Leita í fréttum mbl.is

Þuríður mín Arna

Fyrsta skipti í tvö ár heimtaði Þuríður Arna mín á laugardagskvöldið að fá eyrnalokka, hún hefur ekki viljað vera með þá síðan æxlið breyttist í illkynja væntanlega vegna höfuðverkja.  Að sjálfsögðu "rústaði" ég íbúðinni til að leita að eyrnalokkum fyrir hana og fann þá loksins eitt par og hélt að hún myndi kanski vera með þá í hálftíma og biðja mig svo að taka þá en nei aldeilis ekki.  Hún passar þá einsog gull ehe, þegar ég var að þvo henni hárið í gærmorgun þá var sagt við mig "mamma passaðu eyrnalokkana".  Yndislegust!  Hún var svo spennt að fara í skólann í morgun til að geta sýnt stuðningsfulltrúanum sínum þá.  Finnst þetta allavega boða gott að hún vilji vera með þá og skrýtið að það var ekki gróið fyrir götin vegna tveggja ára hlés.

Ég hef samt ennþá meiri áhyggjur af henni, hún var mjög slæm á laugardagskvöldið í fætinum og haltraði mjög mikið og það sást rosalega vel "bara" þegar hún gekk rólega.  Hnúturinn stækkar sérstaklega vegna þess að það er október og tvö ár síðan í þessum mánuði að æxlið var greint illkynja.  Hún er mis slæm/góð þessa dagana í fætinum, stundum er þetta mjög áberandi og stundum sérðu þetta "bara" best þegar hún er að hlaupa.  Well erum að fara hitta doktorinn í þessari viku bæði vegna lyfjamælinga og láta hann skoða hana og ákveða hvort eitthvað verði gert í framhaldinu.  Ég veit sjálf að mér mun ekki líða betur fyrr en hún fer í myndatökur og ég VEIT ef ég heimta það þá fæ ég það og kanski er það líka besta lausnin og fá góðar niðurstöður og líða betur.

Djöh þoli ég ekki að fletta blöðum þessa dagana, hlusta á fréttir eða skrolla yfir www.mbl.is .  Alltaf sömu fréttirnar og maður verður þunglyndur að hlusta/lesa.  Bwaaahh!!  Manni er minnst á þetta slæma ástand alveg sama hvar ég er og á hálftímafresti, ég hef samt meiri áhyggjur að ég fái ekki foreldragreiðslurnar áfram því það getur engin helv... maður lifað á 40.000kr á mánuði.   Er einmitt að standa í þessu umsóknaferli þessa dagana, djöh þoli ég það ekki.  Bwaaahhh!!  Alltof mikill orkuþjófur. 

Það hafa einmitt margir spurt mig hvort ég eigi ekki rétt á fæðingarorlofi vegna námsins sem ég er í, svarið er NEI.  Ég þarf að vera í 75-100% námi til eiga rétt á því og ég er ekki í svo miklu námi hvað þá að ég gæti það í fjarnámi með alvarlega veikt barn(þó að ég sé þrusu klár).  Þó svo að ég er að taka 14 einingar þá er það ekki nóg, er búin að kanna þetta allt saman. ...og á heldur engan rétt á venjulegu fæðingarorlofi því það er ekki litið á foreldragreiðslur sem laun.  Fólk er líka að segja við okkur að Skari ætti þá bara að taka fæðingarorlofið og finnst það ofsalega sniðug hugmynd, nei það er ekkert svo góð hugmynd, jú launin hans myndi minnka allavega um 20% og hvar á ég að fá laun?  Jú ég gæti kanski bara farið að vinna frá mánaðargömlu/nýfæddu barni eða þannig ekki alveg í boði.  Já einsog margir hafa kommenta hjá mér (eyði því oft út um leið) að við hefðum átt að hugsa útí þetta áður en við ákváðum að fjölga mannkyninu sem mér finnst fáranlegt komment, einsog ég hefði líka átt að hugsa útí þetta þegar ég ákvað að eiga Þuríði mína að ég gæti átt langveikt barn?  Dööööhh!!  Mér er alveg sama hvað fólk kommentar á síðuna mína bara á meðan það snertir ekki börnin mín.  Takk fyrir það!!

Djöh er annars ógeðslegt veður úti, ekta veður sem segir mér að leggjast uppí sófa með tölvuna, læra smotterí, kveikja á kertum og hafa það kósý.  Mmmm já góð hugmynd.
theo.
Hérna er ein af töffaranum mínum honum Theodóri Inga.  Úúúúffhh hann er svo mikill gaur ehe.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vina mín ég bið að þessi vika verði ykkur góð og að litla stóra hetjan þín fái góða skoðun. 

Hugsaðu vel um sjálfa þig og mundu að líf þitt er þitt líf og öll þau fallegu líf sem kærleikur ykkar hjóna gefur af sér er ákkúrat ykkar mál og engra annara.  Sýn þín og hugsun er falleg og eitthvað sem engin ætti að vera að kommenta á með slíkum ljótleika sem þú nefnir hér í færslunni.  Þetta getur verið sárt en í raun þá eigum við að vorkenna þessu fólki og biðja það eins og þú ert að gera að vera með sín komment annars staðar.  Kerfið er svo óréttlátt og sammála er ég þér með hvernig áhrif allur þessi fréttaflutningur fer í mann.  Ég set bara fjölskyldumynd í tækið og sleppi fréttatímum, poppa og kúri með strumpunum mínum, langbest að fylgjast eins lítið með og við getum.

Tendra ljós fyrir ykkur duglega fjölskylda

með kærleikskveðja 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 11:23

2 Smámynd: Elsa Nielsen

Váááá hvað hann er sætur ;) Hafðu það kósí í góða veðrinu "-"

KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 6.10.2008 kl. 11:25

3 identicon

Þið hjónin eruð svo dugleg á allan hátt. Skiljanlega er erfitt að eiga langveikt barn þá finnst mér alls ekki slæmt að eignast fleiri börn með því vegna þess að það er oft gott f/ gerðheilsu og hamingju heillar fjölskyldu að vinna saman og standa saman ég gegnum súrt og sætt.

Ég fylgist vel með hér og vona að þetta sé ekkert alvarlegt með Þuríði og haltrið (er það rétt sagt?) :) OG vona að að þér gangi áfram vel með skólann og þungunina.

Gangi ykkur öllum áfram vel

Karolina Anna Snarska (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 12:07

4 identicon

Óska ykkur alls hins besta og að bumbubúanum líði líka vel.

kv

Hm

hm (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 13:43

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

haltu bara thinu striki Áslaug, thid erud svo dugleg og hugsid thetta bara allt svo rétt  en mikid svadalega er minn´myndarlegur ,ekki er ég hissa ad thú viljir fleiri, med svona flotta uppskrift hafid thad sem best kæra fjølskylda og vonandi kemur bara jákvætt útur læknisheimsókninni.

María Guðmundsdóttir, 6.10.2008 kl. 16:58

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og yndislegar ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.10.2008 kl. 18:58

7 identicon

.Baráttu og kærleikskveðjur.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 19:42

8 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Kærleikskveðja

Guðrún Hauksdóttir, 6.10.2008 kl. 20:42

9 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Kerfið er ósanngjarnt.  Þú ert í mikið meira en fullri vinnu heima, með langveikt barn og þar að auki í námi.  Finnst mjög ósanngjarnt að þú skulir ekki eiga meiri rétt.  Spurning um að þú farir í mál við TR.  Óþolandi kerfi hérlendis! 

Varðandi börnin, að þá skaltu ekki láta eitthvað fólk útí bæ draga þig niður.  Lýsir þeirra þroska og innsæi bara mjög vel og gerir þá bara að enn minni manneskju.   Ég skil ykkur svo vel.  Ljósgeislarnir mínir eru mér allt, og mér er nákvæmlega sama um það hvað aðrir segja, hugsa og gera.  Mér finnst yndislegt að þið séuð að bæta einum geisla við, til viðbótar, enda eru börnin ykkar mjög yndisleg.  Verður bara enn meiri upplyfting og mikill gleðigjafi. 

Skil mjög vel hve stressuð þú ert, með veikindi hetjunnar, þar sem áföllin hafa dunið yfir í þessum mánuði undan farin ár.  Ég held að það boði samt ekki að fleiri slæmar fréttir fáist í þessum mánuði, heldur er áfallastreitan komin í ljós.  Fólk sem verður fyrir hörðum skell eða miklu áfalli, tengir ýmislegt sem gerðist við e-h ákveðið og endurupplifir þá atburðinn og óttast t.d. þann tíma sem það gerðist.  Veit ekki hvort mér tekst að koma þessu rétt frá mér.  En er að reyna að segja, að ég held að dóttir þín sé kraftaverk og að áhyggjur þínar núna tengjast fyrst og fremst áfallinu og kvíðanum sem þessu fylgir, og að þetta mun allt fara vel.  Hetjan er yndisleg og þið foreldrarnir mjög duglegir. 

Það að litla hetjan er farin að geta verið með eyrnalokka boðar líka mjög gott.  Segir það ekki að höfuðverkurinn og kvalirnar hafa minnkað mikið?  Vona það svo innilega. 

Gangi þér og ykkur vel.  Ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og vernda. 

Emma Vilhjálmsdóttir, 7.10.2008 kl. 00:36

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þuríður komin með eyrnalokka, enn  frábært og flott. Það er batamerki er bara stórkostlegt. Ég skil vel að myndatakan og halti fóturinn séu að gera hnút í magann hjá þér og er ekki best að flýta myndatökunni aðeins svona óvissa er svo slæm.

Afskaplega finnst mér ósmekklegt af fólki að vera að kasta í ykkur svona leiðinda athugasemdum. Það væri nær að dást að dugnaði ykkar og elju í þessu öllu. Þið eruð einfaldlega að lifa ykkar lífi og barneingnatíminn er núna. Þið veljið að eignast fleiri börn sem er frábært.

Ég hef sagt það áður og segi það enn að svona veikindalaun eins og þú hefur fengið eiga að mínu mati að skoðast sem ígildi launa.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.10.2008 kl. 00:54

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

æææ en krúttlegt tetta med eyrnalokkanna.

Snádinn tinn er algjört krútt.

Fadmlag á ykkur öll.

Gudrún Hauksdótttir, 7.10.2008 kl. 07:12

12 Smámynd: Hulla Dan

Hún Emma hérna að ofan segir allt sem segja þarf.

Megi dagurinn verða ykkur góður

Hulla Dan, 7.10.2008 kl. 08:24

13 identicon

jheyrðu Áslaug ég get nú bara ekki lýst því hvað mér finnst þið frábær og gott að Þuríður er svona ánægðí skólanum og ég er nú svo bjartsýn að ég held nú að þetta blessist allt og nýja barnið verður sko ekki minni gleðigjafi en hin 3 ég man nú hvað hann Theodór sætilíus gladdi allt og alla á Barnaspítalanum fyrir 2 áum bara pínulítill snáði og ég segi bara til hamingju með allt saman og gangi þér vel í skólanum og öllu saman!

Tinna Rut (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 12:45

14 Smámynd: Bjarni Kjartansson

TIL HAMINGJU MÍN KÆRA.

INNILEGA TIL HAMINGJU

TAKK TAKK AÐ SEGJA OKKUR ÞETTA, ÞEGAR VIÐ ÞURFTUM VIRKILEGA Á GÓÐUM TÍÐINDUM AÐ HALDA

Knúsaðu tildurrófuna

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 7.10.2008 kl. 14:03

15 identicon

Guð gefi ykkur styrk. Kærleikskveðjur til ykkar allra duglega fjölskylda.

Kristín (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 14:07

16 identicon

Góð

Mikið er ég sammála þér. Gangi ykkur vel.

Kærleiks og eldmóðskveðja úr breiðholtinu

Beggs

Begga (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband