Leita í fréttum mbl.is

Vissu þið...

-að í dag er rúmt ár síðan Þuríður mín fékk síðasta krampann en þar á undan krampaði hún nánast stanslaust í rúm tvö ár. 

-að þegar hún krampaði sem mest fóru þeir alveg uppí 50 á dag.

-þegar hennar bestu dagar voru þá voru kramparnir "bara" tíu á dag.

-að fyrir sirka einu og hálfu ári var Þuríður mín algjörlega lömuð á hægri hendi, byrjuð að lamast á hægri fæti líka og farin slefa vegna lömunnar í munni.

-að lömunin er alveg gengin til baka þó hún noti ekki 100% hendina sína en það er líka vegna þess að stúlkan er örvhent.

- að henni hefur aldrei liðið svona vel í marga marga marga marga mánuði, ótrúlegt en satt því hún er búin að vera svo hrikalega veik síðustu mánuði.

- að hún hefur aldrei fengið svona lítið af flogalyfjum einsog hún fær í dag.

-að hún fer í næstu myndatökur um miðjan næsta mánaðar og ég hef aldrei verið svona afslöppuð útaf þeim tökum.

-að kraftaverkin gerast.

-að Sálin mín uppáhalds hljómsveit á 20 ára afmæli í dag ehhe en þá hljómsveit hef ég dýrkað síðan ég var 14 ára gömul eða í 16 ár.

-að ég ætla ekki á tónleikanna þeirra á föstudaginn, þvílíkur aðdáandi.  Samt verð ég með næturpössun.  Hmmm!!  Hefði kanski farið ef ég hefði geta keypt VIP miða þannig ég komist backstage og látið taka myndir af mér með goðunum.  ...svona einsog pabba dreymir um með Rolling stones ehe! ....eða ekki.W00t

-að mig langar með Oddnýju systir til NY á fimmtudaginn eftir viku.

-að mig langar að gifta mig aftur ehe þá að sjálfsögðu Skara mínum, fór nefnilega með Oddnýju systir að máta kjóla og ohh mæ god hvað þeir voru flottir. 

-ég hef ákveðið að gifta mig aftur í Las Vegas árið 2013 á tíu ára brúðkaupsafmæli okkar Skara.

-að ég væri hrikalega glöð með lífið og tilveruna.  Elska börnin mín og mann útaf lífinu, þið eruð líka æðisleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Frábært að vita það að ykkur líður vel , Sálin er líka mín hljómsveit og er búin að vera það í 20 ár , ég er á leiðinni á ballið á Föstudag það verður stemming vá

Haltu áfram að njóta lífsins

Sigga  

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 10.3.2008 kl. 20:16

2 identicon

Vissir þú:

  • að við ætlum að koma með ykkur til Las Vegas 2013..
  • að það væri gaman ef þið væruð líka að fara til NY..
  • að þú ert besta systir í heimi

Takk fyrir að koma með mér að máta brúðarkjóla

Oddný sys (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 20:18

3 Smámynd: Hulla Dan

Sálin er auðvitað bara frábær.
Nú er ég búin að fylgjast með ykkur í næstum ár... og það er frábært að heyra að ykkur líður betur, þið eigið það sko skilið og ég óska að þetta verði jákvætt áfram
Óska líka að þú/þið komist út með systur þinni, þú/þið hefðir svo gott af því

Hulla Dan, 10.3.2008 kl. 20:24

4 Smámynd: Ragnheiður

Elskulega Áslaug, þetta er æðisleg færsla hjá þér. Ég fékk tár í augun af gleði. Hún er svo björt, hlý og vongóð.

Hafðu það gott með þínu hjartans fólki

Ragnheiður , 10.3.2008 kl. 20:35

5 identicon

Pjúfffffff.... þungu fargi af mér létt!!!  Fyndið hvað maður er orðinn "innvinklaður" í ykkar líf.  Er búin að vera með krosslagða putta og tær síðan fyrir helgi, ég var svo hrædd um að það kæmi eitthvað bakslag hjá Þuríði.  Var svo innilega að vona að allt gengi áfram svona vel, var svo ánægð að heyra þig svona hamingjusama.  En þetta er einmitt rétta viðhorfið hjá þér, njóttu augnabliksins. 

Frábært hvað allt er á uppleið, botninum er náð og nú stefnir allt upp á við, ég veit það!!! Mundu bara góðir hlutir gerast hægt.

Kv.  frá einni ókunnugri

Elva (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:05

6 identicon

Vissir þú að þú ert frábær manneskja og rosa kraftmikil???Takk fyrir öll fallegu og erfiðu bloggin þín og yndislegt Þuríður mín að þér líður enn svona vel og ég bið guð um að svo verði áfram sætust...gaman að hitta þig Áslaug mín og vona að þú farir að komast með okkur 2svar í viku...knús til ykkar

Björk töffari (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:10

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk elsku ljúfan fyrir þessar frábæru fréttir,af litlu skottunni þinni og við krossleggjum fingur og tær og vonum að þetta haldi áfram að verða betra,elskurnar mínar.Kitty 4

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.3.2008 kl. 21:14

8 identicon

Vissir þú, að þið fjölskyldan eruð kraftaverk.Allir standa með ykkur og óska þess innilega að óskir þínar rætist.Að það er mér mikill heiður fá að fylgjast með ykkur og setja nokkur orð á bloggið þitt.Takk og frábærar kveðjur til ykkar.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:35

9 identicon

 og knús..............

Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:53

10 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Til hamingju með þetta allt saman, gott að hafa sól í hjarta

Guðborg Eyjólfsdóttir, 10.3.2008 kl. 22:14

11 identicon

YES! Gaman að heyra frá þér Áslaug mín.

Það er frábært og meira en frábært að Þuríði líði svona vel og að þú skulir getað skrifað góðar fréttir hér inn!! Já kraftaverkin gerast!!!!

Áfram svona.

Guðrún (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 22:52

12 identicon

Kæra fjölskylda,

yndisleg færsla, svo gott að heyra frá þér og fá að vita að hlutirnir eru upp á við aftur.

Baráttu og orkukveðjur sendum við ykkur áfram og þið eruð í bænum okkar. 

Sigrún (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 23:59

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

mikið ertu dásamleg kona,

mikið er dásamlegt að lesa það sem þú skrifar,

mikið er dásamlegt hvað hún Þuríður er frísk þessa dagana,

mikið er dásamlegt að heyra um alla ástina,

mikið er dásamlegt hvað þú ert afslöppuð

Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.3.2008 kl. 00:36

14 Smámynd: Linda litla

Þú ert yndisleg og það er gott að Þuríður er hressari þessa dagana, vonum að það endist hjá henni.

Linda litla, 11.3.2008 kl. 00:39

15 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

æ elsku dúllan mín hvað þetta er flott færsla :)

Gifting 2013?

glæsilegt

Guð veri með ykkur og gefi áframhaldandi "góðæri" 

Guðrún Jóhannesdóttir, 11.3.2008 kl. 00:40

16 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.3.2008 kl. 01:37

17 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Til hamingju með dagana! Léttir fyrir okkur bloggvinina að finna að allt gengur betur hjá ykkur, kæra fjölskylda! Nú biðjum við fyrir áframhaldandi gæfu og vonum að öll ykkar framtíð verði blessuð!

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.3.2008 kl. 09:11

18 identicon

Mikið er gaman að lesa þessa færslu :) Og bíddubíddubíddu, er Oddný að fara að gifta sig í sumar????? :) Kv. Oddný

Oddný (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 09:44

19 identicon

 þetta var gaman að lesa - frábært svona á þetta að vera og ekkert öðruvísi

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 09:59

20 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Gerðu nú eitt fyrir þig sjálfa.

Gakk að næsta spegli og kysstu mynd þína.

Þú átt það skilið.

Þér er margt að þakka

Njóttu lífsins og þess, sem það hefur þrátt fyrir allt upp á að bjóða.

Kysstu svo karlinn þinn, hann á það svo mjög skilið.  Það er LÍKA ERFITT  að vera pabbi en geta ekki tekið báttið í burtu.

Hann Haldi á ykkur enn um stund og leiði ykkur svo.

Kærleikskveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.3.2008 kl. 10:01

21 identicon

Stella A. (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 10:39

22 identicon

Sæl Áslaug,

Ég er búin að fylgjast með ykkur í svo langan tíma en hef aldrei kvittað fyrir innlitið. Ég á dóttir á svipuðum aldri og ég get ekki sagt annað en að þið eruð öll hetjur. Mig langar að þakka þér fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þér og bendi öllum hér á að þú ert tilnefnd sem afrekskona ársins svo endilega kjósið á:

http://lettbylgjan.is/?PageID=2433 

Sjáumst á konukvöldinu :)

Hildur (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 10:45

23 Smámynd: Elsa Nielsen

Þú ert flottust - ég er auðvitað búin að kjósa þig ;)

KNÚÚÚÚS

Elsa Nielsen, 11.3.2008 kl. 11:12

24 identicon

Bið þess að þetta góða ástand vari sem lengst Kærleikskveðjur.

Kristín (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 11:56

25 Smámynd: Þórunn Eva

æði pæði að heyra....

má ég vera brúðarmeyja.. heheheheh knús á þig sæta mín....

Þórunn Eva , 11.3.2008 kl. 12:45

26 identicon

Knús elskan.

maríanna (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 13:40

27 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Vá hvað þetta er skemmtileg færsla.  Til hamingju með þetta allt.  Þetta eru sannkölluð kraftaverk.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.3.2008 kl. 15:53

28 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Æðislegt að heyra að dóttur þinni líður betur, það er svo mikið og erfitt sem hún hefur mátt ganga í gegnum. Flott planið ykkar um að giftast aftur 2013, líst vel á það.

Helga Magnúsdóttir, 11.3.2008 kl. 16:17

29 identicon

ohh hvað það var gaman að lesa þetta - hugsum hlýtt til ykkar vonandi getum við farið að bjóða ykkur í heimsókn fljótlega upp í Kórahverfið (nú er sko allir á leiðinni í sveitina!)

kv, Unnur og Sigurður Garðar

Unnur (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 18:01

30 identicon

Mikið eru þetta yndislegar fréttir, alveg hreint frábært að snúllunni þinni sé farið að líða betur   Held áfram að fylgjast með ykkur hetjur.

Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 18:05

31 identicon

Yndislegt að lesa þessa færslu, fékk ákveðinn létti í hjartað mitt

Búin að kjósa þig sem afrekskonu ársins fyrir konukvöldið á morgun 

Hugsa áfram mikið til ykkar og sendi góða og hlýja strauma handa hetjunni ykkar, hafið það gott elskurnar

Knús, Guðrún H

Guðrún Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 19:50

32 identicon

Alveg eru þetta frábærar fréttir, allar.   Samgleðst þér og ykkur innilega.   Gifting # 2 2013 í Las Vegas..... vúha Og litla systir að giftast og verða F R Ú   í sumar  skemmtilegt

Sendi þér og þínum hlýju og kveiki á kerti fyrir hetjuna.    Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 21:15

33 identicon

Hehe, þú ert bara frábær! Góða skemmtun við að plana brúðkaupið eftir 5 ár ;)

Binna (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 22:35

34 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 12.3.2008 kl. 08:32

35 identicon

Hæ,

Hrikalega var gaman að lesa þetta, það skín í gegnum skrifin að það geislar af þér, enda eigið þið öll það svo margfaldlega skilið að fá að líða vel.

Þuríður Arna er sannkallað kraftaverk það er óhætt að segja.

Kveðja,

Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 08:46

36 identicon

Til lukku í krukku með svona góðar fréttir

Karólína (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 10:43

37 identicon

Vá....ég varð bara að skilja eftir athugasemd, ég fékk alveg tár í augun :) Ég hef aðeins fylgst með bloggunum þínum. Æðislegt hvað allt gengur vel hjá ykkur og vona ég svo sannarlega að það muni ganga svona vel áfram og þetta muni verða betra og betra. Margir argir gleyma svo oft að þakka fyrir það sem þeir hafa en með bloggunum þínum minnir þú svo sannarlega á það:) Haltu áfram á þessari braut ;) Gangi ykkur vel:)

Áslaug, ókunn

Áslaug (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband