Leita í fréttum mbl.is

Sagan heldur áfram

Þetta er orðin frekar langdregin saga og leiðinleg, vildi að ég kæmist á síðustu blaðsíðuna en alltaf bætast við blaðsíður.  Aaaargghh!!  Hetjan mín er nefnilega slöpp þessa dagana, var komin með nettan hnút í magann í gær því líðan hennar má ekki breytast mikið þannig maður fer að hugsa það versta og fæ vont ónot um allan líkaman.  Hún er ofsalega þreytt, vill sofa meira en venjulega sem er frekar óvenjulegt þessar vikurnar því hún hefur verið svo hress og kát.  Ég veit nefnilega að það eru engin lyf að bögga hana og gera hana svona þreytta því hún er í "fríi" frá krabbameinsmeðferðinni sinni þanga til í haust. 

Við fórum að sjálfsögðu með hana uppá spítala í morgun og þar var hún hlustuð og mettuð (mettar nú ágætlega eða 96%) og það er mikið slím í báðum lungunum sem ætti að vera löööööngu farið því hún fær pensilín kúr eftir pensilín kúr og alltaf sterkari og sterkari einsog sem hún á að byrja á í dag, er að pústa hana þrusu sterkum asmalyfjum, búin að steralyfjum en það virkar ekkert á hana og að sjálfsögðu stendur lækninum hennar ekki á sama og ekki við heldur.  Þetta á að vera lööööööööngu farið einsog ég sagði en það virkar ekkert þannig hún þarf að hitta lungasérfræðing en samt ekki fyrr en í næstu viku því læknarnir þurfa víst frí einsog annað fólk.  Meira "vesenið" á hetjunni minni, hún er líka ýkt pirruð yfir þessu öllu og hver væri það ekki að líða ekki vel og það oft og alltof oft í langan tíma.

Hún fór nú leikskólann í morgun en varð ótrúlega fúl þegar hún mátti ekki fara með systkinum sínum inn í morgun því fyrst þurfti hún að fara uppá spítala því hún var svo spennt að hitta Bínu sína (þroskaþjálfinn hennar) og sína henni nýju teygjubyssuna sína einsog Halla Hrekkjusvín uppáhald á eheh.  Þær úr skólanum hennar verðandi voru líka að kíkja aðeins í leikskólann og ræða við þær þar, við fórum líka í skólann hennar (verðandi) í gær ásamt sjúkraþjálfaranum hennar til að ræða allt það sem hún mun þurfa á að halda á verðandi vetri.  Hún var reyndar ekkert ánægð að þurfa fara útí skóla sem er mjööööög ÓVENJULEGT vegna þess hún er svo spennt að fara í skólann en það sýnir bara pirring hennar og líðan þessa dagana.

Oddný Erla mín er eitthvað að þroskast mikið þessa dagana, ræðir dáltið Þuríði við okkur og er orðin ótrúlega hjálpsöm við hana og þolinmóð að kenna henni hina og þessa hluti sem er yndislega gaman að fylgjast með.  (jú Oddný S. þetta vorum við í gærmorgun)  Þær systur voru úti að hjóla í gær sem nota bene Þuríður er orðin geðveikt klár í nema hún kann ekki að snúa við á hjólinu og stundum er erfitt fyrir hana að fara afstað vegna "máttleysis" í fótum þannig Oddný perla stekkur alltaf af hjólinu þegar hún sér Þuríði í vandræðum ýtir á hana til að láta hana afstað eða hjálpar henni að snúa við og segir henni nokkrar leiðbeiningar hvað hún eigi að gera og ekki gera.  Það er alveg ótrúlegt að fjagra ára gamalt barn skuli vera svona einsog hún er, jú hún hefur þurft að þroskast alltof hratt sem er stundum gott og stundum ekki.  Þuríður er líka farin að sitja yfir Oddnýju þegar hún er að gera stafina og Oddný kennir henni og svo reynir hin stundum að herma.  Það er alveg ótrúlega gaman að sjá hvað hún Oddný er þolinmóð við hana og er alltaf viljug að gera allt fyrir hana, farin að láta hana fá hlutverk ef hún er að leika sér með eitthvað.  Bara gaman!  Held að Oddný eigi eftir að læra eitthvað sem tengist heilbrigðiskerfinu.

Mikið að gera þessa dagana og jú svo ég komi með eitthvað slúður þá á mín elskulega systir sem er nota bene að fara gifta sig 21.júní nk. von á sér eða tveim vikum eftir mér.  Vííí!!  Finnst það geggjaðslega gaman, komum með jólabörn.  Er einmitt á leiðinni í mollið að ath hvort ég finn mér ekki skó við nýja fína kjólinn minn sem Elsan mín ætlar að sauma á mig fyrir brullupið, þessi kona er snillingur í puttunum.  Ef ykkur langar að kaupa t.d málverk eftir hana þá kíkiði bara í Gallerí List nú eða heimasíðuna hennar www.elsanielsen.com og verðið ekki fyrir vonbrigðum en verð samt að hryggja ykkur með því að ég held að hún saumi ekki á ykkur ehe, því verr og miður fyrir ykkur.Whistling

Ætlaði að enda á nokkrum góðum myndum en myndakerfið er ekki alveg að virka einsog oft áður, grrrr!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Rosalega er Oddný yndisleg við systur sína, falleg færsla nema heilsa Þuríðar mætti vera mun betri.

Ragnheiður , 12.6.2008 kl. 10:43

2 identicon

Ég þóttist kannast við gullmolana hérna úti

Yndislegt hvað hún nafna mín er þolinmóð og blíð við systur sína. Mörg börn á hennar aldri hafa ekki skilning fyrir svona, en hún sýnir heldur betur góðan þroska með þessu. Sterk stelpa þarna á ferð

Til hamingju með systur þína.  Það verður æðislegt fyrir ykkur systurnar að vera samferða í þessu.  Við systir mín áttum börn með 3 mánaða millibili og það er ÆÐI!

Oddný Sigurbergs (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 11:52

3 Smámynd: Hulla Dan

Æ þið eigið svooo dásamleg börn.
Vona að allt verði gott með Þuríði, kveiki hérna á kerti fyrir hana á svo til hverju kvöldi.

Hulla Dan, 12.6.2008 kl. 12:34

4 identicon

Mikill er kærleikurinn hjá Oddnýu í garð systur sinnar enda alin upp við alla ykkar ást.  Falleg færsla um hjálpsemi, tillitsemi og skilyrðislausa ást. Æi svo leitt að Þuríði líði ekki nógu vel, búin að blómstra í takt við vorið og fyrstu daga sumarsins.  En vonandi virka lyfin núna, þau bara verða!

Við tendrum ljós, biðjum fyrir bata og ég sendi ykkur faðmlag í gegnum netið. 

Með kærleikskveðju 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 12:35

5 Smámynd: Elsa Nielsen

Vá - fékk alveg tár í augun við að lesa hvað Oddný er góð við Þuríði Örnu... það er ómetanlegt að horfa á systkini dunda sér saman!! Vonandi hressist hetjan mjööööög fljótt!

...og svo þakka ég auðvitað fyrir gott input Áslaug mín :) Er einmitt að leggja síðustu hönd á brúðkaupskjólinn hennar Oddnýjar - sem er komin með sæta bumbu !! ... mér sýnist ég verða að uppfæra heimasíðuna mína því það eru tvö ár síðan!! ;)

KNÚÚÚÚS

Elsa Nielsen, 12.6.2008 kl. 12:53

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Leiðinlegt að heyra að Þuríði líður ekki nógu vel. Oddný er greinilega algjör perla, bæði vel gefin og fallega innrætt. Það er rétt að hún hefur kannski þurft að þroskast aðeins hratt en það virðist bara jákvætt.

Helga Magnúsdóttir, 12.6.2008 kl. 12:55

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 já vonandi rífur hún thetta af sér hetjan. En hvad hún er heppin og thid øll ad eiga svona perlur eins og børnin ykkar eru Oddný greinilega throskadri en gengur og gerist midad vid aldur og er thad kannksi ekki skrítid midad vid allt og allt.

Eigid góda daga kæra fjølskylda

María Guðmundsdóttir, 12.6.2008 kl. 12:59

8 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ babí... sendi batastrauma á ykkur í sveitina... LOVE

Þórunn Eva , 12.6.2008 kl. 14:24

9 identicon

Æi hvað leiðinlegt að heyra að okkar stúlka er ekki vel frísk.  Því þá eruð þið heldur ekki vel frísk.

Sendi ykkur kærleikskveðjur.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 15:21

10 identicon

Æ vonandi hristir hún þetta af sér litla greyið...trúi ekki öðru

Og vá hvað þið systurnar eruð samstilltar hehe Hlakka til að fá krílin í heiminn

Kv

Anna-Ívar

Anna (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 15:26

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Áslaug mín ég er ad koma inn í sögu ykkar núna og ætla ad fylgjast med ykkur í tessum veikindum og ekki síst dugnadinum í  ykkur.sendi ykkur sterka strauma inn í nóttina elskurnar.

KV.Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 12.6.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband