2.10.2008 | 10:09
Læknaheimsókn aðeins fyrr en áætlað var...
Fórum og hittum einn af krabbameinslæknum Þuríðar minnar í gær, fórum bara á stofuna hans þar sem hann er starfandi barnalæknir líka með eigin stofu og við fáum líka alltaf tíma eftir korter þegar við höfum samand. Bara yndislegastur!! Þuríður mín er nefnilega komin með sýkingu í augun og fékk að sjálfsögðu sýklalyf fyrir því eða augndropa, hún er svo frábær en það er hún núna sem minnir mig á að setja dropa í augun og finnst það nú lítið mál enda öllu vön og þetta er nú það auðveldasta fyrir hana. Svo passar hún á því að nudda ekki augun á eftir og vill bara aðeins leggjast uppí sófa á meðan hún jafnar sig enda ekkert þægilegt að setja einhverja dropa í augun og sjá varla. Svo er líka farið að "kurra" í henni, vona bara að það sé ekkert að byrja hjá henni þó svo það kæmi ekki á óvart enda mikill kauldi úti og allskonar pestar að ganga.
Ég nefndi einmitt höltrunina við hann og við þurfum að fylgjast vel með henni næstu daga og sjá hvernig þetta þróast, helv... magapína! Hún haltrar nefnilega dáltið og kvartar ekkert, grrrr!! Well sjáum hvað verður sagt í næstu viku þegar við hittum taugalækninn hennar....
Ég er sem sagt orðin grasekkja í nokkra daga, krakkarnir voru eiginlega spenntir að pabbi (farinn í vinnuferð)sinn færi í burtu því þá vissu þau að við ætluðum að hafa partý ehehe! Ekki það að við séum aldrei með partý fyrir þau en við ætlum að troða dýnum á gólfið inní herbergi og sofa þar öll saman sem þeim finnst alveg geggjaðslega gaman, ætli ég endi ekki á einni brúninni með 1cm til að liggja á. Ótrúlegt hvað þessi börn taka mikið pláss.
Perlan mín hún Oddný er strax farin að aðstoða mömmu sína með húsverkin, sá að það var einhver sandur á gólfinu inní stofu áðan þegar ég var að gera þau til fyrir skóla/leikskóla. Mín var sko ekki lengi að ná í sóp og fægiskóflu til að sópa þessu upp hehe og var mjög stollt af sjálfri sér.
Þegar ég var að klæða þau í morgun tóku Oddný og Theodór með sér kuldagallana með sér í leikskólann sem er kanski ekki frásögufærandi enda ógeðslega kalt úti nema hvað Þuríður mín varð alveg snar því hún á ekki eins kuldagalla og Oddný sín. Ég þurfti nefnilega að kaupa eitt stk svoleiðis á Oddnýju en var að vonast til að Þuríður mín gæti notað sinn í vetur en hún heldur sko ekki, hún ætlar sér að fá svona einsog Oddný sín. Hmmm!! Nú vandast málið!
Ætla að kíkja í skólabækur.... mikið er ógeðslega gaman að læra þegar maður er svona klár haha!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
30 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þau eru gersemi þessi börn þín. Skil þig vel að vilja fá eitt enn þar sem þér hefur hingað til tekist svo vel upp.
Helga Magnúsdóttir, 2.10.2008 kl. 10:25
hafðu það gott sæta mín og vonandi verður PARTÝIÐ rosa skemmtó.... aldrei að vita nema maður kíki kannski um helgina í sæta kotið ykkar.... knús á litlu vinnukonuna fyrir að vera svona dugleg og á hetjuna fyrir að vera svona dugleg og TI fyrir að vera til og brosa ;)
og of COURSE knús á mömmuna og pabbann líka ;) LOVE frá Grindavíkinni
Þórunn Eva , 2.10.2008 kl. 10:52
Knús á ykkur öllsömul.....Elskurnar.
Gudrún Hauksdótttir, 2.10.2008 kl. 13:31
knús á þig og eitt fallegt bros
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.10.2008 kl. 16:29
Hæ, vona að sex ára skvísan á heimilinu jafni sig fljótt af sýkingunni í auganu en annað mál, þetta með flökkuvörturnar. Mín stelpa var með þær út um allt og þær urðu bara fleiri og fleiri þrátt fyrir að við fengjum svona áburð á þær. Eftir tæpt ár þegar hún var orðin útsteypt þá frétti ég af salti úr dauðahafinu. Ég ákvað að prófa það, hafði engu að tapa. Setti hálfan poka úti bala/lítið bað og stelpan sat svo og lék sér aðeins ofan í. Svo þurfti ég að nudda saltinu aðeins í bólurnar sem sveið svolítið en eftir 2 skipti voru þær byrjaðar að þorna upp, eftir 10 daga horfnar og þær hafa ekki komið síðan !
Mundi prófa þetta :) Gangi ykkur áfram vel, sendi góðar hugsanir.
Dóra (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 17:48
Yndislegt að heyra í ykkur öllum áðan. Langur dagur að kveldi kominn - þrjár nætur og tveir og hálfur dagur eftir. Veit að þetta verður fljótt að líða og hlakka mikið til að sjá ykkur aftur.
Saknaðarkveðjur til allra á mínu heimili og kærar kveðjur til allra sem lesa hér á hverjum degi.
Ykkar
Óskar/pabbi
Óskar Örn Guðbrandsson, 2.10.2008 kl. 19:19
Góða helgi allir saman.Megi vinnuferðinn hjá þér Skari lukkast vel.ÆÆÆÆÆÆÆÆ snjór snjór var að koma úr RVK allt í einni kös og útum allt.Kveðja
Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:45
Bergljót Hreinsdóttir, 2.10.2008 kl. 23:47
Hæ hæ. Smá innlitskvitt. Mér finnst æðislegt að það sé kominn snjór
vona að krökkunum þyki það skemmtilegt líka. Bestu kveðjur til ykkar og knús til þín Áslaug mín, algjör hetja sem þú ert. Stella A.
Stella A. (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 00:10
Þessi lýsing á partýi hljómar gasalega vel! Vona að ég verði jafngóð mamma og þú ert af bloggskrifunum að dæma (á einn pínulítinn sjálf :))
Auður (ókunnug) (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.