Leita í fréttum mbl.is

Ef lífið væri alltaf svona einfalt og gott

Það allt yndislegt að frétta þó svo að tölvan mín hafi gefið sig (stalst núna í vinnutölvuna hans Skara)en þá gæti mér ekki verið sama, bara dauður hlutur og myndavélin okkar gaf sig líka.  Hvað er málið?  En mér gæti ekki verið meira sama þannig séð en þá í versta falli verð ég að kaupa mér nýja myndavél og nýja tölvu, ef maður hefði bara áhyggjur af svona hlutum þá gæti lífið ekki verið yndislegra.

Þuríður mín er hress og kát, finnst ofsalega gaman af lífinu.  Ef hún fengi að ráða þá væri hún úti að leika sér allan sólarhringinn en það er eitthvað sem hún elskar og hefur ORKU í.  Þessa orku hafði hún ekki fyrir ári síðan án þess að leggja sig minnsta kosti einu sinni yfir daginn.  Lífið er yndislegt!!  Verð bara spenntari fyrir sumrinu, rúm vika í frí hjá henni og þá verða dagarnir okkar bara "einhvernveginn" og það stefnir vonandi í spítalalaust sumar.  Jabbadabbadú!!  Hún fer í smá tjékk á fimmtudaginn vegna lyfjaminnkunarinnar og svo ætlum við bara að vera laus þanga til í ágúst þegar hún fer í myndatökur.
P5230021
Þessi var tekin af henni um helgina á vorhátíð SKB, endalaust glöð alltaf.
P5230056
Þessi var líka tekin um helgina, en einsog þið vitið þá dreymir Þuríði minni alltaf að taka þátt í idolinu og strax farin að æfa sig og Oddný Erla ánægð með systir sína.

Af hinum er bara flott að frétta, ég hef ekki kynnst rólegra barni en honum Hinrik mínum.  Hann liggur bara á gólfinu eða hoppurólunni sinni og leikur sér og ekkert heyrist í mínum, honum er nákvæmlega sama hver heldur á sér bara þvílíkt draumabarn.  Alveg sama þegar systkin sín druslast með sig um alla íbúð og hnoðast með sig.  Bara draumur í dós!!
P5230070
...og svo er hann brosandi allan liðlangan daginn.
P5230023
Theodór töffarinn minn, finnst hann eldklár því hann kann að blikka með báðum.  Flottasti gaurinn sem ég þekki.

Sem sagt allt frábært og flott!!  En mig langar að minna þær á það sem voru búnar að panta hjá mér og vilja halda kjólunum að hafa samband við mig aftur á mailið aslaugosk@simnet.is því einsog ég sagði þá tapaðist allt í mailinu mínu og týndi þá að sjálfsögðu öllu pöntunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Gaman að heyra að allir eru í stuði...já ef lífið væri svona...En þið eigið svo stóran þátt í því...vona að enginn misskilji mig...Þið eruð einstök....Knús...

Halldór Jóhannsson, 26.5.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gildismatið breytist þegar virkilega reynir á líf og heilsu í fjölskyldunni. Talva og myndavél eru dauðir hlutir og þá er hægt að endurnýja. Gott að allir eru hressir og sprækir, hátir og glaðir. Hinrik er greinilega skapgóður og honum líkar vel að láta druslast með sig. Þá er hann líka með í lífinu og það líkar honum greinilega vel. Hamingjuóskir til blikkgæjans, það er stór áfangi að geta blikkað á báðum, vaááá.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.5.2009 kl. 21:41

3 Smámynd: Aprílrós

Knús og ljós til ykkar og gleðilegt að lesa hvað allir eru hressir og til í allt ;)

Aprílrós, 26.5.2009 kl. 22:46

4 identicon

Það er svo endalaust gaman og gott að fylgjast með ykkur STÓRFJÖLSKYLDUNNI,  Þetta er algert munstur 2 svona dúkkur rosalega líkar og stelpulegar, lítill brosandi og með bollukinnar, og einn töffari með skakka húfu öll yndisleg.  Þetta er sko sannur auður. 

Sendi mikið af kærleikskveðjum í barnahúsið ykkar.  frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 09:35

5 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 27.5.2009 kl. 16:59

6 identicon

Gleðilegt að lesa færsluna-lífið er er yndislegt-. Kveðja Þorgerður.

Þorgerður (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 17:46

7 identicon

hm (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 19:46

8 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 22:59

9 identicon

flottar myndir af yndislegum systkinum.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 23:08

10 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Falleg eru þau börnin! Vorkveðjur að Vestan!

Ylfa Mist Helgadóttir, 28.5.2009 kl. 04:09

11 identicon

Brosi bara hringinn þegar ég les svona skemmtilegar færslur. Samgleðst ykkur og vona að þið eigið frábært sumar !!

Halla (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband