23.8.2008 | 20:47
Ágætis dagur að ljúka
Við fjölskyldan kíktum í bæinn í dag tilefni dagsins, hvöttum nokkra aðila sem voru að hlaupa til styrktar "styrktarfélagi krabbameinssjúkrabarna" en ákváðum í þetta sinn ekki að taka þátt í Latabæjarhlaupinu. Alltof mikið af fólki og of mikill troðningur en að sjálfsögðu kíktum við á skemmtiatriðin og þau skemmtu sér svakalega vel einsog þið sjáið á þessari mynd.
Þuríður Arna mín var í svakalegu stuði niðrí bæ í dag þó hún hafi ekki séð mikið á sviðið en þá fannst henni bara rosalega gaman að hlusta á alla tónlistina. Söng hástöfum þegar Ingó og Veðurguðirnir byrjuðu að spila Bahama en það er eitt af hennar uppáhaldslögum. Höfum spilað það mikið í sumarfríinu okkar og sumir komnir með nett ógeð af því lagi eheh engin nöfn.
Eftir bæinn fórum við heim og við börnin bökuðum eitt stk gulrótaköku sem er reyndar í ofninum núna þannig íbúðin ilmar vel. En við erum að fá gesti í morgunmat í fyrramálið eða kl hálf átta til að horfa á leikinn og þá verða vera til einhverjar kræsingar handa liðinu. Krökkunum fannst sko ekki leiðinlegt að baka einsog ég ætla að sýna ykkur eheh.
Þetta byrjaði mjög sakleysislega með smá smakki á kreminu en svo byrjaði þetta:
Fór aðeins að klínast á alla hendina og það fannst það geðveikt fyndið en það var bara smotterí miðavið framhaldið ehe.
Farið að klínast aðeins útí andlit og ennþá var hlegið.... Þuríður Arna mín og Oddný Erla mín
Theodóri mínum fannst þetta samt laaaang fyndnast.
Annars er statusinn ágætur á hetjunni minni, reyndar kvartar hún mikið vegna verkja í líkamanum sem maður veit ekki hvað merkir? Erum að fara í læknaheimsókn í næstu viku og við komum reyndar að henni í gær lokaða inní herbergi, undir sæng, grátandi og kvartaði vegna verkja í höfðinu. Þá var ekkert annað en um það að ræða að gefa henni verkjastillandi svo finnst mér hún nota hægri hendina minna. Var t.d. að klæða sig úr buxunum áðan og notaði þá bara vinstri en að sjálfsögðu vona ég bara að þetta sé tilfallandi og hún bara svona vön að nota "bara" þá vinstri.
Leikurinn í fyrramálið sem fjölskyldan ætlum að sjálfsögðu að vakna til að horfa á ekki það að við þurfum einhverja vekjaraklukku til þess að vekja okkur fyrir leikinn, ég á þrjár góðar klukkur. Fáum líka fólk til okkar til að horfa á leikinn með okkur, ekki oft sem maður bíður fólki heim til sín í morgunmat svona snemma morguns eheh. Svo ætlar mín yndislega ljósmóðir að koma til mín á morgun og gefa mér nálastungur vegna grindarinnar sem ég er klikkaðslega slæm í, bwaaahh!!
ÁFRAM ÍSLAND!!
ÁFRAM ÍSLAN
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið eru börnin þín falleg.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:12
ÁFRAM ÍSLAND!!
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:13
Elsku börnin og þið algjör snilld sem þið eruð í bakstrinum.Náðurðu í eina tertu....hefur gert stóra uppskrift þá.Vona að ljósmóðurin sé ekki MJÖG titrandi eftir leik,þegar gullið fer um háls og þjóðsöngurinn er leikinn.Góða skemmtun hjá þér og þínum með morgni.Áfram Ís....þori ekki segja meir...Bestu kveðjur
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 21:16
Guð hvað ég man eftir svona flippi...með mín þrjú....ógeðslega fyndin og flott!!!!
Þetta eru augnablikin sem gefa svoooo endalaust mikið...og allir muna í framtíðinni...thi hí....
Bergljót Hreinsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:41
Já það á sko að vakna í fyrramálið, ekki spurning. Það er ekki ónýtt að markamaðurinn er ættaður héðan úr Húnavatnssýslunni, í báðar ættir meira að segja og þar að auki af Vatnsnesinu eins og ég hummm. Hann er hörkujaxl og hefur staðið sig frábærlega eins og allt liðið. Mér finnst hugmyndafræðin hans Óla Stef alveg stórkostleg og mig langar svo sannarlega að fræðast meir um hana.
Ég bið Guð um að senda henni Þuríði bata og orku, ekki veitir af og skólinn að byrja.
ÁFRAM ÍSLAND
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.8.2008 kl. 01:09
ædislegar myndir af frábærum krøkkum.
Hafid thad gott kæra fjølskylda og já, ÁFRAM ÍSLAND
María Guðmundsdóttir, 24.8.2008 kl. 06:30
Æðislegar myndir af krökkunum, þetta hefur greinilega verið svakalega mikið fjör
Oddný Sigurbergs (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.