Leita í fréttum mbl.is

Ástand ekki gott

Þuríður mín Arna er ekki í sambandi þessa dagana, hún bara sefur og sefur án gríns þá sefur hún meira en Theodór og hann er nú bara 5mánaða.  Ég hef orðið dálitlar áhyggjur af henni ekki bara dálitlar heldur bara miklar og læknarnir vita ekkert í sinn haus og það finnst mér erfiðast.  Maður er að segja þeim að hún er alltaf að verða þreyttari og þreyttari og það er hálfpartinn bara kinkað kolli "ok", ég sem hélt að læknavísindin væru komin lengra en þetta það er víst einhver misskilingur hjá mér.  Þetta er sko allt yndislegir læknar sem eru að reyna hjálpa henni Þuríði minni en þegar þeir vita ekki shit afhverju hún er svona er erfiðast. 

Hvar get ég funndið þann lækni sem veit ALLT hvar er hann staddur í heiminum?  Vill einhver senda Þuríði mína þangað svo við getum fengið einhver svör?  Að þurfa bíða og bíða er erfiðast í heimi, en eftir hverju erum við að bíða?  Fáum við einhverntíman svörin sem við viljum fá?  Hún er bara að vera slappari og slappari og maður getur ekki gert annað en bara horft á, hvað getur maður gert svo henni líði betur? 

Ég sit hérna við tölvuna gjörsamlega máttlaus, andlaus og reið útí þetta allt saman, afhverju er ekki hægt að láta henni líða betur nei henni líður bara verr ef eitthvað erÖskrandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Áslaug.
Ekki segja að þú sért ekki að gera neitt. Þú ert að gera helling. Þuríður Arna fær að njóta ástúðar og ummönnunar hjá þér alla daga og það er ekki svo lítið. Þú stendur með henni út í eitt og berst fyrir henni með kjafti og klóm, það er heill hellingur líka. Og þú skrifar hér..........
Veistu það að þú skulir skrifa hér er líka hellingur. Þú sagðir um daginn "afhverju þarf svona að gerast svo maður læri að meta lífið" eða eitthvað þannig. Þú deilir með mér og fullt af öðru fólki lífi sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur hverni er og kennir okkur að meta það sem við eigum. Það er líka hellingur. Þegar ég sá þig í sundlauginni í Húsafelli langaði mig svo að faðma þig og segja takk og gangi þér vel. Kunni ekki við það, þú veist ekkert hver ég er og við vorum báðar naktar :o)
Ég skil reiði þína og örvæntingu, held ég. Ekki gefast upp, leyfu tárunum að leka og snýttu þér í gardýnuna, þetta kemur allt, vittu til. Ég hef ekki trú á að það séu lagðar þyngri byrgðar á menn en þeir þola.
Veistu ég á vin sem er núna 9 ára. Þegar hann kom til landsins 10 mánaða með foreldrum sínum sem ættleiddu hann kunni hann ekkert og gat ekkert. Hann hafði legið alla sína æfi í hvítu stálrimlarúmi, hann hafði fengið pela 4x á dag. Pelinn var kókflaska með túttu svona eins og við gefum lömbunum með. Stráksi var ekki tekinn í fangið og honum gfið, nei pelinn var festur í hultsur á rúminu og hann saug hann þannig. Ef hann rikti of fast í túttuna þá fékk hann gusuna framan í sig og það var skipt á rúminu hans næst þegar einhver átti leið hjá sem var ekkert endilega strax. Hann var farinn að velta sér á magann en þar sem enginn lagði hann aftur á bakið þá voru hendurnar hans fastar eins og hann lægi á baknu þótt hann væri í fanginu á mömmu sinni. Hann var brunninn á rassinum og annarri kinninni. Hann varla hélt höfði. Samt var hann með vottorð um að hann væri fullkomlega heilbrygður.
Hvað kemur þetta málinu við, veit það ekki alveg. Bara það að Þuríður þín er rík og á margan hátt heilbrygðari en þessi strákur. Hún veit hvað ást er.

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tuttugu?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband