25.2.2009 | 10:37
Hann á afmæli í dag...
Litli kúturinn minn hann Hinrik Örn er þriggja mánaða í dag, alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt. Fékk sína þriggja mánaða sprautu í gær og var hrikalega aumur allan daginn, að sjálfsögðu var drengurinn vigtaður og hann er 6,2kg litla rjómabollan mín. Þessi drengur er ofsalega vær og góður nema þegar hann heimtar matinn sinn lætur hann heyra í sér hehe. Hérna er ein sem var tekin af honum í morgun:
Hin þrjú voru hrikalega spennt þegar þau vöknuðu í morgun enda átti að klæða sig upp og hafa það gaman í dag. Hérna eru þau í morgun:
Við einmitt hringdum í lækninn hennar Þuríðar minnar í gær, jú alltaf þegar hún sýnir einhverjar breytingar og þær þurfa ekkert að vera miklar þá fer hjartað af stað og maður fer að hafa miklar áhyggjur. Ég skal segja ykkur það þarf mjög lítil til að áhyggjurnar fara að hrannast upp því stúlkan er að sjálfsögðu ekki ennþá búin að vinna en auðvidað mun hún gera það, ég veit það vel. Hún er nefnilega einsog ég sagði í fyrradag búin að vera mjög þreytt síðustu daga, frekar orkulítil og þegar það er verið að minnka lyfin svona einsog er verið að gera þá geta ein lyfin verið að ýta á önnur þannig lyfjagildið hækkar í því, æjhi doltið flókið og ég nenni ekki að útskýra almennilega. Sorrý!! Þannig ég vona og veit að það er að gerast núna hjá Þuríði minni en það verður tekið lyfjagildi hjá henni á næstu dögum (veit það á eftir hvenær) til að tjékka á því en við erum að minnka lyfin hennar en meira.
Svo loksins mun hetjan mín væntanlega fara fá 5 ára sprautuna sína þó svo hún sé að verða 7 ára en hún mátti ekki fá hana á sýnum tíma enda mjög veik og ónæmiskerfið hennar mjög slæmt en núna ætti það að vera í lagi.
Það verður stuttur skóladagur hjá henni í dag, er að slá köttinn úr tunninni í skólanum og svo mætum við á hestana. Ekki oft sem maður sér Línu Langsokk með berum augum á hestinum sínum hehe. Á morgun byrjar hún svo í vetrarfríi alveg frammá miðvikudag í næstu viku og við mæðgur ásamt Hinrik ætlum að gera eitthvað skemmtilegt, Þuríði minni finnst ekki leiðinlegt að vera "ein" með mömmu sinni og er búin að heimta fara út að hjóla og auðvidað munum við gera það ef veður leyfir. Sem sagt dekurdagar frammundan hjá henni Þuríði minni.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Hinrik Örn og til hamingju með þína þrjá mánuði. Línurnar er flottar og ekki er sjóræninginn síðri. Fáum við ekki mynd af langsokkunum á hestbaki. Svo þetta er trúlega pilluröskunarþreyta hjá hetjunni. Eigið góðan og fjörugan Öskudag, öll saman.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.2.2009 kl. 11:15
Elsku fallega fjölskylda, mikið eru þið dugleg. Maður finnur það þegar að maður lendir í því að börnin manns veikjast þá hrynur allt. Þið eruð svo dugleg og ég bið guð að gæta ykkar allra. Fólk er að kvarta yfir atvinnuleysi og að það sé að missa allt, en ef maður hefur heilsu þá er annað bara plús en maður getur lifað án þess. Er sjálf atvinnulaus og hef verið í nokkra mánuði og hef einnig lent í því að barnið mitt veiktist mikið en náði sér svo hrun á vinnumarkaði skiptir mann engu. Ef fólk fer í þrot þá er bara að byrja aftur á ný og vera ekki með neitt vol, ef maður lendir í því að einhver í fjölskyldunni veikist þá færðu engu breytt hvað sem maður óskar sér. Fólk í landinu ætti að taka ykkur til fyrirmyndar og hugsa um hvert annað en ekki að lesa og hlusta endalaust á fjölmiðla sem velta sér upp úr hruninu. Frekar ætti að taka viðtal við ykkur og aðra í sömu stöðu og sjá hvaða áhrif þetta hefur á ykkur. Ég veit að fólk í ykkar stöðu er kippt út úr vinnu og oft á tíðum fer það illa með fólk. Svo ég segi enn og aftur þið eruð algjörar hetjur og eigið hrós skilið. Það er yndilegt að geta fylgst með ykkur hér og glaðst þegar vel gengur það gefur manni mikið. Jæja elsku fjölskylda gangi ykkur vel :-)
ein ókun (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:21
Sæl Áslaug, ég hef aldrei skrifað hér áður en hef fylgst með henni Þuríði lengi. Ég vann á Gulu deildinni á Hofi þegar Þuríður byrjaði þar. Hún er dásemd og vann hjörtu okkar allra þar strax. Ég get bara ekki orða bundist og verða að segja að þið eruð hinar sönnu hvunndagshetjur og eigið hrós skilið fyrir æðruleysi, bjartsýni og óendanlega ást til fallegu barnanna ykkar.
Ég vil bara þakka þér fyrir að deila þessu með okkur og þegar ég les pistlana þína þá veit ég svo sannarlega hvað skiptir máli í þessu lífi. Þú ert dásamleg mamma:)
Bestu kveðjur, Sigríður
Sigríður Sturludóttir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 12:57
Jæja, Hinrik er bara komin með systkina-svipinn. Flott systkin! Skil vel þessa hræðslu, ég er sjálf stundum að glíma við hana. Hafið það gott í dag, sem aðra daga. Kveðja Sólveig.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 14:57
bara fallegustu børnin i bænum vonandi var øskudagur eins skemmtilegur og til stód, thau taka sig bara flott út i búningunum sinum. Og Hinrik "rjómabolla", alger prins og já,med systkinasvipinn hafid thad sem best kæra fjølskylda,thid erud manni innblástur i sinu daglega brasi,minnir mann á hvurslags tittlingask.. madur er ad røfla yfir reglulega.
Knús og krammar til ykkar hédan frá dk
María Guðmundsdóttir, 25.2.2009 kl. 15:38
Knús og kossar á ykkur öll fallega,duglega fjölskylda
Sædís Hafsteinsdóttir, 25.2.2009 kl. 16:57
Skil vel að þið hafið áhyggjur.
Mikið er Hinrik Örn orðinn stór og myndarlegur, og ekki eru hin síðri. Vonandi var dagurinn hjá Línunum og sjóræningjanum góður. ;)
Aprílrós, 25.2.2009 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.