Leita í fréttum mbl.is

Bloggleiði og þreyta

Ég er með mikin bloggleiða, þið kannist við þetta þegar þið fáið leiða á vinnunni ykkar en þetta hefur verið mín "vinna" síðustu ár að færa ykkur fréttir af hetjunni minni nema hún er launalaus.  Fæ samviskubit ef ég geri það ekki í einhverja daga og fólk fer að hafa áhyggjur afhverju ég sé ekki búin að blogga,(halda þá alltaf að það sé eitthvað slæmt í gangi) fæ mail frá ókunnugum og jafnvel hringingar sem ég er ALLS EKKI að fíla og svo er alveg sama hvert ég fer þá er oftast bara talað um veikindi.  Ég veit að það er vel meint en stundum langar manni að tala um eitthvað annað en veikindi.

Um árið byrjaði ég að blogga bara uppá funnið en svo breyttist það á einum degi þegar hetjan mín veiktist og þá var þetta góð leið til að fræða vini og ættingja um líðan hetjunnar minnar heldur en að fá 100 símtöl á dag því oft var maður ekki að meika það að svara öllum þessum spurningum um hana.  En ég er líka hætt að fá símtöl því fólk sem ég þekki fær bara fréttir héðan og það er nóg, ekki það að ég sé ofsalega dugleg að taka um símtólið og hringja, veit líka mér að kenna.  En maður þráir bara þetta "venjulega" líf hvernig sem það er? Erum búin að lifa og hrærast í veikindum í þrjú og hálft ár sem getur verið ofsalega erfitt og maður þráir ekkert heitara en að eiga heilbrigt barn en þessari baráttu er ekkert lokið, langt í frá.

Þegar ég byrjaði að blogga var sirka 50-100 flettingar á síðuna mína en í dag eru um 1600ip tölur sem koma og lesa, höfum fengið mikla athygli útá veikindin hennar Þuríðar minnar eitthvað sem ég ætlaði mér ekki.  Jú endalaust margir hafa verið yndislega góðir við hana og reynt að gleðja hana með ýmsum gjöfum og jú okkur líka sem ég met mikils en mikið langar mig að byrja bara blogga um eitthvað allt annað en veikindi og hún sé heilbrigð og við værum að reyna gleðja aðra.  Ekki það að ég vilji að aðrir séu veikir eða eigi erfitt en þetta er bara komið gott, væri alveg fínt að hún gæti leikið sér með hinu krökkunum án þess að hún sé skilin útundan.  Oft reyndar nægir henni að hún fái bara að horfa á hina krakkana en þetta er ofsalega sárt því henni langar svo að vera með en hún kann bara ekki leikinn og veit það sjálf.  Getið ekki ímyndað ykkur allavega ekki þeir sem hafa ekki verið í þessari stöðu. Þuríður mín er ótrúlega klár einsog ég hef oft sagt áður en hún kann bara ekki að nota þann hæfileika, hún getur reyndar ekki skrifað stafi því hún ræður ekki við þær hreyfingar en hún kann samt fullt af stöfum og getur pikkað þá á tölvuna okkar en hún er ótrúlega klár á tölvur og vonandi fær hún að nota þær mikið í hennar verðandi skóla.

Oddný Erla mín er mjög dugleg að kenna henni þó hún sé bara 4 ára og Þuríður mín er mjög áhugasöm að læra af henni, hún er ótrúlega þolinmóð við hana og passar vel uppá stóru systir sína. Hún er farin að tala meira um hennar veikindin við okkur, spyr okkur mikið og farin að biðja Þuríði sína að koma inní herbergi og býr svo til leiki sem hæfir þeim báðum.  Alveg ótrúlega velgefið barn og stundum skiljum við Skari ekki hvernig er hægt að vera svona einsog hún er, reyndar hefur hún þurft að þroskast mjög hratt.  Henni finnst líka alltaf gott að komast í leikskólann því þar veit hún að hún fær að leika við vini sína og þarf enga ábyrgð að taka á Þuríði sinni ekki það að við séum að láta hana taka ábyrgð, það er eitthvað sem hún ákveður.

Þessi færsla er reyndar komin útí allt annað en ég ætlaði mér, en það er allavega mikill bloggleiði í gangi og þreyta sem er ö-a komin vegna þess að Þuríði minni líður betur þessa dagana og þá get ég slappað af.  Ég nenni heldur ekki að vera undir mikilli pressu frá ykkur einsog ég hef verið, ég blogga bara þegar mig langar til þess og það er óþarfi að hringja í mig (þar að segja ef ég þekki þig ekki) því það er það síðasta sem mig langar að gera er að ræða við einhverja ókunnuga manneskju ef það væri eitthvað slæmt í gangi. 

Ætlum að skreppa í sund eftir leikskóla og finna einhverja laug með góðum rennibrautum fyrir adrenufíkilinn minn Þuríði, svoooo gaman að sjá hana svona glaða einsog þegar hún fer í rennibrautir í laugunum eða tívolítæki en það er nú ekki langt í það að tívolíið komi í bæinn og við getum glatt hana með því en hin eru ekki alveg jafn spennt, mjög ólík.  Hún er líka stundum (ok reyndar alltaf) soldið fyndin því núna er hún farin að grenja því henni langar svo til Torraveja(Spánar), sem er væntanlega ö-a útaf tívolíunum, dýragarðinum og öllu þessu sem hjartað hennar getur hamast hraðar og líka held ég útaf slöngunni sem er í garðinum þar eheh því henni finnst svooooo gaman að bleyta alla í kringum sig. 

Svo er hún farin að grenja á hverjum morgni þegar hún á að fara í leikskólann því henni langar svo að vera í Hello kitty kjólnum sínum en hún erfði einn kjól af Ástu frænku sinni sem hún hefur tekið ástfóstur, hreinlega elskar þennan kjól og allt sem tengist Hello Kitty en það kemur fyrir að kjóllinn verði skítugur og þurfi þvott en hún er sko ekki sátt með það.  Hún vill vera í honum ALLA daga þess vegna var ég mjög glöð með það þegar ég sá að þeir í Adams (búðinni) væru komnir með þessar vörur og ég fór inní búðina og ætlaði mér sko að kaupa á hana(eða þær systur) nýjan kjól svo hún hefði nú til skiptanna og var nákvæmlega sama hvað þeir myndu kosta því þetta er eitt af því fáa sem gleður hennar hjarta endalaust mikið en mikið ofsalega voru þetta ljót Hello kitty föt og ég var fljót að snúa við.  Ætli maður verði þá ekki bara að redda því annarsstaðar fráInLove, hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?

Veit ekkert hvenær ég kem hingað aftur, kanski á morgun (held samt að bloggleiðin verði ekki farin þá) en hetjan mín á að koma hitta lungasérfræðingin á föstud. og við erum ennþá að bíða eftir niðurstöðum úr blóðprufunum, hvurs ands..... getur tekið langan tíma að rækta smá blóð?

bæjó en í bili þó.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mikið skil ég þig vel að þrá bara "venjulegt" líf. Við sem erum svo heppin að eiga líf án sjúkdóma og erfiðleika kunnum ekki nógu vel að meta það sem við höfum. Ótrúlegt að ókunnugt fólk sé að hringja í þig ef þú bloggar ekki daglega. Hvarflar ekki að fólki að það hitti illa á og þið þurfið frið og ykkar rými, ég tala nú ekki um ef eitthvað alvarlegt hefði gerst.

Gangi ykkur sem best og vonandi að Þuríður komist oft í rennibrautina og tívolí.

Helga Magnúsdóttir, 1.7.2008 kl. 14:24

2 identicon

Bloggaðu bara þegar þú ert í stuði, þú átt ekkert að láta fólk útí bæ stjórna því hvenær þú bloggar.  Vona að fólk sem þekkir ykkur ekki neitt hætti að vera svo dónalegt að hringja í ykkur ef þeim finnst þú ekki hafa bloggað nóg.

Baráttukveðjur, Jane Petra ÍKÍ-vinkona

PS. Það er rosalega skemmtileg nýja sundlaugin í Mosfellsbæ.

Jane Petra (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 14:26

3 identicon

bloggaðu bara þegar þig langar!

Prófið Lágafellslaugin í Mosó..hún er ÆÐISLEG..rennibrautir...og yndislegur buslupottur :)

hafið það gott

anna ókunnug

Anna (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 14:51

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ég bara trúi thvi varla ad fólk hafi vogad sér ad hringja i thig vegna bloggleysis! sem thekkir thig ekki neitt fyrr má nú fyrrvera ágengnin.

bloggar eftir thinum thørfum og høfdi , á sko engin pressa ad vera hédan frá okkur blogglesendum,enda bara forréttindi ad FÁ ad lesa hér og fylgjast med takk fyrir thad.

Hafid thad gott kæra fjølskylda og njótid sumardaga og já,skella sér í sund bara kvedja frá dk.

María Guðmundsdóttir, 1.7.2008 kl. 15:18

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það að blogga verður bara leiðinlegt ef það verður kvöð. Nú veit fólk alla vega að það er ekkert að þótt þú bloggir ekki í einhverja daga eða vikur. Hafðu þetta bara eins og þú vilt. Sendi ykkur fjölskyldunni innilegar kveðjur og von um frábæra daga í ljúfheitum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.7.2008 kl. 15:42

6 identicon

Þvílík frekja og ósvífni í fólki.  Mér finnst það svo mikil forréttindi að fá að fylgjast með svona frábærri fjölskyldu eins og ykkur.  En að mér detti í hug að ætlast til að þú skrifir hér á hverjum degi, nei af og frá.   Auðvita bloggar þú þegar þig langar til.  Sendi ykkur mínar bestu bænir og framtíðaróskir.  kv.  ókunnug

ókunnug (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 16:24

7 identicon

Ótrúlegt hvað fólk getur verið frekt! Held bara að það geti ekki verið alveg allt í lagi hjá því.

Ég er að velta því fyrir mér varðandi börnin sem ekki vilja hafa Þuríði með í leikjum. Ættu ekki foreldrar barna sem þetta gæti átt við um, trúlega nágrannabörn, að ræða þetta við börnin sín og reyna að útskýra um hvað málið snýst. Venjulega er það fáfræði sem veldur því að börn skilji önnur börn útundan. Alla vega vona ég að það sé ekki vegna neikvæðra áhrifa frá foreldrum barnanna. Kennum börnum okkar að taka tillit til annara og að koma eins fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur. Held að það gæti reynst vel.

Bestu kveðjur, Anna

Anna (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 16:32

8 identicon

Þið eigið ykkar líf það verður fólk að muna! og ég skil vel hugsanir þínar og mundu að þú átt þitt líf sjálf og þú ræður hvort að þú bloggar eða ekki.  Ég hef fylgst lengi með ykkur en mér dettur engan vegin í hug að allt sé slæmt ef þú bloggar ekki, raunar finnst mér það jákvætt því þú bloggar oft til að létta líka aðeins á sjálfri þér.  Vona að fólk sýni ykkur tillitssemi og skilning!

Gangi ykkur vel og njótið góðra tíma með kærleik 4 barna mamman.

4 barna mamman (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 17:20

9 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Leiðinlegt að heyra hvað sumir geta verið óforskammaðir, vona að þú haldir samt áfram að blogga, bara þegar þig langar til þess & um hvað sem þú vilt skrifa um án þrýstings frá öðrum. Það eru sönn forréttindi að fá að lesa & fylgjast með ykkur öllum, svona stórkostlegri fjölskyldu & eigið hrós skilið  Hafið það svo bara gott í sumar & njótið tímans saman í góða veðrinu. Bestu kveðjur að norðan

Dagbjört Pálsdóttir, 1.7.2008 kl. 20:44

10 Smámynd: Elsa Nielsen

Auðvitað bloggar þú þegar þú vilt Áslaug mín - maður dettur mjög oft úr bloggstuði!! ;)

Ég mæli svo með Seltjarnarneslauginni - fín rennibraut þar!... og svo er gott að detta í kökur og með'því á Skólabrautina... taka nokkur trampóhopp og leika með allt dótið ;) Er komin í frí og þið alltaf velkomin!! KNÚÚÚÚÚS

Elsa Nielsen, 1.7.2008 kl. 23:28

11 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Hæhæ, ég sá ykkur í sundinu í kvöld og langaði mikið til að heilsa uppá ykkur, en kunni ekki við það.  Þegar ég ætlaði svo að labba til ykkar, sá ég bara í iljarnar á ykkur, uppúr.  Mikið rosalega er litla hetjan dugleg og henni fannst greinilega mjög gaman í rennibrautinni!  (Auðvitað þekkið þið mig ekki í sjón og ég þekki ykkur bara í gegnum bloggið og þykir orðið mjög vænt um hetjuna bara með því að fylgjast með henni hérna og biðja fyrir henni)

Hefði viljað bjóða ykkur að taka mynd af börnunum ykkar í kafi, en ég var einmitt með vatnsmyndavél og var sem sagt að vígja hana.  Hefði örugglega verið gaman fyrir ykkur að eiga mynd af krílunum ykkar í kafi. 

Emma Vilhjálmsdóttir, 2.7.2008 kl. 01:38

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Almáttugur hvad fólk er ótrúlega frekt.Skil vel a dtú sert treytt enda mikid álag á ter ig tínum.Vid erum med tig og tína í bænum okkar en erum ekki med kröfu á eitt eda neitt ad sjálfsögdu.Taktu bara bloggfrí ef tú ert treitt tad er bara pínu léttir fyrir tig.Gangi ykkur bara vel mín kæra.

Gudrún Hauksdótttir, 2.7.2008 kl. 06:13

13 identicon

Sæl nafna les um Þuríði þína og fylgist með ykkur reglulega.

Talandi um sundlaugar þá mæli ég eindregið með nýju sundlauginni í Vesturbæ Kópavogs.   Hún er algjört ævintýr.  Var verið að opna hana.

Þuríður verður EKKI svikin af að fara þangað.

Hafðu góðan dag ;)

kv. Áslaug

Áslaug (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 09:21

14 identicon

Hæhæ

vildi bara benda ykkur á flotta sundlaug í Keflavík ef þið viljið taka ykkur smá bíltúr, það er flottur sundlaugargarður inni og svo er líka rennibraut úti fyrir ofurhetjur. Gaman að heyra að skvísan er að hressast.

kveðja,

móðir í Keflavík

Ókunn móðir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 09:25

15 identicon

Sæl Áslaug,

Ég hef fylgst með blogginu þínu um nokkurn tíma en þekki þig ekki neitt. Mín 2 börn eru jafngömul Þuríði og Oddnýju.

Mér finnst ekki sjálfsagt að önnur börn en Oddný skilji Þuríði út undan. Jafnvel þó að Þ. kunni ekki leikina og sé öðruvísi eins og stendur. Það þarf hins vegar að undirbúa jarðveginn og svoleiðis. Ég velti því fyrir mér hvort ekki verði hægt að vinna sérstaklega með þetta í skólanum hennar???

Varðandi Hello Kitty skaltu reyna að fá einhvern sem kemst í H&M til að kippa með sér kjól. Þar eru þeir bæði sætir og ódýrir.

Bestu kv.

Linda

Linda (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband