23.3.2009 | 15:52
Lífið - nr.4
Núna eru komin rúm sjö ár síðan ég var í 100% vinnu, ætlaði að fara á vinnumarkaðinn þegar Oddný Erla mín var sjö mánaða og meir að segja komin með vinnu en þá kom áfallið. Þuríður mín veiktist og þá var ekkert annað í boði en að vera heimavinnandi, jú ég hef verið í aukavinnu sem hafa oft bjargað geðheilsu minni enda með skemmtilegustu vinnum sem ég hef verið í. Hitti mikið af skemmtilegu fólki og get fíflast mikið við kúnnana og haft það bara gaman, sakna þess oft að vera ekki í þeirri vinnu.
En það fer oft í mig þegar fólk segir við mig að ég eigi bara að njóta þess að vera heimavinnandi það eru bara forréttindi, margir sem vildu vera í þeirri stöðu að geta það. Ég lít ekki á það sem forréttindi fyrir mig að vera heima þetta er eitthvað sem ég þarf að gera og það er ekkert annað í boði, vonandi samt einn daginn get ég litið á það sem forréttindi og verið heima vegna þess mig langar til þess, verið til staðar fyrir börnin mín og ég haft efni á því. Það eru FORRÉTTINDI!!
Í dag eru rúm tvö ár síðan hún fékk síðast krampa og þar á leiðandi ekki farið í nein heilalínurit eða þess háttar. Alveg ótrúlegt kraftaverk með það að gera því þeir voru alveg um 50 á dag. Geggjað góður draumur!! Ég meina stúlkan gat ekki gengið um nema orðið með hjálm um höfuðið til að hlífa því og við stressuð labbandi á eftir henni til að reyna minnka höggið því það var aldrei neinn fyrirvari á flogunum hennar, hún hrundi bara niður. Oft sat maður grátandi yfir henni, fann svo mikið til bæði ég að horfa á hana þjáðst og hún að sjálfsögðu kvalin en aldrei hefur hún kunnað að kvarta. Hefur bara ekki þekkt neitt annað en í dag er hún farin að upplifa hluti sem hún hefur aldrei gert þess vegna ætlum við að eiga veikindalaust sumar núna í sumar sem verður okkar fyrsta síðan hún veiktist og njóta þess í botn. Eins gott að það verði GEÐVEIKT veður í sumar því ekki verður nein sólarlandaferð á þessu heimili.
Ég hef verið að horfa á gömul myndbönd með henni sem hún var sem veikust, ég bara hef ekki áttað mig á því fyrr en ég horfði á þau hvað hún var orðin veik. L Hrikalega erfitt að horfa á þau en samt mjög gott því ég sé hvað hún hefur það svo gott í dag og hvað hún er mikið KRAFTAVERK!! Jebbs ég veit, ég get taulast á því endalaust. Horfa á hana frá því hún var í Boston, nýkomin úr heilaaðgerð var hrikalega erfitt. Ég kasólétt af Theodóri mínum, við Skari tvö í Boston engin nákominn nálægt bara netið var hrikalega erfitt sem ég ætla mér aldrei að upplifa aftur. Ef það kæmi einhverntíman að því að hún þyrfti að fara aftur til Boston í einhverja aðgerð myndi ég biðja fólkið mitt að fylgja en það mun reyndar aldrei koma af því þannig ég þarf ekkert að hugsa meir um það J.
Ég veit allavega í dag að óskir manns rætast bara ef maður biður fallega. Ég hef ekkert þurft að komast undir regnbogann. Yndislegt líf!!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já óskirnar rætast ef maður biður fallega. Þetta er ekki neitt bull heldur sannleikurinn holdi klæddur. Hugurinn er okkar sterkasta afl og það fylgir því mikil ábyrgð hvaða maður hugsar. Neikvæðni skilar okkur neikvæðu lífi og jákvæð hugsun skilar okkur jákvæðu lífi.
Í tilfellum eins og ykkar er jákvæðnin lykilatriði og skiptir bara öllu. Þið eruð skólabókardæmi um árangur jákvæðni, lífsvilja og kærleika.
Varðandi Þuríði og Idolið þá er ég viss um að hægt er að taka upp lagið henar Ég er kraftaverk og sýna það af myndbandi í Smáralindinni. Ég fæ hamingjuholl og tilhlökkunarfiðring við að skrifa þetta hér á bloggið.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.3.2009 kl. 16:33
Gleymdi þessu með forréttindin. Mér finnst allt tal um forréttindi vera svo afstætt. Ef ég tel að einhver njóti forréttinda, er ég þá ekki um leið að öfunda viðkomandi. Öfund er neikvæð tilfinning og best að losa sig við hana. Mér finnst orðið forréttindi ekki eiga við í umræðum um ykkur og skil ekki þá greiningu.
Þið eruð hugrökk en samt hrædd, þið eruð djörf en samt varkár, þið hafið verið skelfingu lostin en samt ekki tilbúin til uppgjafar, þið eruð venjulegt fólk með ótrúlegt úthald, þið eruð gríðarlega rík en trúlega ekki sterk efnuð.
NIÐURSTAÐA - ÞIÐ ERUÐ FRÁBÆR
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.3.2009 kl. 16:47
Guðrún unnur þórsdóttir, 23.3.2009 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.