Leita í fréttum mbl.is

Árið

Gleðilegt árið kæru vinir.

Árið 2008 byrjaði ekkert svakalega vel hjá hetjunni minni en það byrjaði að birta vel til hjá henni mitt síðasta sumar þegar hitinn og allt sem því fylgdi kvaddi og hún byrjaði að taka stórt stökk í þroska og fínhreyfingum.  Það er alveg yndislega gaman að fylgjast með henni í dag, hún er mikill húmoristi og elskar að þrasa við afa Hinrik hehe.  Hvaðan skyldi hún fá þetta endalausa þras?Whistling ...allavega ekki frá mér.

Hin tvö eru líka að "meikaða", ég hef alltaf haldið að Oddný perlan mín væri dáltið undan sínum jafnöldrum í þroska en svo hefur Theodór minn Ingi sýnt það og sannað að hann er það líka.  Drengurinn verður 3 ára 23.jan og hann kann orðið alla stafina og fór létt með að læra þá, spurði bara endalaust mikið og meira að segja farinn að skrifa þá.  Hvaðan fá þessi börn mín alla þessa hæfileika?  Hélt líka að strákar væru aðeins eftir stelpum í þroska, nei aldeilis ekki!!

Litli hnoðri minn, líður ofsalega vel.  Reyndar megum við ekki kalla hann hnoðra þar sem börnin verða alveg brjáluð og segja að þetta sé bara litli bróðir og hann sé ekki kominn með nafn hehe.  Eru líka oft að spurja hvað hann eigi að heita?  Well það styttist óðum í nafnið ekki nema 16 dagar í nafnið og stórveisluna skírnar og afmælisveislu þeirra bræðra, við erum líka spennt að vita hvaða nafn við ætlum að velja á drenginn hehe.  Drengurinn er reyndar kominn með í eyrun, ekki seinna vænna að fá í eyrun 5 vikna gamall.

Ég náði þeim stóra áfanga sem ég hélt að ég myndi aldrei geta og það að útskrifast "eitthvað" og gerði það með stæl og ætla að sjálfsögðu að halda áfram eftir áramót.  Langar reyndar að njóta þess bara að horfa á Þuríði mína hressa og vera í einhverjum "mömmuklúbbum" og fá mér kók með stelpunum á morgnanna og svona en ekki stressa mig að læra en ég veit að það er besta lausnin í þessu ástandi að halda áfram að læra.  Fyrst að ég hef getað lært með Þuríði mína fárveika og fengið góðar einkunnir ætti ég nú að geta farið og notið þess og verið í "fæðingarorlofi" ætti ég nú líka að geta hitt og þetta.Wink

Skari minn byrjaði líka í Háskólanum með vinnu í haust og fékk góða einkunn um jólin, enda ekki að spurja af því.  Ok ég veit hvaðan börnin fá þessa hæfileika.

Ég ætla líka að byrja árið í ræktinni, hef ekki geta hreyft mig síðan ég var komin ca þrjá mánuði á leið og hef saknað þess heilmikið að geta ekki hreyft mig.

Áttum annars yndislegt kvöld í gær, fjölskyldan mín kom til okkar, borðuðum kalkún, skutum upp nokkrum bombum, spiluðum og höfðum það bara gaman. 

Þanga til næst...... Slaugan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Gledilegt árid kæra fjølskylda, gott thid høfdud thad notalegt og gaman i gærkvøld.

Thid erud øll bara tóm sjení á bænum, thad er gefid mál og veridi bara stolt og montin af thvi

kærleikskvedja frá dk

María Guðmundsdóttir, 1.1.2009 kl. 16:54

2 identicon

Gleðilegt ár stóra fjölskylda. Hlakka til að sjá ykkur sem fyrst. Hafið það sem allra best og höfum puttana klosslagða fyri 6. janúar

 Luv og knús á ykkur öll

Magga

Magga (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 20:17

3 identicon

Gleðilegt ár og megi nýja árið vera en betra

kveðja úr sveitinni

Dagrún (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 20:28

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er frábært að lesa þetta "ársuppgjör" ykkar því þar er allt í plús, ávöxtun sem sagt mjög góð. Í barnafjölda 25% í námi 100% í heilsu 500% og í  jákvæðni 1000%.     

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.1.2009 kl. 21:01

5 identicon

Ég aftur, spuring með Dorritar nafnið, ég sá í blaðinu að þau eru orðin svo miklir mátar sá óskírði og forsetafrúin  Nei annars ég held ennþá að Pétur Örn sé best

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 21:59

6 identicon

happy new year<br/><a mce_thref=View Raw Image" height="224" src="http://s5.tinypic.com/10mmvwl.jpg" width="364" />

Gleðilegt ár fallegust og megi árið verða þér gæfuríkt elsku Þuríður mín.Sendi mínar bestu kveðjur til fjölskyldunnar og guð veri með ykkur.Knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 23:06

7 Smámynd: Hulla Dan

Gleðilegt ár elsku fjölskylda og til hamingju með að útskrifast... eitthvað.
Þið eruð hetjur og ég vona að nýja árið verði þægilegt og gott fyrir ykkur.

Knús og endalaust af góðum kveðjum frá DK.

Hulla Dan, 1.1.2009 kl. 23:27

8 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju með útskriftirnar ykkar , þið eruð sannkölluð hetju fjölskylda, meikið&#39;a það sem þið takið ykkur fyrir hendur.

Megi nýja árið færa ykkur áframhaldandi gæfu og lukku.

Aprílrós, 2.1.2009 kl. 02:11

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gledilegt ár  kæra fjölskylda.Tid erud öll hetjur í mínum augum punktur,basta.Til hamingju med útskriftina tú ert bara svo ótrúlega dugleg.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 2.1.2009 kl. 06:47

10 identicon

Gleðilegt ár kæra fjölskykda. Ég hef litið hér inn annað slagið og fylgst með lífi ykkar og baráttu og samgleðst ykkur með batnandi heilsu Þuríðar Örnu og allt það sem ykkur hefur hlotnast - litla drenginn og bjartari framtíð. Þið fáið svo sannarlega góðar ,,rentur" eftir árið.

Kveðja,

María

María Norðdahl (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 22:08

11 identicon

Gleðilegt ár kæra fjölskylda og vonandi verður þetta ár jafn gott ef ekki betra en 2008.  Gangi ykkur vel í myndatökunni! Kær kveðja, Ásdís (ókunnug)

Ásdís (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 23:36

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Var að sjá nýju gimsteinamyndirnar efst á síðunni. Þær eru yndislegar og svo er litli "hnoðrinn" svo vel vakandi og þar sést hvað hann er líkur "stóru" systkinum sínum. Til hamingju enn og aftur með fjársjóðinn, kæru hjón.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.1.2009 kl. 15:41

13 identicon

Elsku Áslaug og þið öll.

Gleðilegt nýtt ár.  Megi það færa ykkur góðar stundir og gleði og áframhaldandi framfarir.   Bestu kveðjur,  Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband