Leita í fréttum mbl.is

Sól sól skín á mig...

Þetta söng Þuríður mín hástöfum í reiðtúrnum sínum í morgun á fyrsta degi reiðnámskeiðis, þvílík og önnur eins hamingja höfum við varla séð allavega ekki mjöööööög lengi.  Vávh það var alveg yndislegt að horfa á hana mæta á svæðið og tók um leið ástfóstur á honum Skjána sínum.  Hún var ekki mikið þolinmóð að bíða með að fara á bak ehe, vildi ólm losa hestinn og fara NÚNA í reiðtúr en fyrst þurfti hún (reyndar þær báðar þær systur) að kemba hestinn, setja hnakkinn á og bíða svo "þolinmóð" á baki þanga til allir krakkarnir voru tilbúnir.  Henni fannst hesturinn sinn frekar latur og var alltaf að spurja "Skjáni minn ertu þreyttur?" og svo þegar hún átti að fara afstað þá var það "já svona Skjáni minn þú getur þetta".  Hún var þvílíkt að reyna koma hestinum afstað, hossaðist svona líka og reyndi að sparka í hann (þannig séð) og svo var bara endalaust hamingja í gangi hjá henni.  Þetta er allavega eitthvað sem hún er að fíla og ætli við verðum ekki að fjárfesta í hesti í lok námskeiðisins ehe.

Oddný Erla mín var líka á námskeiðinu og hún stóð sig einsog hetja, ég mátti ekki fara langt í burtu þá var stutt í gráturinn en hún kom á óvart því hún var enganveginn hrædd sem hún hefur alltaf verið og var alveg að fíla þetta.  Þær systur fóru í klukkutíma reiðtúr og fannst það æðí og eru að læra heilmikið í kringum hesta sem er bara frábært, geta þá kanski kennt foreldrunum eitthvað.Whistling

Þuríður mín er alveg dauðþreytt eftir námskeiðið sem er ekkert skrýtið enda búin að vera stíf af hamingju ehe og það getur tekið vel á, vildi fara heim um leið og hún var búin í reiðtúrnum eheh nennti sko ekkert að taka hnakkinn af hvað þá kemba hestinn.  Höfum reynt að láta hana ekkert sofa yfir daginn en það er ekki alveg að virka eftir svona viðburðaríkan dag þannig núna er hún sofandi og verður vakin eftir hálftíma til að ná í Teddalíus í leikskólann.  Hann var sko ekki hamingjusamur að þurfa fara einn í leikskólann en ekki reiðnámskeið, æjhi svo eru líka svo fá börn á leikskólanum þessa dagana vegna sumarfría en hann byrjar eftir þessa viku og þá reynum við börnin öll að gera eitthvað skemmtilegt þar sem Skari fer ekki í frí fyrr en 28./29.júlí.

Helgin var æðisleg hjá mér/okkur, klukkurnar mínar þrjár vöktu mig kl sjö á laugardagsmorgun og voru svona líka spennt að syngja afmælissönginn fyrir mig og gefa mér pakka ehe.  Fóru í bakaríið með pabba sínum og mín fékk þetta fína bakkelsi í morgunmat.  Fengum góða gesti í afmæliskaffi og svo fór mín í óvissuferð austur fyrir fjall með Skara mínum, fórum á Laugarvatn og gistum þar á Hótel Eddu en mín ástkæra frænka nafna Áslaug (sem á að eiga tveim vikum á undan mér, ekki leiðinlegt) er að reka það hótel í sumar, fórum útað borða og var svona líka vel tekið á móti manni í lok matars gaf veitingastaðurinn mér blóm tilefni dagsins ehe og svo var spjallað frameftir nóttu í góðum vinahópi.  Bara gott og gaman.  Foreldrar mínir, tengdó og systkini gáfu mér money í afmælisgjöf þar sem við Skari erum að "rembast" við að safna okkur fyrir New York ferð, hvenær sem hún verður farin.  Takk kærlega fyrir mig ALLIR, fyrir heimsóknirnar, sms-in, e-mailin, kommentin hingað, hringingarnar og svo lengi mætti telja.  TAKK TAKK TAKK!!

Þið hefðuð átt að sjá hana Þuríði mína í gær en það eru þessir smá hlutir sem við erum að gleðjast yfir þessa dagana sem eru reyndar ekkert smá hlutir í okkar augum.  En vegna veikinda hetjunnar minnar, lömunar og lyfja þá hefur hún ALDREI geta hoppað jafnfætis en í gær gerðist kraftaverk og þetta líka flotta hopp sem við urðum vitni af en hún hoppaði jafnfætis, vííííí!!  Hún var svona líka montin af því og hoppaði og skoppaði um alla stofu ehe nema þegar við báðum hana um að sýna okkur aftur, frekar erfitt að halda inni tárunum yfir þessu kraftaverki.  Ég meina Theodór Ingi minn getur alveg hoppað jafnfætis þó hann sé bara 2ja og hálfs en þá er hann ekki veikur og hefur aldrei verið þannig þetta er mjög merkilegt afrek í okkar augum og Þuríðar.Joyful  Kraftaverkin halda áfram að gerast.

Stór dagur á morgun, hetjan mín að fara í svæfingu og myndatökur sem vonandi ganga súper vel bara einsog hetjunni leið í dag á námskeiðinu.  Ég er orðin nett stressuð en við ætlum að reyna fá niðurstöður strax á morgun þó það verði ö-a erfitt því það eru svo margir uppá spítala í fríi en ég mun láta ykkur "vonandi" vita um leið og við vitum eitthvað.  Um leið og niðurstöðurnar koma og læknarnir allir komnir úr fríi verður ákveðið næsta skref með meðferðina hennar en við viljum ekki bíða of lengi með að láta hana byrja aftur í henni, við hljótum að ráða einhverju?

Kem með myndir af reiðnámskeiðinu sem fyrst, takk en og aftur fyrir allar kveðjurnar héðan og þaðan.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra hvað allt gengur vel og verður vonandi áfram svona. Baráttukveðjur!

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 12:56

2 identicon

hæhæ þið öll, sammála síðasta ræðumanni, guð og gæfan fylgi ykkur, kíki oft enn kvitta sjalda, bata og sólarkveðjur.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:00

3 identicon

Gaman að heyra að helgin var æðisleg.Og reiðnámskeiðin og kraftaverkið,bara frábært.Ég fór einu sinni á hestbak hjá mági mínum í Grímsnesinu.ÆÆÆÆÆÆ var meira og minna á hliðinni á hestinum,loks gat ég hent mér aAumingja hesturinn hafa mig á sér,eða hliðinni.Gat ekki setið  2-3vikur á eftir það.Megi allt ganga vel á morgun sem og endranær.Kraftaverkakveðjur 

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:04

4 identicon

Falleg færsla og bara yndislegt að lesa um gleði og bros hjá ykkur..æi bara frábært!  Ég tendra ljós og fer með bænir og bið þess að morgundagurinn verði ykkur bjartur og að þið fáið góðar fréttir. 

Kraftaverkin gerast það eru orð að sönnu

með kærleik og netknúsi 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:18

5 identicon

Elsku Áslaug mín,,,innilegar hamingjuóskir með afmælið þitt og allt þetta fallega og góða sem er að gerast í ykkar lífi.Megi svo vera áfram.Bið að heilsa fallegu hetjunni minni og knús á ykkur öll...

Björk töffari (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:45

6 identicon

Yndislegt að lesa, gangi ykkur sem allra best á morgun. Kv. Þorgerður.

Þorgerður H. Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 14:31

7 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 14.7.2008 kl. 16:24

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Dásamlegt hvað þetta gengur vel. En heitir hesturinn Skjáni? Eða ertu að misrita Skjóni? Spyr bara svona.

Helga Magnúsdóttir, 14.7.2008 kl. 16:46

9 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Frábært að heyra- hún er líklega afar efnilegur knapi!

Kveðjur úr sveitinni

K

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 14.7.2008 kl. 18:32

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er frábært að lesa þessar fréttir af henni Þuríði með að hoppa jafnfætis. Þessa gleði skil ég svo vel það er ekkert grín þegar eitthvað ruglast á "harða diskinum" (í höfðinu) hvort það sem er krabbamein eða heilablæðing sem veldur. Ég var að vinna svona sigra í nokkur ár eftir að ég fékk heilablæðinguna 1997 og er enn að vinna sigra. Mér finnst þessi framför alveg stórkostleg og hlýtur að vera batamerki, enn ekki hvað. Þegar hæfni eykst eru truflanir á starfsemi heilans að ganga til baka.

Mikið er frábært að heyra um afmælisdaginn þinn, vakin með söng kl 7 og svo bara allskonar dekur út daginn. Guðblessun á línuna og gott gengi á morgun

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.7.2008 kl. 18:38

11 Smámynd: Ragnheiður

Yndisleg færsla og full af gleði og hamingju, þannig á það að vera. Krossa puttana, tærnar og allt sem ég finn fyrir góða útkomu á morgun. Kær kveðja fallega afmælisbarn

Ragnheiður , 14.7.2008 kl. 20:30

12 identicon

Gangi ykkur vel á morgun. Húrra fyrir hoppinu hennar Þuríðar.

Sólveig (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband