Leita í fréttum mbl.is

Stefnir í góð jól :)

Ég  er búin að hugsa mikið um síðustu jól eða hvernig þau hafa verið hjá okkur síðustu fjögur árin eða síðan hetjan mín veiktist og ég myndi ljúga því ef ég myndi segja að þau hafa verið auðveld. 

Jólin árið 2004 voru frekar erfið jól en það voru jólin sem hetjan mín veiktist, hún var uppdópuð af lyfjum öll jólin og krampaði endalaust mikið.  Við vorum heima yfir aðfangadag en mig minnir að það hafi verið annan í jólum sem það þurfti að leggja hana inn með sterk lyf í æð því hún hætti ekki að krampa þessi elska og fengum svo að fara aftur heim á gamlárs.  Þá var líka ákveðið að kaupa gommu af flugeldum handa hetjunni minni enda eeeeeelskar hún flugelda, hefur aldrei verið hrædd við þessi ljós og læti.  Gamlárs er ö-a skemmtilegasti dagur hennar á árinu.

Jólin 2005 vorum við nýkomin frá Boston en þar fór hetjan mín aðgerð sem gerði því miður ekki mikið fyrir hana, kramparnir versnuðu tífalt og voru ca 10-50 á dag og í framhaldinu átti hún að fara í lyfjameðferð á nýju ári.  Það var frekar erfitt að horfa uppá hana þessi jól, á aðfangadag voru kramparnir mjög slæmir og nutum að sjálfsögðu ekki dagsins þannig séð.  En þegar við fórum að opna gjafirnar var ofsalega skrýtið þá hætti stúlkan að krampari  og byrjaði svo aftur þegar þeirri törn lauk.

Jólin 2006 vorum við nýbúin að fá þær fréttir að hetjan mín væri komin með illkynja heilaæxli og ætti nokkra mánuði ólifaða.  Hún var rosalega veik þessi jólin, að sjálfsögðu síkrampandi, algjörlega lömuð hægra megin á líkamanum og kláraði fyrri geislameðferð sína á Þorlák. 

Jólin 2007 var reyndar hetjan mín hætt að krampa, búin að ljúka tveimur geislameðferðum því æxlið var búið að stækka svo mikið.  Var byrjuð í svokallaðri töflumeðferð en var látin hætta í henni í janúar þar sem hún var með stanslausan hita frá lok nóv til byrjun febrúar.  Hún var hætt að nærast á þessum tíma og farin að líta út einsog anorexíusjúklingur.

Jólin 2008 sem eru að skella á er hún ótrúlega hress og kát.  Þið myndið ekki trúa því ef þið hefðuð séð hana fyrir ca ári síðan að þetta væri sama stúlkan.  Þroskinn sem hún hefur tekið er alveg hreint út ótrúlegur, ég er svakalega stollt af þessari stelpu.  Það sem sagt stefnir í frábær jól hjá Þuríði minni þetta árið sem er fyrsta sinn síðan hún veiktist og ég get ekki beðið eftir þeim.  Það er líka alveg yndislega gaman að við erum orðin sex manna fjölskylda þessi jólin þannig það verða engin rólegheit hjá okkur sem verður ennþá skemmtilegra.  Oh mæ god hvað ég verð bara spenntari og spenntari, það er svoooo stutt í þetta allt saman.  Get heldur ekki beðið eftir áramótunum og að sjálfsögðu ætti maður að kaupa gommu af flugeldum þetta árið til að fagna heilsu hetju minnar og gleðja hana en hin tvö (sem hafa orðið vit fyrir þessu eheh) eru alveg skíthrædd við lætin.
PC206148
Hérna eru þær systur, krökkunum í Styrktarfélaginu var boðið á Eldsmiðjuna í gær (slurp ótrúlega góðar pizzur) og svo var jólaball fyrir krakkana á eftir sem þau skemmtu sér alveg frábærlega vel á.
PC206336
Smá hræðslu svipur á Theodóri mínum enda alveg skíthræddur við Sveinka þannig það kom okkur mikið á óvart að drengurinn vildi setjast hjá honum einsog hann er mikill nagli fyrir.
PC186003
Hnoðrinn minn á leiðinni á jólaballið hjá SKB

Vitiði það ef við værum ekki búin að "lenda" í þessu með Þurðíði mína, að horfa uppá hana berjast fyrir lífi sínu það væri maður ö-a grenjandi meira yfir ástandinu í þessu þjóðfélagi.  Heilsan er það sem skiptir mestu máli og við ættum að vera þakklát fyrir okkar heilsu hitt er "aukaatriði".

Eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er sko rétt hjá þér að við sem eigum heilbrigð börn höfum bara yfir ekki neinu að kvarta. Fjárhagurinn er vitanlega kominn út úr öllu korti hjá mörgum en það er bara smotterí miðað við það sem þið hafið genguð í gegnum. Þuríður er vitanlega aðalhetjan en ekki er hægt annað en setja hetjustimpilinn á restina af fjölskyldunni. Þið eruð ótrúleg.

Helga Magnúsdóttir, 21.12.2008 kl. 17:35

2 identicon

Sammála þér, amma mín er búin að vera dauðveik í marga mánuði og hefur ekki getað haldið áfram með sína krabba meðferð út af því. Ég hugsa svo til ekkert um þessa "kreppu" þar sem ég hef bara svo miklu meiri áhyggjur af ömmu.

Ég hef lesið bloggið þitt lengi og dáist að þér og þinni fjölskyldu. Þú átt svo yndislega gullmola sem eru svo miklu meira virði en einhverjir peningar sem er prentað meira af á hverjum degi, en bara eitt eintak af börnunum er til.

Úlfynjan (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 19:36

3 identicon

Elsku Áslaug og þið öll í familyunni...ég er svo glöð fyrir ykkar hönd að það gengur svona vel hjá ykkur og að hetjan mín er svona hress.Það eru sko orð að sönnu að heilsan skiptir öllu máli og allt þetta veraldlega drasl verður að engu þegar hún brestur.Ég bið guð um að gefa ykkur falleg og góð jól og sendi ykkur kærleiksknús inn í jólin.....


christmas<br/><a mce_thref=View Raw Image" height="351" src="http://s4.tinypic.com/142amio.jpg" width="279" />

Björk töffari (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 22:41

4 identicon

Kæra fjölskylda !

Hef verið að skoða færslurnar þínar sl.ár.

Hjartanlegar hamingjuóskir með litla ,,molann´´Ekkert skiftir máli annað en heilsan. Hverju svaraði ekki konan er hún var spurð,- ef þú  ég mættir velja á milli -eiginmaninn, börnin, heilsuna eða heimilið--

Ég veldi heilsuna, því ef hún er ekki til staðar nýti ég einskis af þessum gæðum eða gleði Guð gefi ykkur gleðileg jól gott og farsælt nýtt ár. Ókunn  sveitakerling

sveitakerling (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 00:09

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Færslan þin vekur til umhugsunar um forgangsröðun í lífinu og er afskaplega sönn hvað það varðar. Mikið eru systurnar fínar, fallegar og glaðar á myndinni. Að ekki sé talað um hugrakka drenginn í fangi Jólasveinsins. Hnoðrinn er orðinn svo fullorðinslegur að það hálfa væri nóg. Þið eruð moldrík foreldrarnir að eiga þennan yndisleg hóp. Njótið jólanna og Guð blessi ykkur kæra fjölskylda.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.12.2008 kl. 01:09

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Æ hvað þetta eru fallegar myndir. Guð gefi ykkur gleðileg jól, kæra fjölskylda og blessi framtíð fallegu barnanna ykkar. Bestu kveðjur frá okkur hér fyrir Vestan.

Ylfa Mist Helgadóttir, 22.12.2008 kl. 03:52

7 identicon

Sendi ykkur öllum mínar allra bestu jóla og nýjársóskir.

Þið eruð frábær STÓRFJÖLSKYLDA.

Takk fyrir þessi frábæru skrif sem eru svo æðrulaus og gefandi að ótrúlegt er.

kærleikskveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 10:46

8 identicon

Kíki stundum hér inn á síðuna þína og langar bara til að þakka þér fyrir að deila með okkur öllum reynslunni ykkar.  Og fyrir að benda okkur á hvað það er sem skiptir máli í lífinu!

Fyrir mér eruð þið ÖLL algjörar hetjur!

Megið þið fallega fjölskylda eiga gleðilega hátíð og halda áfram að ganga svona vel hjá Þuríði! 

Björg (ókunnug) (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband