22.5.2008 | 12:42
Eitthvað að frétta?
Tjah ekkert svakalega mikið. Hetjan mín er búin að vera á sterkum steratöflum síðustu þrjá daga og klára þann kúr á morgun en hún er með svo mikin asma að hún hefur átt erfitt með andardrátt. Þessar steratöflur áttu nú að virka strax en fannst hún samt hafa mjög þungan andardrátt í morgun, hmmm well eigum að hafa samband uppá Hring á morgun og láta vita af stöðunni.
Ef ég væri í fullri vinnu í dag þá væri ég væntanlega að fara hætta vegna grindarinnar minnar, bwaaahh!! Ég er strax farin að labba einsog ég veit ekki hvað og ekki komin langt á þessari meðgöngu þannig mér er farið að kvíða fyrir hvernig næstu mánuðir verða. Hef alltaf verið að "deyja" í grindinni á öllum meðgöngum nema verst á síðustu en þá þurfti ég bara að liggja fyrir síðasta mánuðinn því þá var ég hætt að geta labbað. Það sem maður leggur á sig til að fjölga mannkyninu eheh, vissi alveg að þetta myndi ske en samt ekki svona snemma. Ok þetta verður sem sagt síðasta meðgangan enda get ég líka verið í skýjunum að eiga bráðum fjögur börn og eiga mjög auðvelt með að fjölga þeim.
Þar sem ég er mjög forvitin að eðlisfari ákvað ég að skreppa í sónar og kíkja á litla krílið mitt sem er aðeins 5,5cm á lengd (en samt ekki hnakka.....). Langaði svo að sjá hjartað slá og alltaf finnst mér þetta alltaf jafn merkileg upplifun og alveg ótrúlegt að þetta skuli vera inní mér. Það er komin föst dagssetning á mig sem er 3.des sem sagt mun barnið koma 17.des þar sem ég er vön að ganga tvær vikur framyfir með börnin mín, dóóhh!! Nema reyndar Teddalíus en það var ástæða fyrir því en ég var sett afstað þegar ég var gengin 6 daga framyfir vegna Þuríðar minnar sem var að byrja í harðri krabbameinsmeðferð, mínar meðgöngur eru bara 42 vikur. $%#&#$% Mig hefur alltaf dreymt um jólabarn og það mun víst koma, alveg ótrúlegt að ég/við getum bara ákveðið "hey já við skulum eignast barn í des" Búúúúmmm það kemur í des, maður getur nánast ráðið hvaða mánuð það kemur, hvursu heppin getur maður verið? Margir hafa líka spurt okkur hvort við ætlum að vita kynið og þó að ég sé mjööööög forvitin þá er staðan þannig í dag að við ætlum ekki að gera það, en plönin geta breyst?
Þó ég eigi að eignast barn í byrjun des stefni ég samt á að útskrifast um jólin, það verður erfitt en ég mun geta allt ef viljinn er fyrir hendi. Ég kem bara beint af fæðingardeildinni (einsog einhver sagði) í útskriftina ehe.
Sveitaferðin sem við fórum í á þriðjudaginn með leikskólanum var bara skemmtileg, Teddilíus hélt fast í móðir sína, greyjið hefur svo lítið hjarta en hinar tvær voru með nefið ofan í öllum dýrum sérstaklega Þuríður mín. Hún er efnileg sveitakona.
Þuríður Arna mín fékk að sjálfsögðu að halda á einu lambinu og vegna þess að hún átti afmæli í dag fékk lambið nafnið Þuríður sem hún var svaklega stollt af en ekki hvað?
Systkinin stilltu sér upp í 10 sek fyrir myndatökur ehhe og ekkert svakalega glöð með einhverja svona truflun.
Ætla núna að fara mína síðustu ferð til að leita mér að meðgöngufatnaði, damn hvað mér finnst allt ljótt. Ég meina þó ég sé ólétt þarf ég ekki að líta út einsog tjald, fer ö-a í fýluferð.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bestu kveðjur með að finna annað en tjöld mín kæra.Sveitakonan búin að fá nöfnu,lukku með það.Eigið góðan dag.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 13:17
Yndisleg færsla frá frábærri konu. Þetta er bara spennandi og ég veit að það er bara gaman þegar húsið er orðið fullt af börnum, endalaust líf, ys og þys. Tendra ljós og fer með bænir fyrir Þuríði.
Gangi þér vel í fataleiðangrinum :=)
með kærleiksknúsi 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 13:41
hæ hæ skemmtu þér í rvk... LOVE á þig babí... hlakka til að lesa aðra svona ofur skemmtiega færslu.. you go girl
Þórunn Eva , 22.5.2008 kl. 13:46
Þú ert ekkert smá duglega við að fjölga mannkyninu. Annað en ég sem á tvö með 20 ára millibili og sá yngri glasabarn.
Helga Magnúsdóttir, 22.5.2008 kl. 14:11
en gaman að fá smá óléttusfréttir En ekki gott með grindina... vonandi gengur það eitthvað til baka :)
kv
guðrún (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 14:34
Dúllan mín, grindin strax farin að trufla þig, ég mæli með höfuð beina og spjaldhryggsmeðferð STRAX Ömurlegt að fara að vagga eins og einfætt hæna strax. Þú finnur eitthvað smart á þig, ég er viss um það, ég meina leggings og bolir með stroffi neðst í tísku, þú gætir ekki verið heppnari
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 15:20
Fjögur börn er fínt en þetta með grindina er ekki nógu gott. Njótið sumarsins. Guð veri með ykkur öllum, bið að heilsa 5,5 cm krílinu
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.5.2008 kl. 20:49
Kvitt kvitt
Sigurbjörg Guðleif, 22.5.2008 kl. 21:25
Kristín (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 22:30
Sæl og blessuð,
og innilega til hamingju með bumbubúi .til lukku og gangið ykkar öll rósalega vel.
Kærleikskveðju Dee
Dolores (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 22:47
Kjartan Pálmarsson, 23.5.2008 kl. 00:26
Oooooo hvað þetta er dásamlegt! Jólabarn! Besta jólagjöf í heimi!
Ylfa Mist Helgadóttir, 23.5.2008 kl. 11:01
Góða helgi.Áfram Ísland.Kveðja Dóri
Halldór Jóhannsson, 23.5.2008 kl. 11:28
Ha? Finnurðu ekki óléttuföt? Ertu búin að fara í Tvö líf í Hlíðarsmáranum í Kópavogi? Held það séu ferlega flott föt þar, þægilegir bolir og svoleiðis. Vildi að svona búðir hefðu verið til þegar ég gekk með mín börn.
Farðu varlega með þig, svona grindarlos er ferlega hvimleitt og hræðilega vont.
Ibba Sig. (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 11:42
Innlitskvitt
Góða helgiLovísa , 24.5.2008 kl. 10:54
Er svo gaman ad fá ad fylgjast med hjá thér og bumbubúanum og audvitad hetjunni og øllum hinum. Takk fyrir thad og gangi ykkur sem allra best. kvedja frá dk.psss verdurdu ekki bara ad skreppa eina HM ferd fyrir medgøngufatnadinn? held thad sé bara nokk flott hjá theim..
María Guðmundsdóttir, 24.5.2008 kl. 15:12
Ég var best á fjórðu meðgöngunni minni. Byrjaði flótlega að fá grindarverki og breytti allri líkamsbeitingu. Skúraði ekki né ryksugaði. Var ekki að týna dót upp úr gólfunum, heldu aðstoðuðu börnin mín mig, því karlinn vanní burtu. Þau réttu mér dót sem var á gólfinu og ég gekk frá því. Síðan getur verið gott að fá sér belti. Aðalmálið er að hlífa sér og passa vel upp á líkamsbeitingu. Frænka mín kom og aðstoðaði mig við heimilsþrifin, það bjargaði mér alveg.
Baráttukveðjur!
Gréta (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 02:03
Til lukku með að vera komin af stað elsku Áslaug mín, bara innilegar hamingjuóskir til ykkar allra ! Knús og klemm til ykkar
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 19:43
Ég veit ekki hvort það á við þig en sakar ekki að athuga.Ég var með mikla grindargliðnun á fyrstu fimm meðgöngum.En svo fór ég í göngugreiningu rétt fyrir síðustu meðgöngu og þá var önnur löppin aðeins styttri og ég fékk innlegg.Ég fann ekki fyrir grindinni á síðustu meðgöngu.Sakar ekki að athuga.
Kv Herdís
Herdís Sigríðardóttir (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.