30.3.2008 | 21:25
Mynd tilefni sunnudagsins
Hérna eru fallegustu börnin mín á páskadag eftir að þau voru búin að finna eggin sín og svona líka kát með þau.
Allir ennþá hressir og kátir, Þuríður mín farin að geta hjólað á þríhjóli sem er krafaverk útaf fyrir sig þá meina ég án allra hjálpartækja sem hún hefur þurft á að halda. Að sjá hana hjóla EIN í fyrsta sinn á þríhjóli var einsog að sjá barnið sitt taka fyrstu skrefin, eintóm hamingja. Ég meina fyrir rúmu ári síðan komst hún ekki uppí efri koju þeirra systra vegna lömunar þannig hún er þvílíkt uppá við þessa dagana, það er alveg ótrúlegt að horfa á hana taka þessi þroskastig. Sjá þær systur leika sér saman inní herbergi hefur nær aldrei gerst, þá meina ég að sjá hana í leik. Hún Þuríður mín hefur aldrei verið vön að leika sér, hefur ekki haft þolinmæði í hálfa mín en um helgina léku þær systur sér allan daginn tvær inní herbergi. Vávh hvað það var gaman að sjá það. Hún er eitthvað svo glöð, ég fer að þurfa segja stop á litla átvaglið mitt og þá er nú mikið sagt en það gæti breyst þegar hún fær að byrja aftur í krabba-meðferðinni sinni sem verður vonandi um miðjan þennan mánuð eða þegar hún er búin að fara í myndatökurnar sem verða 15.apríl og æxlið búið að minnka enn meira. Kemur ekkert annað til greina.
Það er eitthvað svo létt yfir manni þessa dagana, engin þreyta í gangi en ég veit að hún á eftir að koma. Það er bara svoooo gaman að sjá hana svona, sjá hana tjá sig, leika sér, hjóla og vonandi kemur það fljótlega að hún hafi krafta og getu og hjólað á sínu 16" hjóli. Hennar tími kemur.
Þuríður mín byrjar á morgun í undirbúningi fyrir skólann sinn í greiningarstöðinni sem verður bara gaman að sjá hvernig hún mun koma útur því. Fer í einhver "próf" á morgun og hinn en þau verða nokkur og við hlökkum bara til eftir útkomuninni.
Helgin var æði hjá okkur, eyddum henni ásamt mömmu og pabba uppí bústað og þar var ekki farið út náttgallanum alla helgina, endlaus afslöppun sem ALLIR nutu í botn.
Sæluvímu-kveðja úr sveitinni
Slaugan
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 21:33
Dásamlegt að heyra af góðri heilsu hjá þuríði og að þið hafið átt svona góða daga - knús til ykkar allra.
Berglind Elva (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 21:34
Æi, krúttin. Þau eru yndisleg.
Það er gott að heyra að heilsan er góð þessa dagana og frábært að þið áttuð góða helgi í bústað. Vonandi helst heilsan hjá elsku Þuríði. Bestu kveðjur Linda
Linda litla, 30.3.2008 kl. 21:44
Æðislegt að allt gengur vel og þið nutuð ykkar í sveitinni í slökun og letilífi,þannig á það að vera..
Agnes Ólöf Thorarensen, 30.3.2008 kl. 22:30
Þetta eru yndilegar fréttir. Gaman að heyra hvað hetjunni gengur vel.
knús og kram
Bergdís Rósantsdóttir, 30.3.2008 kl. 22:42
Litla skottið, þau eru bara yndislegust.
Ragnheiður , 30.3.2008 kl. 22:53
Mikið er þetta yndisleg og dásamlegt. Kraftaverkakonan hún Þuríður farin að leika sér og hjóla. Hamingjuóskir til ykkar allra. Guð veri með ykkur Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.3.2008 kl. 00:10
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 31.3.2008 kl. 00:23
bara dásemdafærsla hjá þér Áslaug mín, glæsilegt með elsku kúttið, mikið er gaman að lesa þetta
knús
Guðrún Jóhannesdóttir, 31.3.2008 kl. 01:44
yndislegt!
Knús á línuna!
Ylfa Mist Helgadóttir, 31.3.2008 kl. 03:29
bara yndislegt ad byrja daginn med ad koma hér og lesa thessa lika gledifærsluna til hamingju med thetta kæra fjølskylda,mikid vona ég ad thessi skref uppávid verdi bara endalaust fleiri Yndisleg børn sem thid eigid Áslaug,fallegust med páskaeggin sín
Baráttu og kærleikskvedja frá dk
María Guðmundsdóttir, 31.3.2008 kl. 07:31
Alveg yndislegt að lesa þetta Áslaug mín og ég vona svo sannarlega að hetjan okkar haldi áfram að vera hress og kát.Sjáumst vonandi í vikunni og tökum á því...knús til ykkar
Björk töffari (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 08:05
Til hamingju með frábærar framfarir hjá dömunni
Anna Gísladóttir, 31.3.2008 kl. 08:54
Snilld snilld svona á þetta að vera og verðu áfram, engin spuring
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 09:50
Gaman að lesa svona færslu og yndisleg mynd af þeim öllum.
Biðjum áfram um góða daga, fulla af kærleik og kröftum fyrir hetjuna þína.
kærleikskveðja 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 10:19
Mikið ofsalega eru þau sæt svona þrjú saman :) Æðislegt að páskarnir hafi verið svona góðir. Þið eruð hörkutól öll sömul. Vonandi líður henni Þuríði Örnu svona vel sem lengst :)
Sigrún Þórisdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 11:20
Hjartanskveðjur.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 12:55
Kjartan Pálmarsson, 31.3.2008 kl. 13:10
Æ, hvað það er gaman að lesa þessa færslu kæra Áslaug!
Bið guð og góða engla um að hjálpa Þuríði að halda áfram á þessari braut...þroskast og dafna og vera áfram hamingjusöm lítil mömmuskotta.
Bergljót Hreinsdóttir, 31.3.2008 kl. 16:02
Til hamingju með þessar framfarir hjá Þuríði..................... þetta er baarrrra gaman að fá svona fréttir af ykkur, þvílík hamingja og það skil ég mæta vel.Þið eruð algjörar kraftaverkahetjur og njótið þið þess að gleðjast yfir þessum góðu framaförum.
Guð blessi ykkur kærleikskveðja Birgitta
Birgitta Guðnadóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 16:17
Bara gaman
Kveiki á kerti til að viðhalda kraftaverkinu
Luv magga
Magga (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 17:04
Mikið er yndislegt að lesa um framfarir hetjunnar. Til hamingju!
Það er svo skrýtið að þegar maður er að takast á við svona langvarandi alvarleg veikindi, að þá kann maður best að meta hversdagana og dagarnir þar sem allt gengur sinn vanagang og hetjunni manns líður aðeins betur, eru allra bestu dagarnir. Þekki þetta sjálf þar sem faðir minn barðist við heilaæxli í mörg ár.
Ég bið Góðan Guð að fjarlægja meinvaldinn og vernda ykkur og styrkja.
Mikið er gott að litlu hetjunni líður betur eins og er, ég vona að það verði þannig áfram og trúi því að hún sé að fá lækningu.
Batakveðjur,
Emma
Emma Vilhjálmsdóttir, 4.4.2008 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.