29.12.2008 | 14:29
6.jan'09
Jessörí þá eru 8 dagar í næstu myndatökur hjá hetjunni minni, hef ekkert reynt að hugsa um þennan dag yfir jólin en er núna að átta mig á því að það er að líða að þessum degi. Alveg sama hvursu hress hetjan mín er þá verður maður alltaf jafn stressuð yfir þessum degi, það t.d. bendir ekkert til þess að það sé stækkun í gangi því hún er búin að eiga sín bestu jól EVER en samt er ég öll að stressast upp. Þetta stress hættir aldrei. Það hefur aldrei liðið svona langur tími á milli myndataka heilir 6 mánuðir er bara algjört kraftaverk og vonandi mun líða svona langt á milli næstu myndataka.
Annars erum ég og börnin mín fjögur heima, að sjálfsögðu voru hin tvö látin vera í fríi í leikskólanum um jólin þannig það er bara búið að vera tjill hjá okkur í dag. Erum reyndar að horfa á Gosa í annað sinn hehe þau elska þennan disk sem þau fengu nota bene í jólagjöf en Skari þurfti að fara í vinnuna en bara tveir vinnudagar eftir hjá honum en þá ætlar minn maður að skreppa í mánaðarfæðingarorlof en það er í fyrsta sinn sem hann fer í FÆÐINGARORLOF, ótrúlegt en SATT. Ákváðum að leyfa okkur það fyrst að þetta á að vera okkar síðasta barn þanga til annað kemur í ljós hehe eða árið 2010 og svo styttist óðum í skírnardaginn hjá hnoðra mínum en samt ekki búin að finna nafn á drenginn. Hvað er málið? Við erum búin að hafa ansi langan tíma að ákveða nafnið en finnum samt ekkert, dóóhh!! Well verðum að vera búin að finna það fyrir 17.jan þegar Séra Pálmi ætlar að skíra hann og litlu músina hennar Oddnýjar systir.
Best að halda áfram að gera ekki neitt og kanski við börnin kíkjum útí göngutúr með hnoðra litla sem fékk að sitja í Dorrit fangi á Styrktartónleikunum, ekki amalegt að geta sagt honum það þegar hann eldist.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið skil ég þig, við hættum aldrei að hafa áhyggjur og erum aldrei stresslaus gagnvart börnunum okkar. Vona það besta og það getið liðið svona langur tími í næstu myndatöku.
Gangi ykkur vel. ;)
Aprílrós, 29.12.2008 kl. 16:08
Hann hverfur aldrei alveg beygurinn við eftirlitið hjá þeim sem hafa verið veikir eins og hún Þuríður. Ég er reyndar bjartsýn fyrir ykkar hönd, en verð þó ekki alveg róleg fyrr skoðun er búin og þú búin að segja okkur frá.
Frábært að Óskar ætlar að taka fæðingarorlof og svo er æðisleg að heyra hvað þið eruð hress og glöð. Það finnst örugglega flott nafn á Hnoðrann, vertu viss. Það kemur til ykkar einn daginn og þá verður eins og annað nafn hafi aldrei komið til greina. Knús í hús og smá á kinn á öllum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.12.2008 kl. 17:10
Gleðileg jólin elskurnar og gott að lesa hvað allir eru hressir og glaðir.Vona að áramótin verði skemmtileg hjá ykkur og að hetjan mín verði hress áfram.Krossa fingur og tær og allt fer vel,ég veit að guð er góður og gefur ykkur góðar fréttir elskurnar..knús og koss
Björk töffari (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 18:40
já krossa alla fingur og lika tær fyrir 6.jan. Trúi bara ekki ødru en ad thær myndir komi vel út.
Hafid thad áfram svona gott kæra fjølskylda. kvedja frá dk.
María Guðmundsdóttir, 29.12.2008 kl. 19:03
Vona að það gangi sem best í myndatökunum:-)
Dagbjört (ókunnug) (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 20:37
Mér er farið að lítast mjög vel á Hnoðra nafnið - þið ættuð kannski að athuga hvort að það sé leyfilegt ? :P haha ;)
Gangi ykkur vel á þrettándanum, mun hugsa til ykkar.
Súsanna (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 12:11
Gleðilegt nýtt ár
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:02
Gangi ykkur súper vel þann 6.Jan næst komandi og eigið gott kvöld á morgun...
Gleðilegt nýtt kæra fjölskylda
Kv Erna Sif Gunnarsdóttir
Erna Sif Gunnarsdóttir, 31.12.2008 kl. 02:15
gangi ykkur vel tann 6 jan. Á ekki von á ödru en allt komi tar vel út svo frísk er skvísan ykkar ordin.
Gledilegt ár til ykkar og megi tad ár færa ykkur farsæld og gledi í hjarta.
Hjartanskvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 31.12.2008 kl. 06:47
Bið Guð um gott gengi þann 6. Jan. Eigið góð áramót frábæra fjölskylda.
Kristín (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:18
Gleðilegt árið, mikið verður næs fyrir ykkur öll að Óskar æli að skreppa í foreldraorlof, bara snilld. Annars ætlaði ég bara að láta í ljós gleði mína og yfir endalausum góðum fréttum hjá ykkur þessar síðustu vikur, kreppa hvað, Þuríður eldhress svo ekki sé nú talað um hin kraftaverkin. Og svo má ég til að þakka ykkur fyrir að ælta að skíra nýja prinsinn á afmælisdaginn minn, hvað með að láta hann heita Sigurður
Ég vona að þið hafið það gott áfram og ekkert vera að kvíða myndatökunni því þar verða bara góðar fréttir
Lov Sigga frænka, atvinnulaus bankastarfsmaður sem ákvað að gerast völva og bendir á að Pétur er sérdeilis gott og fallegt karlmannsnafn
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.