll börn eiga að gera.  Vávh, bara gaman!

Á morgun ætlar hún svo aftur í leikskólann en hún veit ekki af því en leikskólinn ætlar í heimsókn í hverfisskólann sinn og að sjálfsögðu fær Þuríður mín að fara líka þó hún sé ekki að fara í þennan ákveðna skóla.  Ef ég myndi segja henni frá því núna myndi hún heimta það að ég færi með hana útí búð og keypti eitt stk skólatösku ehe, mikið hlakka ég til þegar við förum að gera þá hluti.  Tíminn er svoooo fljótur að líða og litla fallega hetjan mín er að fara í skóla í haust.  Hver hefði trúað því?  Allavega ekki læknavísindin.  Við erum líka alltaf á leiðinni í skólann okkar hérna í sveitinni en skólastjórinn í þeim skóla er svo yndislegur að ætla leyfa Þuríði minni að eyða smá tíma einn daginn í skólanum og leyfa henni að finna smjörþefinn af því  hvernig er að vera í skóla en þar sem hetjan mín er búin að vera lasin frá því í des hefur ekki fundist tími í það, því verr og miður.  Vonandi fljótlega.

Annars er hún ágætlega hress, hún er eitthvað svo skýr í augunum sem glampa svona fallega, maður finnur alveg að þroskinn hennar er á uppleið og farin að segja allsskonar orð sem ég hélt að hún kynni ekki.  Ég veit nefnilega ef hún fær tækifæri til þess þá mun hún verða aftur einsog jafnaldrar sínir í þroska, hún er nefnilega svo klár hún Þuríður mín en vegna lyfja kann hún ekki alveg að nota þann hæfileika en ég veit að það mun koma hjá henni. 
Hún getur, hún ætlar og hún skal.

Af rannsóknum að frétta þá erum við að sjálfsögðu ennþá að bíða eftir niðurstöðum úr blóðrannsókninni en ekki hvað?  Á morgun erum við að fara hitta magasérfræðinginn vegna næstu viku en þá fer hún í speglun og ö-a aðgerðina vegna tappans.  Það er búið að minnka flogalyfin hennar um dáltið stóran skammt, ég held svei mér þá að hún ætli sér bara að hætta á þeim.  Líkaminn er bara að segja stopp hingað og ekki lengra, ég þarf ekki á þessum lengur á að halda.  Væri óskandi og það er alltílagi að hafa einhverja óskhyggju þó hún sé fjarlægð.

Vonandi helst hetjan mín hitalaus allavega frammá föstudag því þá ætla ég að leyfa hinni hetjunni minni henni Oddnýju Erlu fá eitt stk mömmudag en ég hef ekkert sagt henni það því Þuríður mín gæti fengið hita fyrir þann dag og þá yrði Oddný mín alveg miður sín. 

Hafiði það ótrúlega gott og verið góð við hvort annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 en gaman ad heyra ad hún gat farid med bara frábært. vonandi er thessi hiti bara ad fara til fedra sinna núna,og láta hana i fridi

baráttu og kærleikskvedjur frá dk

María Guðmundsdóttir, 5.3.2008 kl. 17:29

2 Smámynd: Ragnheiður

elskan litla, gott að hún gat farið

Ragnheiður , 5.3.2008 kl. 17:31

3 identicon

Mikið hlýnar manni um hjartarætur þegar svona skemmtilegar og góðar fréttir koma af litlu hetjunni.  Stórt knús á ykkur öll.

kveðja Guðrún ókunnug

Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Helga Linnet

Frábært að heyra þetta. Kominn tími til

p.s. Mér finnst útlitið á síðunni þinni GEGGJAÐ. Enda bleikur fan nr 1.

Helga Linnet, 5.3.2008 kl. 18:10

5 identicon

Dásamlegar fréttir Halda bara áfram svona og þá vonandi fer aðeins að rakna upp kvíðahnúturinn í mallanum ykkar.

hm (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 18:33

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið eru þetta frábærar fréttir af henni Þuríði okkar og það gerir henni svo gott að hlæja og verða glöð. Ég finn hamingjuna streyma til mín að lesa þessa færslu þína Áslaug og þú ert að gera svo góða hluti.      Kveðja Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.3.2008 kl. 19:02

7 identicon

Æji en gaman, að hún skemmdi sér svona vel, þetta er indislegt að það gekk upp.Ég vona að allt gengur upp á mömmu daginn og þið Oddnýu fær að eiga góða stund saman , og skemmta ykkur ofsalega vel ,Ég vona líka að allt verður mjög gott varðandi niðurstöðu ræktunnar sem þau tóku af henni Þuríði.Hafið  það gott .Stórt knús til ykkar öll og Guð blessa og gæta ykkur.Kær kveðja Dee

Dolores (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 19:14

8 Smámynd: Þórunn Eva

knús og koss á ykkur..... og æðislegt að heyra að hún sé alveg þokkalega hress.....

bæ í bili..

Þórunn Eva , 5.3.2008 kl. 19:31

9 identicon

Bros og gleði til ykkar(reyndar okkur öll).Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 19:38

10 Smámynd: Helga skjol

Frábært að lesa það að litla elskan skildi komast með á sýninguna,

Kærleiksknús

Helga skjol, 5.3.2008 kl. 19:48

11 Smámynd: Hulla Dan

Frábært.
Vonum og óskum innilega að komi nú aðeins góðar fréttir í stríðum staumum.

Hulla Dan, 5.3.2008 kl. 19:57

12 identicon

Virkilega gaman að heyra svona skemmtilegar fréttir :)

Sigurrós (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 20:20

13 identicon

Æ Áslaug mín og þið öll frábært að fá svona góðar fréttir og vonandi verða þær miklu fleiri á næstunni, guð veri með ykkur.

ókunnug frá Eyrarbakka (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 21:07

14 identicon

Þið eruð magnaðar mæðgur - allra bestu kveðjur til ykkar og líði ykkur sem allra best!

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 22:45

15 identicon

Frábært að allir gátu farið saman:) samgleðst þér í góðu fréttunum og vona með þér að Oddný sæta fái mömmu daginn sinn:)

Hjartans kveðja

Díana 

Díana (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 23:01

16 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Skil þig vel að þú gast ekki tekið af henni þessa gleðistund og finnst það frábært að hún skuli hafa haft svona gaman af!

Sigríður Hafsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 23:39

17 identicon

Hæ hetjur,

Mikið ofboðslega var gaman að lesa þessa færslu, svo fallega skrifuð og beint frá hjartanum og mikið innilega er ég sammála þér að leyfa henni að fara með leikskólanum sínum og gaman að heyra hvað hún naut sín í botn.

Hárrétt ákvörðun!

Kveðja,

Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 08:59

18 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Það spratt upp húð gæsanna við þennan lestur. Frábærar fréttir!

Kærleikskveðjur

Kjartan Pálmarsson, 6.3.2008 kl. 09:50

19 identicon

Yndislegt að heyra

Kristín Erla (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:16

20 identicon

Gaman að heyra hvað það hefur verið frábært að fara í leikhúsið saman :)

ingibjörg g (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:22

21 identicon

Gott hjá þér, Carpe Diem, er mitt mottó. Auðvitað á að nýta og njóta allra þeirra stunda sem maður fær færi á. Mikið vildi ég að ég hefði sé glampann og brosið í leikhúsinu

Góða skemmtun á mömmudaginn, auðvitað náið þið að halda hann.  Daman er að braggast og þetta stutta baksla búið, en ekki hvað

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 11:09

22 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Gleðitár á hvarmi, er kannske ekki það sem sett er í samband við karlfauska eins og mig  EN mikið er ég þakklátur að fá að þerra þau.

Tilefnið er ærið.

Nú hækkar Sól í tvennum skilningi orðsins.

 Hann Verði með ykkur á göngunni framm á við.

Miðbæjar....  æ þú veist.

Bjarni Kjartansson, 6.3.2008 kl. 11:29

23 identicon

Yndislegt að lesa þessa færslu ég fékk bara gæsahúð.    Látið ykkur líða sem best.  Bestu kveðjur á bæin.

Gróa (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband