18.3.2008 | 09:56
Að gefnu tilefni (breytt, bætti við tveimur myndum neðst)
Ég ætlaði ekkert að setjast hérna niður og skrifa í dag en fannst eiginlega tími til kominn því mail-boxið mitt hefur verið að fyllast af því ég er að fara nefna hérna.
Síðustu vikur hefur það verið að aukast að ég sé að fá allskonar beiðnir frá hinum ýmsu aðilum. Þessar beiðnir eiga allar það sameiginlegt að það er verið að biðja mig um að vekja athygli á einhverju á síðunni minni. Ekki misskilja mig, ég er voðalega þakklát fyrir það hvað síðan mín vekur mikla athygli og hefur hún oftar en ekki veitt okkur fjölskyldunni mikinn styrk í gegnum alla þessa baráttu. En ég er búin að ákveða að hér eftir birti ég engar tilkynningar frá ókunnugum aðilum hér á síðunni. Þetta ákveð ég fyrst og fremst til að koma í veg fyrir það að þessi síða breytist í einhverja auglýsingasíðu fyrir ókunnuga aðila. Vona að þið ágætu lesendur virðið þetta og takið ekki illa upp.
Annars er mikil þreyta á heimilinu bæði hjá mér og hetjunni minni(finn samt ekkert til með mér). Hún kvartar mikið hvað hún sé þreytt og vilji bara sofa, hún hefur legið alfarið fyrir síðan á laugardag og kvartar mikið um hitt og þetta. Finn ótrúlega til með henni. Litli pungsi minn átti að fara í leikskólann í morgun en á leiðinni í leikskólann tók hann uppá því að gubba yfir sig þannig það var snarhætt við þá ferð.
Páskafríið alveg að nálgast, Þuríður mín bíður spennt eftir því að fara með múttunni sinni á morgun að velja sér páskaegg. Við ætlum að gera allt og ekkert um páskana vonandi verður hetjan mín bara hressari svo það verði eitthvað hægt að gera, var einmitt að hugsa um það hvað það væri núna gaman að eiga wiiii tölvuna og leika sér í Mario bros alla helgina og rifja upp gamlar minningar síðan í denn. "Skari viltu kaupa tölvu handa mér?" ehe!
Ætlaði að fara "kveðja" hérna þegar Þuríður mín sagðist þurfa gubba þannig það var hlaupið inná klósett og losað aðeins um, það er einmitt EKKI það sem hún þarf á að halda "gubbupest". Kanski ég kaupi bara stærsta páskaeggið handa henni, númer hvað er það eiginlega? Hún þarf á því að halda þar að segja borða eitthvað sætt og það mikið af því.
Fallegasti KR-ingurinn, þeir gerast ekki fallegri
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
266 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi ykkur vel. Það er hreinlega dapurt að heyra að fólk skuli óska eftir auglýsingum á síðuna þína. Gleðilega páska.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 18.3.2008 kl. 10:07
Kæra Þuríður(og fjölskylda)! ekki þekki ég ykkur neitt en ég er í málsvari fyrir hóp mæðra sem höfum gaman að lífinu og höfum reynt að njóta hvers þess sem það hefur að bjóða. Við höfum reynt að gleðja aðra á sama hátt og aðrir hafa glatt okkur í gegnum tíðina og þar með gefið brot til baka í "karma" alheimsins. En okkur langar, ef við megum, gefa þér Þuríður svolítið sem kannski öll fjölskyldan hefur gaman af! en af síðustu færslu móður þinnar að dæma þá langar ykkur í eina Wii tölvu og okkur langar að senda ykkur hana fyrir páska ef við megum, og einhverja leiki með. Ég og krakkarnir mínir leikum okkur oft í Wii tölvunni okkar og kannski hafið þið eins gaman af því. Ef ykkur líst vel á þetta þá kannski biður þú mömmu þína um að hafa samband við mig á emaili þannig að ég viti hvert ég get sent ykkur "páskaeggið" í ár (þar sem ég ekki veit hvar þið búið).
með ósk um gleðilega páska, fyrir hönd Survivor klúbbsins Inger E
Inger Ericson (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 10:23
langaði bara að óska ykkur gleðilegra páska og vonandi fer að birta til hjá litlu hetjunni þið eru öll frábær. En ég segi eins og konan hér á undan ótrúlegt að fólk skuli byðja þig um að birta auglýsingar á bloggsíðunni þinni þar sem þú ert að skrifa um þig og þína. Allt getur nú markaðshyggjan krækt sér í sveiattan bara. Knús og kram á ykkur þó svo ég þekki ykkur ekki neitt.
kær kveðja Guðrún
Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 11:12
Það er margt sem fólki dettur í hug. Ekki hafði hvarlað að mér (þó hugmyndarík sé) að gera síðuna þína að auglýsingasíðu fyrir mig og mín áhugamál. Ég fæ meira að segja samviskubit yfir að skrifa mína skoðun á einhverju öðru, en ykkar máium og umræðuefnum. Magt er nú til og mikið skil ég þig vel. Æ Æ er gubban mætt lika, var ekki nóg samt. Gefðu henni Þuríði faðmlag frá mér og svona ömmuklapp. Guð veri með ykkur Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.3.2008 kl. 11:30
Fallega fjölskylda
Mundu að þetta er síðan þín og fólk á ekki að nota hana til að auglýsa eitt né neitt vitandi það að margir fylgjast hér með. Þessi síða er síðan ykkar og við sem fylgjumst með við fylgjumst með ykkur og gerum það sem við getum til að styrkja ykkur.
Vona að líðan fari að lagast og að þið njótið páskanna...víiiiii frábært framtak hjá Survivor klúbbnum gleður mitt hjarta að heyra af fólki sem er svona góðhjartað :0)
Tendra ljós og fer með bænir
Gleðilega páska
Með kærleikskveðju 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 11:32
Mæli með strumpaeggjunum
Þau eru svo sæt og hægt að velja sér strump, mín var alveg ákveðin í að fá smábarnastrump og við foreldarnir tættum í sundur stæðurnar í Hagkaup til að finna rétta eggið hehehehe hvað gerir maður ekki fyrir þessi börn
Annars var mér sagt að Ævintýraeggin væru rosa flott og fullaf skemmtilegheitum. Eigið góða páska elskurnar, ég sendi Þuríði, þér og ykkur orku og góðar hugsanir og vona að þið skemmtið ykkur vel við að fela og finna eggin 
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 13:24
Inger Ericson þetta er frábært hjá ykkur í félaginu, það er alltaf gaman að gleðja fólk, Húrra fyrir ykkur
Hetjan á sko skilið að fá stæðsta páskaeggjið :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 18.3.2008 kl. 13:36
Vonandi verður Þuríður hress eða allavega hressari um páskana svo þið getirð gert eitthvað öll saman í fríinu já og hin 2 líka frísk!!! Gubbupest.... ojjj.
Yndislegt hvað mikið er til af góðu fóki, og þetta góða fólk kemur t.d. hér inná síðuna ykkar.
Gleðilega páska Áslaug, Skari og börn og guð veri með ykkur.
Guðrún
Guðrún (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 14:37
Gleðilega páska! Vona að gubbupúkinn sé farinn fyrir fullt og allt af heimilinu og allir hafi góða lyst á súkkulaðinu!
Ylfa Mist Helgadóttir, 18.3.2008 kl. 15:01
Kristín (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 15:55
Jesús hvað hún er falleg, tek andköf og allt
Æðislegt hjá Survivor klúbbnum.
Vona að þið fáið góða gubbulausa páska
Hulla Dan, 18.3.2008 kl. 16:32
Hvað er fólk að spá? Þetta er ÞÍN siða. Ég meina það. DÍSESS KRÆST!!!
Og já, þetta er sko sætur KR-ingur.
Þórhildur Daðadóttir, 18.3.2008 kl. 16:45
P.s. mikið er KR-ingurinn flottur :)
Gleðilega páska öll
Inger E (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 16:53
Frábært framtak hjá Survivor klúbbnum og vonandi njótið þið tölvunnar um helgina.
Eins og oft áður, ég hef ekkert sérstakt að segja en les alltaf bloggið þitt og hugsa til ykkar. Áslaug mín - ég skal sjá um finna til með þér því þú hefur nóg með börnin þín :)
Hanna, 18.3.2008 kl. 17:11
Þetta er sko laaaaang flottasti KR-ingur sem ég hef á ævinni séð, ég held svei mér þá að þetta sé krúttlegasti fótboltastrákur ever.
Linda litla, 18.3.2008 kl. 18:07
Mikið er þetta falleg KR dama. Bestu bataóskir til stúlkunnar og njótið augnabliksins Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.3.2008 kl. 20:18
Ósköp er að heyra hvað hún er lasin litla kornið. Vonandi líður henni betur um páskana og geti borðað stóra páskaeggið sitt.
Mér finnst það hámark ósvífninnar að biðja þig um að birta auglýsingar. Þetta er þín síða sem fjallar um hræðileg veikindi dóttur þinnar. Hversu langt er hægt að ganga í frekjunni?
Gleðilega páska
Helga Magnúsdóttir, 18.3.2008 kl. 20:30
Hún Þuríður Arna er sko, fallegasti KRingur EVER.
Gleðilega páska, kæra fjölskylda, og batakveðjur frá Sólveigu.
Sólveig Jónsd (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 21:14
KR-ingurinn er flottust. Vona að þetta hafi bara verið ein gusa en ekki gubbupest. Sendi ykkur heilsustrauma.
knús og kram til ykkar allra.
Bergdís Rósantsdóttir, 18.3.2008 kl. 21:53
Frábærust,fallegust,langbesti,og sterkasti KR-ingurinn sem ætlar ekki að TAPA.KR-ingar mega vera stoltir að hún er ekta.Og þið hin eruð góð líka.Æ Skari þú ert ekki KR.....en heldur svo sannarlega með KR-ingnum þínum.Áfram KR fjölskylda
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 22:02
Fallegust! Ojj finn sko til með ykkur, gubbupest er ömurleg. Þið eigið allt gott skilið!
hm (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 22:42
Frábært framtak hjá Survivorklúbbnum
Flottasti Kingurinn forever örugglega. Vona að gubbupestin sé ekki að herja á gullmolann og hetjuna.
Knús, kærleikur og fullt af orkustraumum
Guðrún Jóhannesdóttir, 18.3.2008 kl. 23:13
Langflottasti KR-ingurinn.
Frábært framtak hjá Inger og félögum hér að ofan. Vonandi gengur vel í páskaeggjaleiðangrinum á morgun
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.3.2008 kl. 23:44
Góðan bata til
Hetjunar og Íþróttaálfsins
Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 08:52
Gleðilega páska og guð veri með ykkur :) kossar og knús
Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 09:38
Vildi bara óska ykkur gleðilegra páska. Mér finnst þið vera algerar hetjur öll saman. Vonandi getið þið leikið ykkur saman í Wii yfir páskana - en passið ykkur því að þetta er vanabindandi fyrir alla aldurshópa.
Helena Ericson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 11:47
Svanhildur Karlsdóttir, 19.3.2008 kl. 12:49
Sæl og blessuð,
míkið finn ég til með henni þuríði þegar hún er svo lasin engillin.Það er ekki á henni bætandi að fá helv gubbu pestina en það vil bara vera svona stundum.Ég vona að þið eigið gleðilegan páska og að þið náið að gera allt mögulegt á meðan.Ég óska þess líka að þið fáið wii leiktölvu það er snilld,við hefum fengið að prófa svona heima hjá mákonu minni og það er mjög skemmtileg.Eigið góðan páska frí .Kær kveðja Dee
Dolores (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 14:52
Mikið ofboðslega er ósanngjarnt að svona lítil yndisleg stúlka þurfi að ganga í gegn um þetta. Það er rosalega átakanlegt að skoða þessa síðu. Nógu erfitt finnst mér að vera með hvítblæði 25 ára. Lífið er stórfurðulegt og óskiljanlegt. En ég vona að hún fari að hressast elsku litla stelpan. Gott samt að hún geti sofið meðan henni líður illa. Það getur verið svo gott að sofa, stundum er það bara best. Hafið það sem allra best yfir páskana.
Sigrún Þórisdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 15:10
Hæ,
Vona innilega að þið getið notið páskanna og að ykkur líði öllum vel.
Gleðilega páska!
Margrét Rut
Margrét (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 17:30
Vonandi gengur gubbupestin fljótt yfir,algert óged thessi bølvud pest
Vonandi eigid thid góda páska og hetjunni lidi betur svo hún geti údad í sig STÆDSTA páskaegginu
og thau øll audvitad krakkarnir.ER svoooo gaman ad sjá thau spennt á páskadagsmorgni ad thad hálfa væri nóg
baráttu og kærleikskvedjur frá DK
María Guðmundsdóttir, 19.3.2008 kl. 17:44
Baráttukveðjur
Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.3.2008 kl. 01:20
Gleðilega páska til ykkar
Brynja skordal, 20.3.2008 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.