25.4.2008 | 13:29
Róleg helgi framundan
Það gerist ekki oft hjá okkur fjölskyldunni að það sé alls ekkert planað fyrir helgina, hmmm!! Þannig það verður bara afslöppun og ennþá meiri afslöppun, að sjálfsögðu verður farið í hjólreiðatúr enda Þuríður mín farin að æfa sig fyrir næstu heimsmeistarakeppni, þvílíkur snillingur og kraftaverk þarna á ferð. Hún er meira að segja farin að biðja um að fara útað hjóla og þá er nú mikið sagt, finnst svo gaman að geta loksins gert eitthvað einsog Oddný sín Erla þar að segja sem reynir á styrk hennar og krafta.
Stelpurnar telja niður dagana fyrir afmælið sitt sem verður haldið 1.maí (en þær eiga afmæli 30.apríl og 20.maí)í stórri "höll" ehe enda bara það besta og flottasta fyrir stelpurnar mínar. En við fáum lánaðan íþróttasal þá meina ég ekkert venjulegan íþróttasal (þeir sem vita hvað ég æfði í 11ár vita hvar afmælið verður ) og þær eru þvílíkt glaðar með það en ekki hvað. Allir krakkarnir geta hlaupið um, hoppað á dýnum, spilað íþróttina "mína" og svo lengi mætti telja, bara gaman!!
Lítið að frétta af stór fjölskyldunni en samt ekkert lítið þar sem hetjan mín er á fullri uppleið sem er bara gaman að fylgjast með. Jú mín fór aldrei þessu vant í kringluna áðan en mér finnst hundleiðinlegt að fara þangað nema þegar ég að leita að fötum á börnin mín (sem ég elska) en það var ekki ástæðan fyrir þessari kringluferð því minni vantaði föt og það eiginlega bara fyrir nokkrum vikum en ég fer mjööööög sjaldan til að versla á mig, finnst það bara svo leiðinlegt því ég finn heldur aldrei neitt. Þoli ekki, þoli ekki!! ...og að sjálfsögðu varð það líka svoleiðis núna nema hvað, jú ég fer inní eina búðina því mig vantar svo buxur en auðvidað fást ENGAR buxur á mig þar að segja sem mér líkar en þá ákvað ég bara svona í ganni mínu að fara inní aðra búð sem ég versla ALDREI inní sem er kanski ástæða fyrir hehe en viti menn mín fann pils. Þannig ég endaði bara í pilsi í staðin fyrir fínar svartar buxur, dóóhh!! Samt ekki sátt því mig vantar ennþá buxur ehe.
Styttist í að skólinn klárist hjá mér eða bara núna í byrjun maí og ég get ekki beðið, var í munnlegu enskuprófi í morgun sem var pís of keik. Díssuss hvað ég hlakka til þegar þessi mánuður er búinn og ég að gera ekki neitt í maí nema kanski eitthvað fyrir sjálfan mig. Hmm sem ég hef ekki hugmynd um hvað það ætti að vera ehe? Hugmyndir?
Sundkennarinn hjá stelpunum vill að Oddný Erla mín fari í betri hóp í sundi og þannig hóp að við foreldrarnir séum ekki með enda kanski ekkert skrýtið þar sem daman er snillingur í sundi. Vill að hún fari að æfa 3x í viku eða sko þetta eru mánaðarnámskeið tekin í senn (en hún er 3x í viku núna en er að klára það námskeið). Kanski hún fari að æfa sig fyrir Ólmypíuleikana 2020? ehe!! En svona án gríns þá er ekki langt í að barnið verði alveg vel synt.
Best að klára þessi síðustu verkefnaskil mín og fara svo að njóta helgarinnar, sundnámskeið í fyrramálið, jú Birta mín (bróðurdóttir) ætlar að vera hjá okkur hálfan daginn á morgun og svo verður bara endalaus rólegheit.
Eigið góða helgi, njótið hennar í botn.
Knús og kossar
Slaugan
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða helgi og góða afslöppunarhelgi. Vonandi lifið þið bara lífinu í botn í maí og njótið þess bara að vera saman og slappa af.
Helga Magnúsdóttir, 25.4.2008 kl. 13:45
frábært hvað gengur vel hjá ykkur. Áfram svona
Góða helgi og hafi þið það sem best.
Hulla Dan, 25.4.2008 kl. 14:09
Frábært að sjá hvað allt gengur vel hjá ykkur :-) Ég kíki alltaf á síðuna þína í gegnum "vinsæl blog" á mbl.is og hugsaði í vetur ... mikið verður gott þegar Áslaug dettur af listanum ... þá er sennilega allt í rólegheitum :-) Og viti menn, sumarið hófst á því.
Gleðilegt sumar duglega fjölskylda!
Anna Baldursdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 14:47
Eigid góda helgi kæra fjølskylda. Er svoooo gaman ad lesa hvad gengur vel, bara gerir daginn hjá manni gladan
María Guðmundsdóttir, 25.4.2008 kl. 15:10
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.4.2008 kl. 17:49
Mikið var yndislegt að lesa bloggið þitt í dag :)
Takk elsku Áslaug fyrir að leyfa okkur að fylgjast með :)
Hanna, 25.4.2008 kl. 18:29
Stórt knús á ykkur HETJURNAR í sveitinni.... LOVE
Þórunn Eva , 25.4.2008 kl. 20:21
Njótið sælunnar í botn, verkefnavinna og próf á enda, sumarið framundan og allt á uppleið
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.4.2008 kl. 23:40
Knús móttekið,sendi til baka.Góða helgi
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 01:09
Ohhh þetta er yndislegt,, fæ bara sælustraum við að sjá hversu vel gengur núna,, vonandi helst það svo bara sem lengst ;)
Sendi ykkur alltaf góðar hugsanir
KVeðja frá DK
Halla Rós (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 15:33
Eigið þið góða helgi. Yndislegt að heyra um allar framfarir hetjunnar.
Bergdís Rósantsdóttir, 26.4.2008 kl. 20:07
Það er svo mikil gleði á blogginu þínu núna kæra Áslaug. Mikið er það frábært og yndislegt. Einhver væri í þínum sporum að tína fram hluti sem ekki eru í lagi, en þú ert bara svo jákvæð og dugleg að segja okkur frá því góða sem er að gerast hjá ykkur núna. Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Guð blessi ykkur Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.4.2008 kl. 12:47
vona að helgin hafi verið frábær hjá ykkur Áslaug mín
Knús
Guðrún Jóhannesdóttir, 27.4.2008 kl. 15:56
Dásamlegt að lesa hvað allt gengur vel hjá ykkur Aslaug mín!
Bestu kveðjur til Iþróttaálfanna.
Ylfa Mist Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.