12.11.2008 | 09:59
Hrós dagsins
Fær Tryggingastofnun, jíbbíjeij!! Ákveðin léttir... Jú ég fékk hringingu í gær frá félagsráðgjafanum í TR sem hefur verið að sjá um okkar mál og hún ákvað bara að hringja sjálf í mig enda með góðar fréttir. Hún vissi hvað það var búið að vera mikið álaga að þurfa bíða eftir svörum frá þeim og vissi líka hvað ég var búin að vera stressuð yfir þessu öllu og vildi bara tilkynna mér þetta sjálf en ekki með tölvupósti eða bréfberapósti sem ég met mikils. Ótrúlega góð þjónusta og maður verður líka að hrósa þegar fólk er að gera góða hluti en það er alltof sjaldan sem við hrósum, kvörtum of mikið. Ég fæ sem sagt framlengt með greiðslurnar með hetjunni minni sem er auðvidað mjög gott enda er ekki einsog hún sé orðin heilbrigð ennþá dáltið langt í land samt í áttina.
Það er samt galli sem fylgir þessum svokölluðum foreldragreiðslum því þegar ég hætti að fá þær sem verður vonandi einn daginn eða þegar Þuríður mín verður eins heilbrigð og hún getur og ég fer á vinnumarkaðinn. Well ef ég fengi ekki vinnu strax eftir að svona greiðslum líkur á ég ENGAN rétt ekki einu sinni rétt á atvinnuleysisbótum sem er stór galli, ég get ekki borgað í stéttarfélag í gegnum þessar greiðslur sem er ennþá stærri galli því hvað ef ég myndi veikjast þá væri það bara leiðinlegt fyrir mig og mína. Þannig ég sendi bara mail á eina konu í VR sem svaraði mér deginum eftir með upplýsingar til mín vegna þess mig langar að borga í það félag til að öðlast einhvers rétts, næst á dagsskrá er að senda bréf á stjórnina (konan bað mig um að gera það) og biðja þá að breyta þessu fyrir mig eða alla þá sem lenda í þessu sama og ég/við. Við eigum að geta haft val en það hefur ekki verið hingað til og núna ætla ég að berjast fyrir því.
Langar líka að hrósa þeim í VR en ég hef ALLTAF fengið gott viðmót frá þeim og þeir eru vanir að svara mér um leið og ég hef sent þeim fyrirspurnir.
Það er verið að fara taka saumana hjá hetjunni minni á morgun og þá fáum við líka niðurstöður úr ræktuninni sem ég er að sjálfsögðu bjartsýn yfir en ekki hvað? Erum líka komin með dagssetningu á næstu myndatökum sem verða á þrettándanum eða 6.janúar'09 og þá verðum við líka orðin sex manna fjölskylda hehe vávh maður!! Það styttist óðum í bumbubúan, er bara fljótt að líða.
Þuríður mín er farin að hlýða mér yfir stafina hehe, "mamma hvað heitir stafurinn minn?" (..og ég svara) "já glæsilegt hjá þér". Er dáltið að apa eftir mér þegar ég er að hlýða henni yfir, bara flottust!!
Oddný Erla mín bíður spennt eftir bumbubúanum "mamma þegar litla barnið er komið úr maganum þínum og þú ert búin að gefa því brjóst og skipta á því, þá ætla ég að halda á því og ég get alveg haldið á því þegar ég stend líka eheh". Hún er einsog lítil mamma, minnir mig dáltið á sjálfan mig þegar ég var lítil enda alltaf elskað börn og passaði eins mörg börn og ég gat þegar ég var yngri, held að hún verði þannig.
Theodór er ósköp rólegur yfir þessu, kemur stundum að maganum mínum og talar til litla bumbubúans annars vill hann helst sitja uppí sófa og lesa stafabókina hennar Þuríðar, verður oft mikið rifrildi á heimilinu hver á að læra stafina "einn og NÚNA".
Var að skila ritgerðinni minni, þvílíkur léttir að vera búin af því. Núna þarf ég að drífa mig að klára tvær greinar og þá bara tvær eftir en prófin í þeim verða í kringum mánaðarmótin hvernig sem það mun fara hjá mér. Verð ég búin að eiga eða verð ég orðin algjörlega rúmliggjandi þá? Ég mun samt ekkert láta það stoppa mig í að taka einhver próf, ekki alveg.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
104 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 4870668
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottar fréttir :-)
kær kveðja Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 10:38
View Raw Image" height="261" src="http://s4.tinypic.com/2dbl3ly.jpg" width="318" />
Elsku Áslaug...yndislegar fréttir og alveg biðarinnar virði.Bið fyrir fallegu hetjunni minni að allt gangi vel áfram og knúsaðu hana frá mér.Guð gefi ykkur góðan dag elskurnar...kærleikskveðjur
Björk töffari (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 10:45
Bestu kveðjur til ykkar allra og dugnaðurinn í þér er ævintýralegur :)
Hanna, 12.11.2008 kl. 11:17
Góðar fréttir og falleg færsla um strumpana þína...bara duglegust.
Bið guð um góða daga og bros í hjarta
knús 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 11:39
Frábært að allt gengur vel og til hamingju með Tryggingastofnun, það borgar sig greinilega ekki að hætta og bölva í hljóði. Kveðja til allra Mæja
María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 12:45
Yndislegar fréttir. Bestu kveðjur Þorgerður
Þorgerður (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:50
Frábært að heyra að þú fáir foreldragreiðslurnar áfram, til ahmingju með það. Gott að þú ert meðvituð um þína réttarstöðu, eða öllu heldur skort á henni, að þú skulir gera eitthvað í málinu og setja þetta hér á síðuna. Þú ættir kannski að gera fyrirspurn til RSK hvort þú getir greitt Tryggingagjald til þeirra með einhverjum hætti vegna þessara greiðslna. Greiðsla Tryggingagjalds veitir rétt til atvinnuleysisbóta.
Þú ert svo dugleg að ryðja brautir fyrir aðra svo þetta mun ekki vefjast fyrir þér.
Flott að heyra að ritgerðin sé búin. Hún Þuríður er flottust að kanna stafakunnáttu móðurinnar. Hún kemur okkur hér á síðunni alltaf svo skemmtilega á óvart. Ég legg til að hún verði valin kona ársins. Sennilega er bara rétt að tilnefna ykkur allar þrjár mæðgurnar.
Því svo er litla barnfóstran algjör kjarnakona líka, ætlar bara að halda á systkyninu sínu svo mamma geti hvílt sig. Og Theodór lærir stafina af mikilli elju.
Þið eruð rík hjónin að eiga þessi frábæru börn.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.11.2008 kl. 16:42
Sæl!
Gangi þér vel með lokasprett meðgöngunnar og skólans. Alltaf gott og gaman að lesa þegar hlutirnir ganga vel.
Kv.Jane Petra ÍKÍ-vinkona
Jane (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 16:47
Vá. Flottar fréttir .
Kristín (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 16:56
ææii frábærar fréttir... þá er því stressi létt eins og er... Farðu vel með þig... maðru er bara orðinn spenntur fyrir bumbunni eins og börnin þín.. verður spennandi að sjá bumbubúann...
KNÚSSSSSSSS.......... að norðann..
Margrét Ingibjörg Lindquist, 12.11.2008 kl. 20:08
Til hamingju með sigurinn mín kæra ;)
Aprílrós, 12.11.2008 kl. 20:14
Tek undir með Krúttu, Til hamingju. Þú ert svooooo klár, að það hálfa væri miklu meira en nóg. Líði ykkur stórfjölskyldunni sem best í dag, sem aðra daga.
Sólveig (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:58
Til hamingju með þetta allt saman og gangi ykkur öllum vel!!
Ása (ókunnug (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:14
Gledilegar fréttir Áslaug mín fyrir ykkur fjölskylduna.Vertu ekki ad hugsa hvad verdur svo med tessar greidslur í atvinnuleysissjód.Tad koma alltaf nýjir tímar og ný rád.Til hamingju med tetta.
Gangi ykkur öllum vel.
Kvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 13.11.2008 kl. 08:17
Frábærar fréttir Áslaug knús til þín og þinna. Þið standið ykkur einstaklega vel. Kveðjur góðar, Stella
Stella A. (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:58
Þú ert greinilega mikil baráttukona. Go girl, go. Flott að TR sá sóma sinn í því að verða við beiðni þinni.
Helga Magnúsdóttir, 13.11.2008 kl. 12:30
Hæhæ skvís
Takk fyrir mig, leitt að hafa ykkur með í afmælinu. Þetta er nú annars góðar fréttir hjá þér. Gott líka að vera búin með allt fyrir skólann og engar áhyggjur að hafa út af því nema kannski í hvaða fötum þú verður í útskriftinni Annar er ég enn að bíða eftir tölvunni minni svo ég geti verið á msn. Var að tala við þá og þeir voru að komast að því að móðurborðið í tölvunni væri farið og ég á að vera tryggð fyrir því og þannig það það er spurnig um að ég fái nýja tölvu eða þeir geri við mína sem svara víst ekki kosnaði. Hlakka til að heyra þegar "prinsinn" kemur í heiminn er nokkuð viss.
Luv og knús Magga
Magga (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.