Leita í fréttum mbl.is

Bestu þakkir til Brimborgar - góð þjónusta

Mér finnst við heyra of sjaldan ef fólk er ánægð með þjónusta sem þau fá þess vegna ætla ég að hrósa einu fyrirtæki sem ég þurfti að eiga viðskipti við.  Jú fyrir tæpu ári síðan keyptum við okkur bíl eða þegar við vissum að það væri fjölgun á heimilinu sem sagt frá Brimborg.  Ágætis bíll, allavega stærri en sem við áttum að það var eina sem skipti máli.  Þegar við keyptum hann fundum við alltaf einhverja fýlu gjósa upp þegar við vorum með kælinguna í gangi sem er bráðnauðsynlegt í þessu frábæra veðri hér á landi hehe.  Þannig við ákváðum bara að hætta nota hana en svo núna síðustu vikur fannst okkur þessi fýla versna og versna og ákváðum þá að spurja þá í Brimborg "afhverju þetta kæmi?"  Jú það var einhver sveppagróður að myndast í kælingunni og það myndi kosta tugi þúsunda að gera við hana að þeirra mati og ég var að sjálfsögðu ekki sátt við að láta gera við bílinn fyrir þessa upphæð þegar hann var svona þegar við keyptum hann en hafði að sjálfsögðu engar sannanir fyrir því.

Ef Þuríður mín hefði verið í lyfjameðferð og í bílnum hefði það geta verið bannvænt fyrir hana að sögn lækna hennar en alltíkei fyrst engin svoleiðis meðferð var í gangi en manni leið samt ekkert of vel þegar þessi lykt gaus upp.

Ég ákvað að hafa samband við forstjóra fyrirtækisins vegna þess því ég var ekki sátt en var að sjálfsögðu mjög kurteis í mailinu og fékk svar innan fimm mínútna frá honum og ætlaði að fara strax í málið.  Það leið ekki að löngu að sölustjóri notaðra bíla hafði samband við mig og vildi fá bílinn NÚNA og gera við þetta strax.  Að sjálfsögðu (sem honum fannst sjálfsagt) lánaði hann mér bíl á meðan sem ég var nú ekkert að búast við en bara frábær þjónusta og viti menn ég fékk bílinn minn í gær einsog nýjan að innan.  Hann hefur aldrei verið jafn hreinn að innan, ö-a ekki nýjustu bílarnir eru svona hreinir og svona vel ilmandi hehe og sveppagróðurinn horfinn og mín þurfti ekki að borga krónu fyrir þetta.  Þetta kalla ég góða þjónustu og þakka Brimborg kærlega fyrir mig því ég ætlaðist að sjálfsögðu ekki að fá þetta frítt en kanski smá afslátt því þetta var í bílnum þegar ég keypti hann. 

Ég hefði samt frekar viljað halda lánsbílnum en mínum hehe, ógeðslega flottur sjö manna jeppi.  Mér leið einsog árið væri 2007 og ég væri bankastjóra frú, ég var að keyra á bílnum mínum sem ég eignaðist aldrei en dreymdi um að eignast og þurfti svo að skila honum því ég hafði ekki efni á að eiga hann.  Bara góð þjónusta!!

Annars er ég ekki alveg ánægð með Hinrik minn, hann neitar mjólkurbúinu sínu og er e-ð svo latur mjög ólíkt honum.  Hann er var gjörsamlega að kafna í nótt vegna slíms, æji ótrúlega erfitt!!  Það er samt alltaf stutt í brosið hans.  Veit ekki alveg hvað ég get gert, jú ef hann heldur þessu áfram þarf ég að sjálfsögðu að fara með hann aftur uppá spítala en ég gefst ekki svo auðveldlega upp.  Hann skal, hann getur og hann ætlar.

Búin að gera smá skemmtilegt með Theodóri mínum í dag og svo núna seinni partinn ætlum við stelpurnar að gera smá skemmtilegt og svo bíða þær hrikalega spenntar eftir næstu helgiSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fallega gert af þeim í Brimborg. Gott að vita af þessu. Maður á ekki að versla við nema góða aðila!

Vona að litli stubbur lagist sem fyrst.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.3.2009 kl. 16:05

2 Smámynd: Aprílrós

alveg er ég sammála Guðríði að maður á bara að vera í viðskiptum við góða þjónusta.

Vona að stráksi litli nái sér fljótlega, en tekur ekki einhvern tíma að jafna sig eftir RS vírusinn ?

Gott hjá þér að hafa svina stelpur og stráka kvöld ( samverustund )

Eigið góða helgi ;)

Aprílrós, 28.3.2009 kl. 20:32

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Brimborg fær hrós fyrir góða þjónustu og lipurð. Vona að Hinrik hressist sem allra fyrst, þessi elska.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.3.2009 kl. 21:42

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta er ákaflega flott hjá Brimborg og þeim til mikils hrós að bregðast svo skjótt við.

Hilmar Gunnlaugsson, 29.3.2009 kl. 00:30

5 identicon

Það er skiptir greinilega máli hver maður er eða saga manns þegar maður skiptir við Brimborg því ég fékk svo sannarlega ekki svona þjónustu þegar ég lenti í svipuðu hjá þeim 2007. Og ég borgaði meira fyrir lánsbílinn hjá þeim en ef ég hefði farið á bílaleigu. :( Vonandi er þetta ný stefna hjá þeim...

Hildur (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 13:25

6 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 29.3.2009 kl. 16:05

7 Smámynd: Egill Jóhannsson

Takk fyrir Áslaug og vona að þér gangi með strákinn.

Til Hildar.

Viltu senda mér tölvupóst með kennitölu og bílnúmeri bílsins ef þú hefur það og ég mun skoða málið þitt. Varðandi að þú hafir borgað meira fyrir lánsbíl en bíl á bílaleigu er varla möguleiki nema fyrir mistök. Við höfum gjaldskrá okkar þannig á lánsbílum að hún er langt fyrir neðan bílaleigur. Og að auki gefum við mikinn afslátt frá því verði ef bíll kemur í þjónustu til okkar.

Hvað varðar að hvort menn borga síðan fyrir viðgerð eða bílaleigubíl fer eftir eðli málsins. Það er metið í hvert sinn og vil ég endilega fá að skoða þitt mál.

Netfangið mitt er egillj@brimborg.is og sendu mér póst með fyrrgreindum upplýsingum.

Egill

Egill Jóhannsson, 30.3.2009 kl. 09:15

8 Smámynd: Egill Jóhannsson

Smá villa við innslátt.

Átti auðvitað að vera, ... og vona að þér gangi vel með strákinn.

Egill Jóhannsson, 30.3.2009 kl. 09:15

9 identicon

Alltaf gaman að heyra um góða þjónustu, kannski hún aukist nú í harðærinu.

Ekki gott með Hinrik litla treysti á að hann sé að hressast enda kominn mánudagur.

Kær kveðja í húsið frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 09:31

10 identicon

Langt síðan ég hef kvittað fyrir lesturinn en les reglulega bloggið þitt og fylgist með.  Gott að heyra að litli kútur er kominn heim.  Tekur kannski einhvern tíma að losa sig við þennan vírus.  Ótrúlega sterk þessi litlu kríli.    Fylgist spennt með því að lesa hvaða ósk Þuríðar mun rætast

Kv. Hrafnhildur Ýr og co.

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 09:51

11 Smámynd: Óskar Örn Guðbrandsson

Egill forstjóri: Stórt HRÓS til þín og þinna :)

Óskar Örn Guðbrandsson, 30.3.2009 kl. 11:02

12 identicon

Alltaf gott að lesa um góða þjónustu og gott hjartalag en mér finnst forstóri Brimborgar sýna það hér.  Vona að prinsinn sé að hressast.  Passa hann bara súpervel þetta er oft svo lengi að fara úr þeim.  Víí spennandi að vita um óskina hennar Þuríðar....hef sagt það áður að ef að ég fengi eina ósk sem myndi pottþétt rætast þá myndi ég gefa þessari fallegu hetju hana

Bið guð að gæta ykkar duglega fjölskylda 4 barna mamman.

4 barna mamman (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 23:49

13 Smámynd: Egill Jóhannsson

Takk kærlega fyrir Óskar Örn

Ég vil líka nýta tækifærið og ítreka aftur við hana Hildi sem hér skrifaði athugasemd þann 29. mars að hafa samband við mig vegna þeirrar kvörtunar sem hún setti hér inn. Netfangið mitt er egillj@brimborg.is

Egill Jóhannsson, 31.3.2009 kl. 22:29

14 identicon

Tek undir þessi orð þín Áslaug - við keyptum okkur notaðan Ford hjá Brimborg 2003 og fengum topp þjónustu þá og enduðum á nýjum bíl 2006 og áfram hefur góða þjónustan haldið :)  Hrós til Brimborgar frá okkur skötuhjúnum líka.

Ásta S. (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband