Leita í fréttum mbl.is

Reiðnámskeið

Einsog ég hef sagt þá eru stelpurnar mínar á reiðnámskeiði og skemmta sér báðar tvær svakalega vel.  Perlan mín hefur alltaf verið hrædd við hesta en það sést nú ekki eftir daginn í dag, hún víst hló allan tíman í dag í reiðtúrnum og svo fóru þær á berbak og það var bara eintóm hamingja og svo varð mín að knúsa hestinn sinn bless eheh.  Þuríður mín vill að sjálfsögðu bara stjórna og vill bara fara á bak NÚNA eða um leið og við mætum á morgnanna ehe, en þetta er endalaust gott fyrir hana sérstaklega uppá jafnvægið og allt sem tengist því.  Allar hennar hreyfingar (sérstaklega fín hreyfingarnar) eru að sjálfsögðu ekki góðar og það er langt í land með það en við erum að vinna í því og þá er þetta frábær hreyfing fyrir hana. 

Hérna eru nokkrar myndir frá námskeiðinu þeirra:
P7140064
Þuríður Arna mín svakalega stollt með hann Skjóna sinn

P7140078
Jú að sjálfsögðu varð að kemba hestinn áður en það var farið á bak.

P7140100
Þvílík hamingja hjá Þuríði minni að vera loksins komin á bak, henni finnst þetta endalaust gaman.  Hún reyndar hefur ekki orku í þessa þrjá tíma sem námskeiðið er en það er líka alltílagi því hún nýtur þess í botn svona sirka rúma tvo tíma.  Bara gaman!!

P7140113
Að sjálfsögðu varð hún að knúsa hann tilefni dagsins. 

Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir ÖLL börn á aldrinum 4-6 ára, ótrúlega gott fyrir Þuríði mína að efla hana og styrkja hvað þá fyrir Oddnýju þar sem hún var skíthrædd við hesta áður en hún fór á þetta en engin hræðsla til staðar í dag.

Ég er að fara í sónar á morgun og þá verð ég komin rúmar 20 vikur og hlakka mikið til.  Vávh orðin hálfnuð með þessa meðgöngu, þetta verður bara fljótt að líða .....vonandi.

Lungasérfræðingurinn nk. föstudag, erum að bíða eftir fundartíma með teaminu hennar Þuríðar bæði krabba- og taugaliðinu, kanski er að vera komin tími til að minnka flogalyfin hennar en það mun þá vera gert mjöööög hægt og ekki fyrr en í haust eða eftir sumarfrí.

Takk annars fyrir öll fallegu kommentin sem þið hafið sent okkur og e-mailin þau eru ómetanleg, það er nefnilega líka gott að fá falleg komment þegar vel gengurWink.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Linnet

Þetta eru náttúrulega stórkostlegar fréttir.

Æðislegar myndirnar af krökkunum. Gaman að sjá hvað þær eru að fíla sig vel.

Rosalega líður tíminn hratt......ertu virkilega HÁLFNUÐ með meðgönguna  Gott að þú ert heilsuhraust. Vonandi halda góðu fréttirnar að streyma inn á borð til ykkar.

Hver er með þetta reiðnámskeið? Mín 6 ára dýrkar hesta líka, langar svo að leyfa henni að fara á svona námskeið.

Helga Linnet, 16.7.2008 kl. 19:06

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábærar myndir af Þuríði og greinilegt að þarna er daman á réttri hillu.

Helga Magnúsdóttir, 16.7.2008 kl. 19:08

3 identicon

Þvílik gleði að sjá hetjuna og lesa.Viljið þið systur kenna mér síðar að sitja og umgangast hesta??? Góðar sónarkveðjur til þín.Kv 

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 19:47

4 identicon

Kæra fjölskylda.  Eg segi nú bara enn og aftur YNDISLEGT.   KVEÐJA  Þorgerður

Þorgerður H. Halldórsdóttir. (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 19:59

5 Smámynd: Hanna

Yndislegt að lesa þessar síðustu færslur hjá þér Áslaug.  Gangi ykkur allt í haginn :)

Hanna, 16.7.2008 kl. 20:36

6 identicon

Skemmtilegt blogg í dag hjá þér Áslaug   Bara æðislegt hvað þeim gengur vel og fíla sig á reiðnámskeiðinu dömurnar.    Eigið áfram frábæra daga og knús á ykkur   Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:12

7 identicon

Kristín Amelía, strákarnir og litla bumbuprinsessa (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 22:28

8 identicon

Hæ hæ elsku fjölskylda.

Æðislegt hvað gengur vel á reiðnámskeiðinu. Þær eru svo flottar og duglega stelpur;) Því miður gat ég ekki gefið þér litla prinsessu í afmælisgjöf Áslaug og enn lætur hún bíða eftir sér. Gangi þér vel í sónarinum á morgun. Knúsaðu börnin þín frá mér. Hlakka til að sjá ykkur. Knús og kossar Kristín Amelía og co.

Kristín Amelía, strákarnir og litla bumbuprinsessa (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 22:31

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er hún flott á hestnum og þegar hún er að kemba hann. Það er svo gott fyrir börn að komast aðeins í snertingu við dýrin og aþð veitir þeim svo mikla gleði og lífsfyllingu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.7.2008 kl. 00:26

10 Smámynd: Letilufsa

Er hægt að fá meiri upplýsingar um reiðnámskeiðið góða!

Á einn "hestamann" sem hefði gaman af því að fá að prófa ;)

kv Fjóla 

Letilufsa, 17.7.2008 kl. 05:56

11 identicon

Ég hef fylgst með síðunni í nokkra mánuði en aldrei komentrað, en mig langar bara til að óska ykkur til hamingju með góðar fréttir af hetjunni ykkar.

Kveðja Birna

Birna Pála (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 09:46

12 identicon

Vá hvað þær eru flottar á hestbaki. Kunna greinilega vel við sig. Ég hef sett öll mín börn á reiðnámskeið og þau fíla þetta algjörlega í tætlur og nota hvert tækifæri til að komast á bak. Yngast er núna á námskeiði í reiðhöllinni og elskar hestana. Ég er svo sammála þér hvað þetta er þeim holt og alltaf verð ég jafn undrandi að sjá hvað þetta litla fólk á auðvelt með að sinna þessu stóru dýrum og líður vel með þeim. Bara magnað. Kannski við þurfum bara að fara að setja upp hesthús

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 10:49

13 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ædislegar myndir af krúttulingunum. En gaman hvad thetta gekk vel, ekki lélegt thad ad fá reidnámskeid, bara geggjad.

Vonandi hafid thid thad sem best kæra fjølskylda og gangi thér vel i sónarnum á morgun

María Guðmundsdóttir, 17.7.2008 kl. 11:20

14 Smámynd: Þórunn Eva

knús á þig sæta mín.... LOVE  p.s geggjaðar myndir

Þórunn Eva , 17.7.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband