3.10.2008 | 12:53
Lélegt!
Í gær fékk ég þetta mánaðarblað frá Intersport, þar sá ég auglýstar Didriksen snjóbuxur á tilboði eða þær kostuðu 5900kr ca og svo átti núna að vera 1500kr afsláttur sem mér fannst nú ágætt þar sem hetjunni minni vantaði snjóbuxur og mig munar alveg um þennan pening. Þannig ég ákvað að skella mér á þetta tilboð í morgun, fór í Intersport við Húsasmiðjuna og ætlaði að versla eitt stk snjóbuxur og gleðja hetjuna mína. Úúúffh hefði orðið svoooo glöð! Þegar ég kem inní búðina sé ég þrennar buxur hangandi á slá og þar er auglýst "tilboð" en þetta voru bara stórar buxur sem voru náttúrlega alltof stórar á hetjuna mína. Ég sný mér að næsta starfsmanni sem ég sá, well frekar erfitt að finna starfsmenn nú til dags og spyr hvort þær eigi ekki fleiri buxur? Jú það var nú verið að auglýsa tilboð og þá býst maður við að það sé til, nibs þetta var eina sem var til. Hmmm!! Ok! Þá spyr ég hana hvort hún haldi að þær séu til í einhverjum öðrum Intersportbúðum? Hún hélt nú ekki eða var ekki alveg vissum að þær væru komnar í fleiri búðir, reyndar var hún ekki að nenna svara mér því hún var svo upptekin að brjóta saman vörur.
Finnst frekar lélegt af þessari búð að senda út bækling sem tilboð af ákveðni vöru svo er hún ekki einu sinni til hvað þá að þær séu ekki komnar á fleiri staði? Til hvers í andsk......
Það var partý hjá mér og börnunum í gærkveldi, kúrðum okkur öll saman og að sjálfsögðu endaði ég með 1cm pláss sem er ekkert ofsalega þægilegt fyrir konu sem lítur út einsog Dolly Parton og með huges bumbu. En ég lifði það af eheh! Krakkarnir höfðu það allavega ekki slæmt. Frí í leikskólanum hjá Oddnyju og Theodóri í dag þannig þau ruku út rúmlega átta í morgun til að fara út að leika í snjónum og fannst það ekki leiðinlegt kíktum líka í Krónuna til að undirbúa næsta partý. Jííííhhaaaa!!
Hef áhyggjur af hetjunni minni, finnst höltrunin alltaf vera meira og meira áberandi. Sést lang best þegar hún er að hlaupa, þurfum allavega bíða þanga til ca miðvikudag og sjá hvað læknarnir segja. Alltof langt þanga til en vonandi verður þetta bara gengið til baka.
Eigið góða helgi kæru lesendur, verið hress, ekkert stress, bless bless.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
30 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki bara allt reynt til að fá fólk í búðir, með von um að þá sé bara verslað eitthvað annað ? Vona að þú og þitt fólk eigið góða helgi. Kveðja Þorgerður
Þorgerður (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 13:21
Ég skil vel að þið hafið áhyggjur að fætinum hjá Þuríði. Eru ekki miklu meiri vegalengdir í skólanum hennar heldur en var í leikskólanum og hvernig eru gólfefnin. Allt getur skift máli þegar kjúklingar (eins og ég og hún) með einhver vandamál á harða biskinum í kollinum eiga í hlut.
Það er ekki skrítið þó það vanti pláss á dýnunni þegar þrjú plássfrek eru annars vegar, dóttursonur minn fór létt með að hrekja báða foreldra sína út á brún, hann tveggja ára í miðju rúminu.
Sammála þér með tilboðsómyndina. Guð blessi ykkur öll, í bumbu og utan.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.10.2008 kl. 14:06
Ég skil vel að þið hafið áhyggjur að fætinum hjá Þuríði. Eru ekki miklu meiri vegalengdir í skólanum hennar heldur en var í leikskólanum og hvernig eru gólfefnin. Allt getur skipt máli þegar kjúklingar (eins og ég og hún) með einhver vandamál á harða diskinum í kollinum eiga í hlut.
Það skiptir ekki máli af hverju vandinn í kollinum stafar, hann þarf sinn tíma til að komast jafnvægi.
Það er ekki skrítið þó það vanti pláss á dýnunni þegar þrjú plássfrek eru annars vegar, dóttursonur minn fór létt með að hrekja báða foreldra sína út á brún, hann tveggja ára í miðju rúminu.
Sammála þér með tilboðsómyndina. Guð blessi ykkur öll, í bumbu og utan.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.10.2008 kl. 14:08
Ég var að versla svona nákvæmlega eins buxur á strákinn minn í Útilíf í fyrradag þar kosta þær kr 4,990 það var fullt til af þeim og í öllum stærðum. Mjög fínar buxur :)
Kærleikskveðja
Guðrún Hauksdóttir, 3.10.2008 kl. 14:21
Guð gefi ykkur góða daga og ég tendra ljós fyrir fallegu hetjuna þína
kærleiksknús 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 16:14
Ósmekkleg þessi tilboð og gylliboð! Svo stenst ekkert! Vonandi verður heltin rokin útí veður og vind sem fyrst. Góða helgi stóra fjölskylda!
Ylfa Mist Helgadóttir, 3.10.2008 kl. 17:36
Guð gefi ykkur góða helgi.
Kristín (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 22:06
Góða helgi fallega fólk og vona að guð gefi að Þuríður verði í fínu standi...knús og kærleikur
Björk töffari (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 08:41
Mér hefur fundist svona tilboð bara til að fá fólk í búðina, ég hef líka lent í þessu að fara og þá er svarið, nei þvi miður búið, fór eins og skot og jafnvel þott mar komi um leið og opnar.
Hafið góða helgi góða fjölskylda ;)
Aprílrós, 4.10.2008 kl. 11:44
Knús til ykkar, gangi ykkur vel.....
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.