Leita í fréttum mbl.is

"krabbameinslækningadeild"

Þetta orð finnst mér ótrúlega ljótt, mér finnst eiginlega óþægilegt að þurfa lesa þetta á hverjum morgni þegar ég mæti með Þuríði mína í geislun þá er nú betra að þurfa mæta beint uppá barnadeildina og sjá ekki nein skilti sem tengjast krabbameini.  Þurfa að minna mann á það á hverjum morgni afhverjum við séum hérna, ojh hvað ég þoli ekki þetta orð "krabbamein". 

Ég man fyrir einhverjum mánuðum eða ári þegar ég labbaði framhjá K-byggingunni hérna uppá spítala sem er merkt "krabbameinslækningadeild" fann ég ótrúlega til með fólkinu sem ég sá labba þarna inn og sá hvað ég var heppin að þurfa ekki að fara þangað.  Æxlið hennar Þuríðar minnar var góðkynja og læknarnir héldu að það myndi ekkert breytast og við mættum "bara" uppá barnadeild í meðferðir en svo alltíeinu þurfum við að fara þangað. Ömurlegast!!  En konurnar sem vinna þarna eru æði og taka þvílíkt vel á móti Þuríði minni sem er ekki annað hægt það er alveg ótrúlegt hvað safnast saman að góðu fólki í kringum okkur og hvað við erum heppin að eiga ykkur öll að, ég á bara erfitt með að trúa þessu.  Þið eruð öll æði!! 

Mig langar samt ekki að fara þangað á hverjum morgni fram að jólum, finnst það svo sárt og erfitt og vita ekkert hvað þetta mun gera fyrir Þuríði mína.  Er verið að kvelja hana til einskis?  Æjhi ég vona ekki, ef þið gætuð gefið mér bestu jólagjöf ever og hún myndi duga mér til æviloka væri lækning fyrir Þuríði mína og ég hef hana hjá mér þegar ég þarf á henni að halda þegar ég verð orðin gömul og leiðinleg ehe!!  Mig langar svo að hún geti hjálpað systkinum sínum með mig og Skara þegar við verðum gömul og gefið mér einhver barnabörn.  Ég bið ekki um meira, ætli hann heyri í  mér þarna uppi núna.  Plííísss!!

Well ég ætlaði nú að skrifa helling meira en þeir uppá vöknun voru að hringja í mig og segja mér að stúlkan væri mætt á svæðið, púffh ætli hún sofi ekki framað  hádegi einsog í gær? 
Ég verð eiginlega að skrifa meira í dag því ég hef svo mikið að segja ehe!!  Sjáum til!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt fyrir innlit

Ólafur fannberg, 12.12.2006 kl. 11:42

2 identicon

Hæ hæ öll flott að þetta gengur vel,sendum ykkur risa búnt af orku,góðum straumum og bjartsýni elsku krúttin mín baráttukveðjur Guðrun Bergmann og co.

Guðrún Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 19:59

3 identicon

Þið eruð alltaf jafn sterk og yndisleg!.. Haldiði þessu áfram.. ég trúi að kraftaverk gerist.. og þið hafið okkur öll til halds og trausts!..

Þið eruð best.. Ég bið fyrir Þuríðii elsku eins og alltaf!!..;**

Fara litlu börnin svo ekki að fara að fá í skóinn frá jólasveininum?:D 

Bára (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband