Leita í fréttum mbl.is

Svæfing í dag

Nei hún Þuríður mín Arna er ekki á leiðinni í svæfingu það er stóri drengurinn minn hann Theodór Ingi, það er alltaf einhver.  Drengurinn á leiðinni í smá "aðgerð" og er búinn að vera fasta í allan morgun og þarf að fasta til þrjú eða þá á hann að mæta í svæfingu.  Skil ekki hvernig það sé hægt að gera svona litlum börnum þetta, auðvidað verður hann kolvitlaus í skapinu að mega ekki borga neitt, ég væri það líka.  Sem betur fer sofnaði hann mjööööög seint í gærkveldi þannig ég gat látið hann fara sofa fyrir svæfinguna svo hann væri ekki gargandi á mat en síðasti klukkutíminn fyrir þetta verður ö-a "erfiður" hjá honum.  Greyjið litli!!

Við vorum annars að mála barnaherbergin enda orðin útkrotuð af þeim, við ákváðum núna að mála bara einn vegg í lit og hafa hina hvíta.  Herbergi stelpnanna var það bleikasta sem hægt er að mála en við höfðum núna bleika litinn ekki jafn skæran en hún Oddný Erla mín var sko ekki sátt við það, hún vildi sko BLEIKAN lit.  Var eiginlega bara dáltið sár.  Theodór minn fékk bláan lit og var svona líka sáttur nema hann vill hafa Bubba byggir þema eða Spideman, þau vita sko alveg hvað þau vilja þessi kríli.  Væri líka alveg til í að breyta herbergjun aðeins meira......kanski .......veit ekki .....sjáum til.

Allir hressir á heimilinu en ekki hvaðWink ...farin að ná í hetjuna mína í skólann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

mikið skil ég Theodór að hann sé ósáttur við "sveltið" en nú er þetta afstaðið og ég sendi honum bata kveðjur. Þið hafið náttúrlega verið alveg "ferlega" ósmekkleg í ykkur við valið á BLEIKA litnum. Þeir eru stundum svo erfiðir þessi foreldrar manns.

Mikið er hann fallegur hann Hinrik Örn eins og öll hin.

Sendu ykkur frábærar kátínukveðjur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.1.2009 kl. 14:40

2 identicon

Góðan daginn.

Stundum er nú bara gaman að mismælum/skrifum eða eru þetta ekki mismæli, hefur þú gaman af að borga?

Bata kveðjur á línuna.

Hildur (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 15:00

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús í hús og ljúfar góðar kveðjur......

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.1.2009 kl. 15:54

4 Smámynd: Aprílrós

Sendi drengnum batakveðjur ;)

Aprílrós, 27.1.2009 kl. 19:31

5 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

sendi ykkur mínar bestu kveðjur

Sædís Hafsteinsdóttir, 27.1.2009 kl. 21:22

6 identicon

vonadi hefur gengið allt vel , batakveðjur

 knús

Dagrún (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 00:10

7 Smámynd: Elsa Nielsen

Vonandi jafnar hann sig fljótt litli kútur ;)

Góð færslan þín hér á undan!!! KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 28.1.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband