9.2.2009 | 11:22
Ekki hætt
Well búin að fá nokkrar skammir hvað ég er léleg að blogga og fólkið mitt farið að heimta blogg frá mér hehe, ég er bara engan veginn að nenna þessu þessa dagana en hef samt frá svo mörgu að segja. Er með margar hugmyndir í kollinum sem ég ætla nú ekkert að uppljóstra allavega ekki strax, sorrý!!
Einsog ég hef sagt þá er sjúkraþjálfunin hennar Þuríðar minnar farin að vera á hestum sem hún mætir í 2x í viku sem er sko að gera sitt. Bæði því henni finnst þetta alveg meiriháttar gaman og þessi þjálfun er að gera góða hluti fyrir hana. Ég fór t.d með henni í fyrsta sinn á föstudaginn en pabbi hennar fór alltaf með hana í sínu fæðingarorlofi sem er búið í bili og það var alveg yndislega gaman að fylgjast með henni, hún var eitt bros í framan og þegar henni fannst hún standa sig vel þá laumaði hún alltaf þumlinum upp í áttina til mín og var alveg skælbrosandi. Þjálfarinn einmitt sagði það við mig þegar hún var að byrjað rann hún alltaf útí aðra hliðina eða þá sem hún lamaðist algjörlega í en núna þrem vikum síðar er hún hætt því, jibbíjeij!! Hún sýnir framfarir á hverum degi þetta kraftaverk.
Á föstudaginn þegar við vorum að bíða eftir að sjúkraþjálfunin byrjaði ákváðum við að gera stafina eða ég ætlaði svona að testa hana aðeins því einsog þið vitið þá er ekki langt síðan að þessi stúlka gat gert stafinn sinn. Áður en ég vissi af þarna var hún búin að gera alla þá stafi sem ég sagði henni að gera og ég átti mjög erfitt með að halda tárunum inni. Vááááávvvvhhh!! Ef hún ætlar sér eitthvað þá hættir hún ekki fyrr en henni tekst það enda mjög þrjósk sem hefur verið mjög gott í hennar baráttu. Henni einmitt langar svo að læra lesa og ég veit að það mun takast ekki eftir svo langan tíma.
Nýjasta æðið á þessu heimili er búið að vera Abba eða síðan í kringum jólin, Þuríður mín elskar þennan disk og farin að kunna hann utan af, meira að segja enskusletturnar í myndinni og svo eru systkin að leiðrétta hvort annað á ensku sko ehhe. Bara fyndið að hlusta á þau. Svo reynir Þuríður mín að dansa við hvert lagið eða einsog þau gera í myndinni, hún minnir mig dáltið á mig þegar Söndru Kim æðið var þá stóð ég fyrirframan imbann og hermdi eftir henni. thíhí!! Þannig næsti draumur minn er að fara með þau til London á Abba-showið sem verður væntanlega eftir einhver ár.
Hinrik minn fór í sína fyrstu klippingu á föstudaginn enda hárið allt að hrynja af og þá fannst foreldrunum bara tími til að raka það allt af.
Hérna er einmitt búið að raka það nánast allt af, hann var svona líka góður enda vel uppalinn.
Svo er hérna ein af gaurnum mínum honum Theodóri, var að máta öskudagsbúninginn sinn. Endalaust flottur.
Við Þuríður hittum eina hetju í síðustu viku sem hefur ekki verið að fá góðar fréttir af sínum sjúkdómi, þannig mig langar að biðja ykkur að hugsa fallega til hennar Bjarkar okkar og megið alveg kveikja á kerti á kertasíðunni hennar Þuríðar minnar tileinkað henni.
Þetta átti nú bara að vera færsla sem ég var að láta ykkur vita að ég væri ekki hætt, bara bissí kona. Ætla að læra smotterí áður en drengurinn kallar á mjólkurbúið sitt.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innlitskvitt,Knús og kossar:=)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.2.2009 kl. 13:11
Skemmtilegt blogg sætust ;) er einmitt líka alltaf að fá skammir fyrir blogg leti hehehehehe ;)
Þórunn Eva , 9.2.2009 kl. 14:09
Já, ég kveiki á kerti, og bið fyrir Björk. Hún sýndi mér þessa fallegu gjöf frá Þuríði Örnu. Mjög falleg gjöf. Fín myndin af þeim hetjunum, á blogginu hennar Bjarkar. Hafið það sem allra best. Kv.Sólveig
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 19:20
Kveðja
Halldór Jóhannsson, 9.2.2009 kl. 22:26
Glæsilegt að það sé gaman að allt gangi vel í sjúkraþjálfuninni ;)
Aprílrós, 10.2.2009 kl. 00:50
Kvitt kvitt og KNÚS - flottur litli skallapopparinn ... og þið öll hin líka ;)
Elsa Nielsen, 10.2.2009 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.