15.7.2008 | 17:14
Kraftaverkin halda áfram að gerast
Úúúúfffh hvað það var stressandi að "hanga" uppá spítala í morgun og bíða eftir niðurstöðunum, vorum svo lengi að bíða eftir teaminu okkar og ég var komin með þokkalega magapínu að þurfa bíða svona lengi. Þuríður mín komst fyrsta lagi ekki að í svæfingu fyrr en um hádegi en við vorum mætt kl átta en það var samt betra að þurfa hanga þarna en hérna heima þar sem hún þurfti að vera fastandi. Hérna heima hefðum við þurft að berjast við hana að halda henni frá matarskápunum en uppá spítala gat hún leikið sér á leikstofunni og legið uppá 22E og horft á dvd og gleymt sér aðeins en var orðin nett pirruð í lokin enda orðin glorhungruð og það má segja líka um okkur Skara.
Hérna kemur ferlið hennar í myndum:
Svona stendur hetjan mín sig þegar það er verið að fara stinga hana eða verið að stinga hana, kippir sér nú ekki mikið við það. Einsog í morgun sagði hún við hjúkkuna sína "viltu stinga mig núna?", hmmm einsog það er vont allavega finnst mér það.
Nýkomin úr myndatökum og er ennþá steinsofandi, henni finnst svoooo gott að sofa.
Þessi var tekin fimm mínútum síðar, ekki lengi að vakna og biðja um eitthvað matarkyns enda hef ég það að venju að hafa nesti með þannig hún fái eitthvað NÚNA þegar hún biður um það enda getur það tekið ansi langan tíma að bíða eftir einhverju matarkyns þarna niður frá.
Allavega loksins milli hálf fjögur og fjögur fengum við loksins þær fréttir sem við biðum eftir með þvílíka magapínu en hjúkkan okkar kom skælbrosandi til okkar og gat ekki beðið eftir lækninum okkar úr teiminu okkar með að segja okkur fréttirnar eheh. Jú kraftaverkin halda áfram að gerast og þessi svokallaða blaðra sem hafði verið að vaxa og dafna inní æxlinu sjálfu (þanga til í síðustu myndatökum)er eiginlega öll farin eða fallin saman einsog þau orðuðu það við okkur. Jíííhaaaa!! ...og æxlið sjálft er búið að minnka líka, sjúbbsjúbbsjarei!! Hver trúir svo ekki á kraftaverk? Við vitum reyndar ekki hvursu mikið æxlið hafi minnkað en það er aukaatriði sem við fáum að vita síðar í þessari viku, það hefur minnkað og það er bara BEST í HEIMI að vita það.
Við höfum alla tíð trúað því að Þuríður okkar muni vinna þessa baráttu þó við hefðum fengið aðrar fréttir fyrir einu og hálfi ári síðan svo ég segi sem betur fer vita læknar ekki allt. Við höldum að sjálfsögðu áfram að trúa því og treysta að þetta eigi eftir að hverfa einhvern daginn, vonin og trúin hefur alltaf verið ofsalega sterk hjá okkur og reynt alltaf að vera mjög jákvæð í þessari baráttu og höldum því að sjálfsögðu áfram. Jújú hún á ennþá langt í land en við erum mjög þolinmóð gagnkvart þessu þó við séum aftur á móti mjög óþolinmóð að eðlisfari en þá þýðir það ekki í þessu þó maður vilji oft fá svörin frá læknunum í gær en þá fylgir það bara líka.
Við erum sem sagt ótrúlega hamingjusöm yfir þessum fréttum en næstu skref verða ákveðin líka á næstu dögum en ég held að það verði beðið eitthvað með meðferðina en ég veit ekki hvursu lengi. Einsog læknirinn okkar sagði hefði hún ö-a viljað senda hana í meðferð strax ef æxlið hefði staðið í stað en það heldur áfram að minnka þannig það verður ö-a fundast með það.
Ég held að trúin, vonin sé okkar sterkast vopn og þessar sterku bænir sem við förum með á hverju kvöldi með börnunum okkar og Þuríður segir ALLTAF í lok hverra bænar að hann Guð eigi að muna passa Þuríði sína sem er lasin í höfðinu, bara yndislegust. Ég held líka að við eigum gott fólk þarna uppi sem er að standa sig einsog þegar Þuríður mín var nývöknuð eftir svæfinguna áðan "mamma hvar er amma Jó?". "Er hún hjá Guði?". En það er langamma hennar sem dó næstum því á mínútunni þegar við fórum í okkar ferð til Boston með hana Þuríði okkar og þá var hún búin að lofa okkur því að koma með okkur í þá ferð og sú gamla stóð við það og ég held að Þuríður mín viti að hún sé að passa hana að allt fari vel.
Já KRAFTAVERKIN gerast og aldrei hætta trúa á þau alveg sama hvað hver/hvað hefur sagt við ykkur, trúin má aldrei fara. Sjáið bara Þuríði mína.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 4870798
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábærar fréttir! Til hamingju með það. Ég trúi sko á kraftaverk, það eru tvö krabbameinskraftaverk í minni fjölskyldu.
Helga Magnúsdóttir, 15.7.2008 kl. 17:22
Kæra fjölskylda.
Þessar fréttir eru himneskar. Það er sko alveg hægt að trúa á kraftarverkin. Ég skil vel að þið séuð í skýjunum yfir þessum fréttum.
Það er alltaf gott að hafa einhverja verndar hendi að handan yfir manni. Hef góða reynslu af því sjálf.
Guð veri með ykkur áfram.
Kveðja Linda Birna.
Linda Birna (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 17:29
Enn og aftur falleg færsla og frábærar fréttir. Ljósin verða tendruð með þakkarbæn og bæn til ykkar allra um góða og fallega daga. Um kraftaverkin skulum við aldrei efast, þau er sterk og falleg og til út um allt. Litla hetja ykkar sem er svo undur falleg og dugleg er kraftaverk, í dag og alla daga, alltaf
Samgleðst ykkur og bið guð að gæta ykkar.
Sendi ykkur knús og kærleik 4 barna mamman
4 barna mamma (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 17:31
Frábærar fréttir
Jóhanna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 17:42
Sit með tárin í augunum og veit ekkert hvað ég á að skrifa. Svo að ég skrifa bara ekkert annað en; Guð blessi ykkur.
Ylfa Mist Helgadóttir, 15.7.2008 kl. 18:07
Kæra fjölskylda
Þetta eru alveg frábærar fréttir af henni Þuríði.
Kveðja
Brynja Hrönn (ókunnug)
Brynja Hrönn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 18:18
Kæra fjölskylda þetta eru frábærar fréttir, hún er svo mikil hetja hún Þuríður Arna, vonandi heldur þetta allt áfram að minnka.
Hafið það gott.
Kv.
Lilja S. (flóabýflugan)
Lilja S (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 18:29
Vá ótrúlegar fréttir, frábært. Til hamingju með þetta. Hefur svona kraftaverk gerst áður? Hjartanlega til hamingju með þetta.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.7.2008 kl. 18:31
Gerast kraftaverk? já það verður ekkert nema kraftaverk áfram áfram fallega BROSdúlla alveg yndislegust svo dugleg og falleg,ég samgleðst ykkur öllum og trúi á mátt bænarinnar og ömmu Jó sem var bara best,og er alveg örugglega að fylgjast vel með sínu fólki.Bara bestu hamingjukveðjur.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 18:38
þetta er bara æðislegt, örugglega besta afmælisgjöfin þín Áslaug mín. Kraftaverk gerast á allt í kringum okkur og gersat best hjá ykkur.
Hvernig væri að hittast í næstu viku? er að fara í frí um helgina og verð bara í bænum fyrst um sinn.
Luv Magga
MaggaK (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 19:38
Vá frábærar fréttir Kraftaverkin gerast svo sannarlega enn
Dísa Dóra, 15.7.2008 kl. 19:38
Sjúbbsjúbbsjarei!
Sólveig (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 19:46
yndislegar fréttir, gleymi ykkur aldrei í mínum bænum
Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 19:49
x mörgum sinnum.Guð blessi allt og alla.Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 20:05
Þetta eru stórkostlegar fréttir. Bið fyrir ykkur áfram og kveiki á kerti fyrir þessa hetju, hana Þuríði Örnu. Kærar kveðjur, Stella A.
Stella A. (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 20:25
Frábærar fréttir sendi ykkur orkuknús og hlýjastrauma. Og Áslaug síðbúnar afmæliskveðjur til lukku með allt saman.
knús og kram
Guðrún ókunnug
Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 20:27
Þetta er frábært að heyra. Kveikjum á Lóu-ljósi fyrir hana Þuríði - kraftaverkastelpu. Hugheilar kveðjur að vestan.
Halla (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 20:44
Innilega til hamingju! Ég er sammála því - aldrei að missa trúna!! Enn og aftur til hamingju! Þið eruð FLOTTUST!
Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 21:14
Þetta eru stórkostlegar fréttir.
Kraftaverkin gerast svo sannarlega enn
Hulda Klara (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 21:47
jibbí cola bara best í heimi
Hanna (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 21:56
Bara frábærast, til hamingju með þetta yndislega kraftaverk .Guð blessi ykkur duglega fjölskylda.
Kristín (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 22:11
Guð blessi ykkur öll og haldi þétt utan um ykkur Þetta eru frábærar fréttir af Þuríði ykkar.
Kveðja, Ingibjörg
Ingibjörg frá Neðra-Skarði (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 22:16
Frábærar fréttir. Alltaf svo gott að heyra um kraftaverk í þessum heimi.
En má ég spyrja hvernig stendur á því af hverju það þurfi að svæfa fyrir myndatökurnar?
Ókunnug stelpa! (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 22:49
Aldeilis yndislegast að lesa þessar fréttir Greinilega kraftaverka-englar sem vaka yfir henni Þuríði ykkar. Sendi ykkur knús og kram og áframhaldandi kraftaverkastrauma...
Kv. Ellen
Ellen Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 23:02
Dásamlegar fréttir ! Algerlega frábærar..
Ragnheiður , 15.7.2008 kl. 23:05
VVááááá´en frábærar fréttir, maður fékk sko bara gleðitár í augun við að lesa þessa færslu. Kraftaverkin gerast svo sannarlega og nú heldur maður í vonina að þau haldi bara áfram.
kveðja
Helga Jóhanna
Helga Jóhanna (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 23:10
Frábærar fréttir.... til hamingju Hlakka til að hitta fallegu og duglegu systurnar í fyrramálið
Kveðja, Berglind
Berglind hestakona (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 23:11
Mikið eru þetta FRÁBÆRAR FRÉTTIR. Ekki það að ég var alveg viss um að það hefðu gerst jákvæðir hlutir í kollinum hennar, því hún er að fá sina getu til baka eins og að hoppa jafnfætis. Þetta eru þó enn betri fréttir en ég þorði að vona og er ég þó bjartsýn að eðlisfari. Til hamingju þið öll sem að henni standa, þetta er svo stórkostlegur árangur. Þakka Guði fyrir allan þennan bata og allan þennan kærleik sem þið eruð umvafin. Þetta er besta gjöfin sem hægt er að gefa nokkrum foreldrum og systkinum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.7.2008 kl. 00:14
Kraftaverkaprinssesan
Knús
Dagrún (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 00:58
Já, kraftaverkin eru svo sannarlega til....og amma Jó er greinilega að hjálpa til
Yndislegt...það bara flæða tár....
ALDREI MISSA VONINA...það er lykillinn að batanum
Bergljót Hreinsdóttir, 16.7.2008 kl. 03:30
Aldeilis frábærar fréttir.
Kæra fjölskylda. Innilega til hamingju með þetta allt saman. Ég trúi því að lukkan sé farin að snúast í kringum ykkur. Nú getur þetta vonandi bara bestnað.
Þið verðið í bænum mínum.
Kv Arna sem fylgist alltaf með síðunni ykkar
Arna (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 07:21
Til lukku öll saman svaka góðar fréttir, trúin getur flutt fjöll. Hugsa alltaf til ykkar.
Kveðja Elsie
Elsie (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 08:27
Frábærar fréttir, hún Þuríður er alltaf að sýna og sanna það að hún er mesta hetjan sem til er.
Kv.
Unnur Ylfa
Unnur Ylfa (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 08:55
Frábærar fréttir :-) Hef fylgst með baráttu ykkar lengi þar sem ég á barn jafngamalt hetjunni þinni :-)
Var þvílíkt kvíðin fyrir ykkar hönd vegna útkomunnar, og þar sem þungu fargi er af mér létt við þessar fréttir, þá get ég rétt ímyndað mér hvernig ykkur líður :-)
Ókunnug
Ókunnug (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 10:04
Þuríður Arna er hetjan okkar
fallega brosið okkur lokkar
hún er ákveðin og líka sterk
verður svo gangandi kraftaverk
höldum áfram að biðja fyrir henni því bænin er mjög sterk og senda henni góða orku
kveðja
Ása
asa (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 10:08
KRAFTAVERK
Hér sit ég við tölvuna og les þessar yndislegu góðu fréttir af HETJUNNI YKKAR með gleðitár í augum.
Ég óska ykkur til hamingju með þessar frábæru framfarir hjá henni Þuríði og þetta sannar að góðir hlutir gerast hægt en örugglega Ég les alltaf skrifin þín Áslaug mín og er þakka þér innilega fyrir að gefa þér tíma fyrir okkur, en er frekar löt að kvitta .
Kveðja Birgitta
Birgitta (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 10:10
Yndislegar fréttir. Til hamingju með þær.
Bergdís Rósantsdóttir, 16.7.2008 kl. 10:53
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.7.2008 kl. 10:56
Yndislegt!! Bara frábært :D :D :D
Haldið áfram að trúa og vona!
Súsanna (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 11:29
Ómæ godd, ómæ godd. Þvílíkar gleðifréttir, ég reyni að kíla inn tárin þar til ég er komin heim. Til hamingju elskurnar mínar Jú trúin flytur fjöll og eyðir æxlum engin spurning
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 11:45
Frábærar fréttir....... Stelpan er mögnuð!
Kveðja
Viktor Elvar (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 11:54
Elsku frænka,til hamingju og þið öll .Þetta eru frábærar fréttir
Yndislegt!
Gulla ömmusystir
Guðlaug H.Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 13:09
Aww. Hún er svo sæt þessi litla hetja. Sendi ykkur baráttukveðjur.
Róbert Þórhallsson, 16.7.2008 kl. 13:12
Æðislegt alveg. Yndislegar fréttir.
Maríanna (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 13:24
FRÁBÆRAR FRÉTTIR!!!
Til hamingju með þessar frábæru fréttir.
kv Guðrún Bergmann og co.
Guðrún Bergmann (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 13:42
Jerímías hvað mér líður vel í hjartanu að lesa þetta
Knús og kossar til ykkar allra, Sonja og co.
Sonja Sif Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 14:43
Kæra fjölskylda! en dásamlegar fréttir - það er sko alveg á hreinu að trúin og vonin kemur okkur langt og þið hafið sannarlega fengið góðar fréttir. Horfum björtum augum til framtíðar
Berglind Elva (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 15:25
Geggjað! Nú var sko gaman að lesa. Frábærar fréttir
Hrundski (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 15:30
Vá til hamingju með frábærar fréttir. Mikið rosalega er gaman að lesa svona skemmtilegar fréttir. Haldið baráttunni áfram og þá halda kraftaverkin áfram að gerast.
Skúlinn (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 15:43
Víííííí,en æðislegar fréttir elsku Þuríður hetjan mín...þú ert líka gangandi kraftaverk,engin spurning.Láttu þér líða sem best sætust og knús til allra hinna í fjölskyldunni...
Björk töffari (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 15:49
frábærar fréttir Hún er sko algjört kraftaverk prinsessan ykkar
Bryndís Guðmundsdóttir, 16.7.2008 kl. 22:48
Duglegri hetjur finnast tæplega þótt víða væri leitað. Ji minn hvað hún er sjóuð í þessu öllu saman. Og að kraftaverkin haldi áfram að gerast, FRÁBÆRT! Ég er eiginlega bara orðlaus
Oddný Sigurbergs (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 00:40
Sannkölluð kraftaverkastelpa, gangi ykkur vel
Didda, 18.7.2008 kl. 10:01
Mikið góðar fréttir af litlu hetjunni ykkar. Mikið stendur hún sig vel í öllum þessum læknafans. já sannkölluð HETJA er hún blessunin. Gangi ykkur allt í haginn og auðvitað til hamingju með væntanlegan erfingja, aðventubarnið . Kv. Helga ókunnug.
Helga Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.