Leita í fréttum mbl.is

Eldgömul færsla

Þar sem ég er virkilega tóm í dag nýkomin úr ræktinni og algjörlega búin á því, vávh elska þessa tilfinningu. Er á leiðinni að ná í hetjuna mína sem fékk að fara í leikskólann frammað hádegi og svo beint í spítalaheimsókn og svo í sjúkraþjálfun. Þess vegna langaði mig bara að birta eina gamla færslu frá mér sem ég skrifaði fyrir kanski tveim árum, man ekki alveg (jú nákvæmlega 26.mars'06).  En allavega stundum vill maður ekki að allir draumar manns rætast einsog þessi...

Maður á sér marga drauma og einn af mínum draumum var að geta verið heimavinnandi og geta séð alfarið um börnin mín. Þegar fæðingarorlofið mitt með Oddnýju Erlu var að klárast langaði mig enganveginn að fara á vinnumarkaðinn og var heldur eiginlega ekki tilbúin að fara frá henni, fannst hún svo lítil að fara í pössun og þótt það væri til mömmu og Önnu. En ég sá það að ég gat enganvegin verið heima með stelpurnar mínar, jú ég þurfti að fara vinna til að geta séð fyrir heimilinu, borgað reikninga, keypt föt á börnin og bara allan pakkan og var náttúrlega mjög svekt yfir því.

Ég var búin að fara í nokkur atvinnuviðtöl sem gengu mjög vel og var meira að segja búin að fá eina vinnu sem ég var mjög glöð með :) En svo veiktist Þuríður mín og allt breyttist á einum degi, ég gat ekki farið útá vinnumarkaðinn og draumurinn minn varð að veruleika Frown Ohh ég vildi óska þess að þessi draumur minn hefði ekki ræst.

Ég vildi óska þess að mig væri ennþá að dreyma að vera heima með börnin mín. Ég vildi óska þess að ég væri að pirra mig á því hvað ég væri láglaunuð í þessu starfi sem ég væri að vinna við, mig langar að pirra mig yfir því að börnin mín þurfa að vera á leikskóla frá níu-fimm og ég hefði minni tíma fyrir þau, mig langar að pirra mig á því hvað ég væri að borga mikið fyrir þau á leikskóla, mig langar að vera pirruð við yfirmann minn því hann vill ekki gefa mér launahækkun.

Ég vildi óska þess að ég hefði ekki átt þennan draum sem varð að veruleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Stundum snúast draumarnir okkar upp í andhverfu sína. Ég er með tillögu fyrir þig og hún er sú að þig dreymi um að stunda vel borgaða vinnu heima svo þú getir verið hjá börnunum þínum þegar þér hentar. Þú gætir til dæmis notað trixið með "rauðu húfuna". Það er að klæðast einhverju sérstöku þegar þú ert að vinna og þá megi þau ekki trufla nema mikið liggi við. Þetta notaði móðir sem var í námi og börnin tóku mikið tillit til "rauðu húfunnar" og gáfu henni gott næði.

Þetta er bara lítil skemmtileg saga og afskaplega góð. Frábært að þú fórst í ræktina og Þuríður í leikskólann. Guð blessi ykkur      Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.3.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Þórunn Eva

vá hvað ég skil þig..... vonandi gengur vel í dag... knús og koss á þig sæta mín LOVE

Þórunn Eva , 6.3.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

átakanlegt blogg,madur veit eiginlega ekkert hvad á ad segja. en segi eins og ein hér ad ofan,frábært ad Thurídur komst á leikskólann og thú í ræktina 

baráttu og kærleikskvedjur frá DK

María Guðmundsdóttir, 6.3.2008 kl. 16:31

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Hlýjar kveðjur yfir til ykkar,elskurnar mínar.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.3.2008 kl. 18:59

5 identicon

Segi eins og fleiri frábært að litla stúlkan komst í leikskólann og þú Áslaug mín í ræktina.  Bið Guð að geyma ykkur og styrkja og gefa Þuríði litlu heilsu.

Kristín (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 21:54

6 identicon

Skil þig. Sendi þér hlýja strauma. Knús á línuna

Gunna G (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 21:54

7 Smámynd: Vala Björk Vieregg

Kannski er þetta eitthvað sem þú hefur séð áður, en það er Sjúkrahús hérna í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í krabbameinum í börnum. Þetta er svokallað rannsóknarsjúkrahús. Hver veit nema þeir geta gert eitthvað en þeir hafa náð að bjarga lífi barna sem voru gefin engar lífslíkur áður. Endilega skoðaðu þetta og sjáðu hvort læknarnir geta sent myndirnar af Þuríði þangað http://www.stjude.org

Vala Björk Vieregg, 7.3.2008 kl. 09:17

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hér með tilnefni ég þig hvunndagshetju þessarar viku. Verr og miður fær fólk ekki bikara eða orður fyrir slík verðlaua. Eingöngu góðan orðstýrr fyrir að standa sig vel í lífinu og tilverunni. Raunverulegar hetjur lífsins er einmitt huntdagshetjunar sem þurfa að takast á við daglegt líf þó móti blási en ekki endilega þeir sem standa upp á verðlaunapallinum sigri hrósandi.

Brynjar Jóhannsson, 8.3.2008 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband