Leita í fréttum mbl.is

Allt einsog það á að vera

Fengum að sjálfsögðu góðar fréttir í dag, kom allt gott úr ræktuninni hjá hetjunni minni en ekki hvað?  Búin að losna við saumana og getur loksins fenigð að sulla í baðkarinu í kvöld sem hún bíður svona líka spennt eftir að fá að gera.  Þarf ekki mikið til að gleðja hana.

Það gerðist líka enn eitt kraftaverkið hjá henni í gær.  Einsog ég hef oft sagt áður þá á hún ofsalega erfitt með fínhreyfingar sínar, bara vegna veikinda sinna.  Hún er nýbúin að geta skrifað stafinn sinn sem var frekar "bjagað" Þ en samt það flottasta sem ég hef séð.  Hún hefur aldrei geta ráðið við blýantinn og teiknað einhverja mynd, verið mikið krafs en hún hefur samt alltaf verið svo dugleg að æfa sig og gefst ekki svo auðveldlega upp sem ég tek mikið til fyrirmyndar því maður er oft of fljót að gefast uppá hlutunum því maður heldur bara að maður getur þetta ekki án þess að reyna eitthvað af viti.  Jú í gær eftir skóla sat hún hérna við borðstofuborðið, bað um blað og blýant því henni langaði að teikna.  Viti menn mín stúlka teiknaði karl sem hefur ALDREI gerst, þetta var ekki neitt krafs bara fallegasti karl sem ég hef nokkurn tíman séð og hún var líka svona stollt af sjálfri sér.  Vávh hvað ég var líka stollt af henni og átti erfitt með að halda inni tárunum.  Hver segir svo að æfing skapi ekki meistarann?  Viljinn er líka ótrúlega mikill hjá henni, hún ætlar sér allt þó svo það taki marga marga mánuði að það takist.

Ég hef aldrei haft mikla trú á sjálfri mér, hef alltaf haldið að ég geti ekki neitt og á auðveldlega með að gefast upp.  Einsog t.d. skólann en þegar ég ætla að gefast upp hugsa ég til hetju minnar sem gefst ALDREI upp og þá held ég ALLTAF ótrauð áfram og það tekst ALLTAF að lokum og svona líka vel.  Við getum allt ef viljinn er fyrir hendi.

Einsog að fylgjast með henni í sjúkraþjálfun, bara í vor gat hún ekki marga hluti en í dag á hún svo auðvelt með þá að sjúkraþjálfinn er alveg steinhissa á þessari kraftaverkastelpu.  Að labba á mjórri spítu sem var reyndar ekkert mjó í vor og var alveg niðrí gólfi var hún bara að geta labbað ca 2-3 skref en í dag labbar hún á mjög mjórri spítu sem er dáltið "langt" frá gólfi sem hún gerir nánast blindandi og það sko alla leið.  Hún hefur líka alltaf átt mjög erfitt með að hoppa, gat alltaf bara hoppað rétt 1cm frá gólfinu þar að segja ef hún gat það en í dag hoppar hún "hátt" uppí loft og mjög "langt" miða við allt.  Viljinn er mjög sterkur hjá Þuríði minni og ég gæti ekki verið stolltari af henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku fallega stelpan mín...æðislegar fréttir og ég samgleðst ykkur innilega.Þuríður þú ert að sjálfsögðu flottust og duglegust af öllum og krafturinn sem býr innra með þér er ótrúlegur...haldið þið áfram á sömu braut..knús og kossa

Björk töffari (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 17:26

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábært að lesa svona góðar fréttir af Þuríði. Hún er öllum góð fyrirmynd eins og hún er mömmu sinni og ekki ónýtt að taka hennar vilja og þrautseigju sem markmið í lífinu. Hún er algjört kraftaverk þetta barn.

Helga Magnúsdóttir, 13.11.2008 kl. 17:28

3 identicon

en hvað er nú gaman að heyra svona góðar fréttir og ég vona bara að það haldi áfram að gera það!

tinna Rut (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 19:22

4 identicon

Elskan litla frábært hjá henni.  Bið Guð um að gefa henni kraft til meiri framfara. Baráttukveðjur.

Kristín (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 20:16

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þennan karl verður að innramma og ekkert meira með það. Þetta er þær bestu fréttir sem þú hefur sagt okkur lengi, og ertu samt ekki óvön að segja okkur góðar fréttir. Leyfðu svo gleði tárunum að renna, þau hreinsa svo vel gamla hræðslu.

Haminjuóskir í húsið og hoppandi kæti með     

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.11.2008 kl. 22:31

6 identicon

Sæl Áslaug. Ég þekki þig ekki neitt en kem samt reglulega hingað inn til að lesa um hetjuna þína og þig. Ég hefði aldrei trúað því að þú hefðir litla trú á sjálfri þér og ættir til að gefast auðveldlega upp. Þú ert svo ótrúlega sterk, dugleg og hugrökk. Svo ekki sé minnst á hetjuna þína. Þvílíka baráttu og viljastyrk hef ég aldrei heyrt um. Hún er ótrúlega dugleg. Ég hugsa oft til þín. Þú gefur mér svo ótrúlega mikið með blogginu þínu. Takk fyrir að hafa síðuna opna og leyfa okkur hinum að fylgjast með ykkur. Þið eruð bara yndislegust. Og falleg eru börnin ykkar. Til hamingju með bumbubúann sem er alveg að fara að koma. Kærleikskveðja Þóra.

Þóra (ókunnug) (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:33

7 Smámynd: Aprílrós

Vá flottar fréttir af hetjunni þinni,. Hvernig hefði hun komist í gegnum þetta án þín ? þú ert hennar stoð og stytta, þú gefur henni styrk, kjark, þor, sjálfstraust og meira en þú gerir þér grein fyrir elskan mín. Og þér finst þú ekki vera með sjálfstraust og leitar að því til dóttlu þinnar sem gefst aldrei upp. Þið styrkið svo mikð hvor aðra og þið eruð hetjur í hvors annars augum.

Guð veri með ykkur og styrki áfram, ég bið fyrir ykkur.

Aprílrós, 13.11.2008 kl. 22:50

8 identicon

frábærar fréttir

alva (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:53

9 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Yndislegar fréttir & hamingjuóskir með allt

Dagbjört Pálsdóttir, 14.11.2008 kl. 00:57

10 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þessar framfarir í hreyfiþroskanm eru kraftaverki líkast, það segir þú satt.  Tirl hamingju með  það.  Framfarirnar munu halda áfram en í stökkum þó.  Þuríður litla er búin að sýna það og sanna að kraftaverkgerast enda er hún gangandi dæmi um það. Árangurinn  og sigurinn er ekki síður ykkar, þið eruð ótrúlega sterk og samstillt fjölskylda.

Baráttukveðjur

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.11.2008 kl. 05:57

11 identicon

Æi hvað þetta er falleg færsla sem kennir okkur hinum svo margt! Ég fékk nú barasta tár í augun.  En viljann og verkið lærir hún m.a. frá þér kæra Áslaug því þú ert ein af þeim sterkustu í bænum.  Þín fallega og duglega sýn á lífið og kærleikurinn sem þið Skarið hafið í hjarta ykkar endurspeglast í gullmolunum ykkar.  Eigið góða helgi duglega fjölskylda.

Ég tendra lítið ljós, bið guð um góða daga til handa ykkur og kærleik fyrir hvert eitt mannsbarn.

knús yfir landið og miðin 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 08:17

12 identicon

Yndislegt, þú ert ekki sú eina sem færð tár í augun yfir þessum framförum hetjunnar, ég sit hérna í útlöndum og verð þvílíkt meir yfir þessari lesningu. Hef fylgst aðeins með ykkur hérna á netinu og á eiginlega ekki til mörg orð til lýsa því hvað mér finnst þið ótrúlega sterk í allri þessari baráttu, ekki bara við illvígan sjúkdóm hetjunnar, heldur líka við kerfið og það sem því fylgir.
Gangi ykkur allt í haginn!!!
Kv. frá DK

Begga Kn. (ókunnug í DK) (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 09:13

13 Smámynd: Elsa Nielsen

Yndislegt :) Fékk líka tár í augun...

KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 14.11.2008 kl. 09:27

14 identicon

Þetta var einstaklega falleg færsla hjá þér Áslaug, maður varð bara meyr og jaðraði við tár í augun.    Haltu áfram á sömu braut, þið eruð hvatning öðrum.  Knús í þitt hús,   Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 10:45

15 Smámynd: Dísaskvísa

 Þetta er svo frábært að heyra og þessi stelpa þín svo ÓENDANLEGA dugleg og sterk! Knúsur og klemm

Dísaskvísa, 14.11.2008 kl. 11:54

16 identicon

Fylgist alltaf með ykkur. Yndislegt að heyra um framfarirnar hjá henni Þuríði. Hún er kraftaverka stelpa . Guð veri með ykkur og gefi Þuríði enn meiri kraft. Kveðja að vestan.

Halla (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband